Meistaragráða í Bítlunum
4.3.2009 | 13:06
Liverpool Hope háskólinn í Bretlandi býður nú upp á meistaragráðu í Bítlunum og áhrifum þeirra á popptónlist og samfélagið.
Er ekki bara næsta skref að skella sér í prófið?
Meistaragráða í Bítlunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hundar og pólitík
3.3.2009 | 18:20
Óskin
2.3.2009 | 23:52
Svo er þetta með drauminn. Dreymdi um daginn að eitthvað gott myndi rætast.
Er ekki draumurinn það fyrsta svo eitthvað gerist?
Það kostar ekkert að láta sig dreyma.
Veðurfar
2.3.2009 | 23:45
Alltaf þegar fer að líða að vori þá kemur vetur. ....og ég sem var farinn að bretta upp ermar til að kroppa í moldina.
Jæja, febrúar var bara að klárast.
Norskur bankastjóri
28.2.2009 | 19:58
Jæja! nú er kominn nýr stjóri í Seðlabankann og hann er sko settur en ekki skipaður. Mikill munur segja sumar konur. Það verður gaman að sjá nýja stefnu af þeim bæ sem á að redda klakanum eða er ekki búið að bjarga öllu úr því að DO er farinn?
Svo kíkti forsætisráðherra Norðmanna á bókhaldið svona upp á grín. he he
Hjólað og hjólað
27.2.2009 | 22:24
Jæja, ég hef verið voða duglegur að hjóla eftir að ég eignaðist nýja hjólið. Keypti mér meira segja hjólabuxur og setti nagladekk undir hjólið svo ég kæmist eitthvað í hálkunni.
Það hefur verið hálf fyndið á læðast í vinnuna í þröngum buxum. Enda tvisvar búið að flauta á mig þegar ég hef verið að læðast yfir gatnamótin svona snemma dags.
Í morgun var snjókoma þegar ég arkaði af stað. Ég hugsaði með mér hvort þetta væri nú ekki full langt gengið? Bíllinn heima í hlaði og ég með vinnufötin í bakpokanum og kappklæddur fyrir vetrarferð. En þegar ég kom í vinnuna, þá var ég voða ánægður með dugnaðinn og meira segja ákveðinn í að hjóla aftur heim að vinnudegi loknum. Enda lít ég fyrir að vera algjört nörd með hjólagleraugun.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vilhjálmur er bara flottur
15.2.2009 | 13:10
Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur flutti erindi í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Hrunið og vonin.
Ég hef ekki heyrt í honum en það sem haft er eftir honum hér á mbl er virkilega áhugavert. . Fyrirgefning og kærleikur á alltaf við og sérstaklega á þessari stund sem nú er að líða.
Mjög margir eru bitrir í dag og það er aldrei gott veganesti.Aldrei of blönk til að hugsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Há upphæð fyrir venjulegt fólk að skilja?
14.2.2009 | 19:44
Hvað ætli loðnuflotinn yrði lengi að veiða upp í svona upphæð sem þarna er nefnd?
Sko! 25 milljónir dollarar, eru í dag í ísk. kr. tveir milljarðar átta hundruð og fimmtíu milljónir eða þar um bil. Engin smá upphæð það.
Var ekki verið að enda við að veiða fiskitegundina Gulldeplu fyrir hálfan milljarð? Bara spyr.
Selja íbúð á Manhattan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðurfræði
14.2.2009 | 19:03
Var að hlusta á veðurþul Stöðvar tvö. Hún var auðvitað að vanda sig voða mikið og gerði þetta skilmerkilega.
"Það eru margar lægðir á leiðinni" sagði hún. Ætli það séu mörg veður eða margar rigningar á veðurkortinu?
Nei bara spyr.
Það er sko ekkert u í orðinu pylsa.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýja hjólið mitt
12.2.2009 | 18:13
Haldið þið ekki að ég hafi keypt mér reiðhjól í dag. Trek 6500 og að sjálfsögðu voru nagladekk sett undir gripinn. Nú skal haldið af stað á hjólastíganna.
Við förum ekkert að minnast á hvað hjólið kostaði.