Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Vilhjálmur er bara flottur
15.2.2009 | 13:10
Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur flutti erindi í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Hrunið og vonin.
Ég hef ekki heyrt í honum en það sem haft er eftir honum hér á mbl er virkilega áhugavert. . Fyrirgefning og kærleikur á alltaf við og sérstaklega á þessari stund sem nú er að líða.
Mjög margir eru bitrir í dag og það er aldrei gott veganesti.
![]() |
Aldrei of blönk til að hugsa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Há upphæð fyrir venjulegt fólk að skilja?
14.2.2009 | 19:44
Hvað ætli loðnuflotinn yrði lengi að veiða upp í svona upphæð sem þarna er nefnd?
Sko! 25 milljónir dollarar, eru í dag í ísk. kr. tveir milljarðar átta hundruð og fimmtíu milljónir eða þar um bil. Engin smá upphæð það.
Var ekki verið að enda við að veiða fiskitegundina Gulldeplu fyrir hálfan milljarð? Bara spyr.
![]() |
Selja íbúð á Manhattan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekki einu sinni hægt að brosa af þessu
8.2.2009 | 16:19
Ótrúleg vinnubrögð hjá þessari svokallaðri skilanefnd Landsbankans. Hvað ætla Jóhanna "forsætisráðfrú" og Steingrímur J. að gera núna?
Trúlega ekkert, enda eru þau búin að sitja svo lengi á þingi hvort eð er.
Jóhanna í rúmlega 20 ár og Steingrímur í ca. 32 ár. Ekki það, að það komi málinu við.
![]() |
Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki benda á mig!
31.1.2009 | 21:40
Ætli þetta verði þannig í kosningum í vor að frammararnir vilji sverja af sér þessa ca. 83 daga ef illa fer?
Kannski meta þeir það svo að það sé betra að vera ekki um borð í skipinu ef illa fer, en þess í stað hanga á lunningunni og stökkva í sjóinn fyrstir og segja; Ekki benda á mig.
Bara smá vangaveltur um að vera með eða ekki með.
![]() |
Framsókn ver nýja stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Segir þetta ekki allt sem segja þarf?
31.1.2009 | 12:30
Það að skoskir sjómenn vonist til að Ísland gangi í ESB sem allra fyrst segir allt sem segja þarf að mínu mati. Ætli hrægammarnir í Evrópu bíði ekki eftir að komast á miðin hér við land og veiða upp kvótann okkar? Það verður alla veganna ekki samþykkt að við fáum inngöngu í ESB og um leið verði skipting veiðiheimilda óbreyttar. En hins vegar getur sérfræðiþekking Íslendinga á sjávarútvegi hugsanlega bætt fiskveiðistefnu ESB.
Það er alltaf að koma betur í ljós hví ESB menn ljá máls á því að við gætum hugsanlega komist inn um bakdyrnar hjá ESB. Eftir miklu er að slægjast í auðlyndir í sjónum og orku hér við land, en við getum átt okkur sjálf að öðru leyti.
..og hver er skiptimyntin okkar? Fiskur, orka og gígkantískar skuldir, eða með öðrum orðum; Hvað hvíla miklar skuldir á bílnum?
Innganga í ESB afskrifar ekki skuldirnar eins og sumir virðast halda.
![]() |
Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggheimur yfir strikið?
25.1.2009 | 14:57
Þessa daganna hefur mér fundist fólk fara hamförum á blogginu og sumir hverjir eru virkilega dónalegir. Furðulegt að sjá fullorðið fólk í siðmenntuðu þjóðfélagi detta niður á það plan sem jaðrar við að sé villimennska.
Mér finnst þetta sérstaklega áberandi hjá þeim sem koma inn í bloggið sem gestir og þora ekki að gera grein fyrir sér. Þeir eru ónærgætnir í orðavali og oft verulega dónalegir. Halda að þeir komist upp með að svívirða allt og alla, bara af því að þeir eru ekki með bloggsíðu.
Vil bara segja: Bloggsíðan mín er ekki vettvangur til að skrifa óhróður og skítkast út í allt og alla.
Menn mega vera ósammála mér í skoðunum en það verður að gæta þess hvað menn láta út úr sér. Sjálfur á ég börn og er sífellt að brýna fyrir þeim að orð geta skaðað.
Maður að meiri fyrir vikið
24.1.2009 | 16:14
![]() |
Baðst afsökunar á ummælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Smekklaust!
23.1.2009 | 19:52
Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna? sagði Hörður Torfason hér á mbl.
Hvað er Hörður að fara? Mér finnst þessi ummæli hans fyrir neðan allar hellur og hann skuldi Geir afsökunarbeiðni.
![]() |
Hænuskref í rétta átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál
6.12.2008 | 18:30
Það versta við stjórnmál er að þeir sem kunna í raun að stjórna eru uppteknir í öðru, t.d. á sjónum, klippa hár, sinna sjúklingum og við kennslu.
Bitur Dani sem hatar okkur!
3.12.2008 | 16:02
Þar er alltaf sárt að heyra og lesa svona viðhorf um okkur þegar flest okkar gátum ekkert af þessu gert hvernig komið er hér á landi. Í rauninni er þetta ömurlegt hvernig reiði og illur hugur beinist að þjóðinni sjálfri. Fyrir mér jaðrar þetta við illgjarnan hroka í Uffe og ég vona svo sannarlega að aðrir hugsi ekki svona um heila þjóð.
Ekki tók ég frekar en flest ykkar þátt í þessu banka- eða fjárfestingaævintýri.
Mér finnst eiginlega alveg ömurlegt að finna þá reiði og illhug gegn Íslendingum eins og kemur fram í greinaskrifunum í Ekstra Bladet. Kannski bara bitur Dani? Vonandi hætta menn að kenna heilli þjóð um hvernig komið er fyrir okkur.
![]() |
Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)