Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Tæpar 220 milljónir á dag í 15 ár

 "...staðfest var að hafinn væri undirbúningur að því að aflétta frystingu eigna Landsbankans á Bretlandseyjum. Það hefði enda verið ein af samningskröfum Íslands"  Stóð það ekki alltaf hvort sem er til ef við myndum borga? Þurfti nokkuð að semja um bannið sérstaklega? 

Ætli þessi samningur þýði ekki svona ca. 1200 milljarðar með vöxtum og vaxtavöxtum.   Þá er bara að fara að borga eða leggja fyrir 218 millur á dag í 15 ár, fyrir okkur öll.   Crying


mbl.is Mjög mikilvægur áfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er bara pirraður út í engan

Þessir bretar og með fúlan forsætisráðherra í fararbroddi.     Grin

Danir eru afslappaðastir Evrópubúa samkvæmt nýrri könnun sem greint var frá í morgun. Bretar eru hins vegar uppstökkastir og reiðast oftast. 

Ítalir svekkja sig hins vegar helst á lélegum lífsgæðum sínum en lélegur matur og þjónusta á veitingastöðum pirrar Frakka mest.Svíar og Norðmenn taka það hins vegar sérlega nærri sér hæðist aðrir að heimalöndum þeirra.

Hvað hefðu Íslendingar sagt ef þeir hefðu verið með?    Smile 


mbl.is Bretar styggastir Evrópubúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjól og frambjóðendur

Hjólaði þó nokkuð um liðna helgi og svo í vinnuna í dag. Voða hollt og gott. Stefnan sett austur fyrir fjall á morgun en samt ekki á reiðhjóli.

Horfði á frambjóðendur í kvöld. Óttalega kljént. Sama tuggan hjá gömlu flokkunum en Ástþór var helvíti góður eða þannig.

Skil ekki hvernig Katrín hjá Vinstri ætlar bæði að hækka skatta og lækka um leið launin?   Hjá hverjum þá helst? 


Þriðja hvern dag slasast barn í bíl

Ótrúlegt að ökumenn skuli ekki gæta sín betur í umferðinni.    Í nýútkominni rannsókn á umferðaslysum barna 0-14 ára, má sjá að þriðja hvern dag slasast barn sem er farþegi í bíl.  

Hugsa sér. Angry  Aðeins 76% barna á aldrinum 0-5 ára séu bara í einhvers konar öryggisbúnaði og 60% af börnum 6-14 ára er ótrúlegt kæruleysi.   Angry   

Svo má spyrja sig:  Býðst farþegum t.d. í strætó kostur á að spenna sig fasta?   Strætó er að aka á sama hraða og önnur ökutæki hér á höfuðborgarsvæðinu og því jafnhættulegt að vera í honum ef maður getur ekki notað öryggisbelti í honum?

Tek fram að því miður er nokkuð langt síðan ég hef tekið strætó. Blush


mbl.is Þriðja hvern dag slasast barn í bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætta að kynna íslenskar vörur til að mótmæla hvalveiðum

 Verslanakeðjan Whole Foods Market í Bandaríkjunum hefur hætt að kynna íslenskar vörur í verslunum sínum í mótmælaskyni við hvalveiðar Íslendinga.

Er þetta ekki dæmigert. Shocking   Þeir vita greinilega ekki hvað eru veiddir margir hvalir við strendur USA, enda myndi það sjálfsagt ekki henta verslunarkeðjunni. 

Bandaríkin er sennilega mesta hvalveiðiþjóð heims.   

Það væri gaman að vita hve mikil markaðshlutdeild Íslenskra vara er hjá Whole Food Market?


mbl.is Hætta að kynna íslenskar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur kjörinn með lófataki

Steingrímur J. Sigfússon verður áfram formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, en hann var kjörinn með lófataki á landsfundi flokksins í dag. Engin mótframboð komu fram á fundinum.

 Steingrímur er eitthvað svo settlegur og rólegur eftir að hann gerðist ráðherra.   Smile  Annað þegar hann var bara þingmaður; þá kreppti hann hnefa og æsti sig nokkrum sinnum.   LoL  

Annars var ég bara að velta fyrir mér hvar endurnýjunin væri hjá flokknum þó þetta væri allt fyrirsjáanlegt.  Whistling 


mbl.is Steingrímur kjörinn með lófataki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlit með kosningum í vor

Var að lesa gamla frétt á mbl.

Sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem var hér á landi nýlega, mælir með því að stofnunin sendi eftirlitsmenn til að fylgjast með alþingiskosningunum, sem haldnar verða hér á landi eftir rúman mánuð.

Úff!!!!    Við erum að verða eins og hvert annað "bananalýðveldi" enda varla von,  þegar lögum er breytt rétt fyrir kosningar.  Frown
mbl.is ÖSE fylgist með kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau ættu frekar að hlusta á Tryggva Þór

Forsætisráðherra segir tillögur Tryggva Þórs Herbertssonar til lausnar á vanda heimilanna arfavitlausar og sýna það að kosningayfirboðin séu komin á fullt. Fjármálaráðherra segist vera farin að skilja af hverju bankinn sem Tryggvi rak gekk ekki nógu vel.

Hvað er að þessu fólki? Shocking Eru þetta ekki bara tillögur hjá honum?  

Hvað veit Steingrímur hvernig Tryggvi stjórnaði sínum banka?   Mér finnst þau, því miður, vera komin niður á sama plan og þau ásökuðu Davíð O um á sínum tíma.   Jaðrar við að þetta sé hrokafullt af þeim.

 

Mér finnst að þau ættu að skoða þessa hugmynd áður en þau afgreiða hana sem kosningaútspil og þar með vonlaust mál.   


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunnugleg nöfn!

Eitthvað finnst mér ég kannast við þessi nöfn. Whistling   Var ekki verið að kvarta yfir því, fyrir valdaskiptin, að bankaráð Seðlabankans væri of pólitíkst?  Smile

Ég segi bara: Sami grautur í sömu skál.    Shocking


mbl.is Nýtt bankaráð Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskur bankastjóri

Jæja!  nú er kominn nýr stjóri í Seðlabankann og hann er sko settur en ekki skipaður. Smile  Mikill munur segja sumar konur. Blush  Það verður gaman að sjá nýja stefnu af þeim bæ sem á að redda klakanum eða er ekki búið að bjarga öllu úr því að DO er farinn?  Whistling  

Svo kíkti forsætisráðherra Norðmanna á bókhaldið svona upp á grín.   he he Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband