Segwaybíll já takk
9.4.2009 | 12:23
Þarna er græjan mætt sem maður þyrfti að eiga.
Hef prófað Segway og sú græja er snilld.
Hinn fullkomni borgarbíll? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trompetleikarinn í Penny Lane
6.4.2009 | 21:47
Hérna sjáið þið David Mason, trompetleikarinn í Bítlalaginu Penny Lane, segja frá hvernig Paul McCartney fékk hann til að spila á Piccolo Trompetinn í laginu. En Paul heyrði hann spila í tónverkinu Brandenborgarkonsertinn eftir Bach með Enska dómkórnum. Paul samdi laglínuna undir áhrifum frá þessu verki.
Sólóið spilaði David síðan fyrir Bítlanna 17. janúar 1967 í Abbey Road hljóðverinu.
Þið leiðréttið mig bara ef þetta er ekki alveg rétt hjá mér.
Paul og Ringo
5.4.2009 | 11:40
Nýjasta frá Paul Mc og Ringo. Á styrktartónleikum David Lynch Foundation - 4.04.09
Óttalega er nú Hringur kallinn slappur hehe
Ljósmyndir frá Gunnari B. komnar inn
5.4.2009 | 10:39
Bætti inn myndasíðu frá Gunnari B Ólafs ljósmyndara á Reyðarfirði inn á hlekkinn Reyðarfjörður hér fyrir neðan.
Enn fremur hópur Gönguferðir.
Þriðja hvern dag slasast barn í bíl
4.4.2009 | 11:26
Ótrúlegt að ökumenn skuli ekki gæta sín betur í umferðinni. Í nýútkominni rannsókn á umferðaslysum barna 0-14 ára, má sjá að þriðja hvern dag slasast barn sem er farþegi í bíl.
Hugsa sér. Aðeins 76% barna á aldrinum 0-5 ára séu bara í einhvers konar öryggisbúnaði og 60% af börnum 6-14 ára er ótrúlegt kæruleysi.
Svo má spyrja sig: Býðst farþegum t.d. í strætó kostur á að spenna sig fasta? Strætó er að aka á sama hraða og önnur ökutæki hér á höfuðborgarsvæðinu og því jafnhættulegt að vera í honum ef maður getur ekki notað öryggisbelti í honum?
Tek fram að því miður er nokkuð langt síðan ég hef tekið strætó.
Þriðja hvern dag slasast barn í bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eivör Páls frábær
3.4.2009 | 08:44
Merkilegt nokk, en ég fæ bara aldrei nóg af Eivör frá Færeyjum. Sá hana í Kastljósi í gærkvöldi og hún var bara hreint út sagt frábær.
Eivör Pálsdóttir er þessa daganna stödd á landinu en hún ætlar að halda tónleikaröð hér á næstu dögum. Hvet alla til að sjá hana.
Stöðumælasektir
22.3.2009 | 16:56
Stöðumælasektir!
Ætli hann hafi aldrei verið með klink í vasanum? Eða var það kannski lenska að fá allt að láni? Spyr sá sem ekki veit.
Newcastle með kröfu í bú Baugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Koffín og börn
22.3.2009 | 11:33
Skuggaleg niðurstaða ef þetta er rétt. Gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík, dr. Jack James, segir ýmsar samlíkingar vera milli markaðssetningar koffíniðnaðarins á drykkjum sínum og þekktrar hegðunar tóbaksfyrirtækja.
Markhópurinn sé greinilega börnin okkar og unglingar, þar sem það hefur orðið algjör sprenging í framleiðslu koffíndrykkja fyrir ungt fólk, hvort sem það er gos eða orkudrykkir og jafnvel koffínpillur.
Það sé beinlínis gefið í skyn í auglýsingum að þú getir orðið einhvers konar ofurmanneskja með því að neyta þeirra.
Jæja, best að fá sér smá vatnssopa.
Koffín fyrir krakka? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hætta að kynna íslenskar vörur til að mótmæla hvalveiðum
21.3.2009 | 14:26
Verslanakeðjan Whole Foods Market í Bandaríkjunum hefur hætt að kynna íslenskar vörur í verslunum sínum í mótmælaskyni við hvalveiðar Íslendinga.
Er þetta ekki dæmigert. Þeir vita greinilega ekki hvað eru veiddir margir hvalir við strendur USA, enda myndi það sjálfsagt ekki henta verslunarkeðjunni.
Bandaríkin er sennilega mesta hvalveiðiþjóð heims.
Það væri gaman að vita hve mikil markaðshlutdeild Íslenskra vara er hjá Whole Food Market?
Hætta að kynna íslenskar vörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Steingrímur kjörinn með lófataki
21.3.2009 | 12:09
Steingrímur J. Sigfússon verður áfram formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, en hann var kjörinn með lófataki á landsfundi flokksins í dag. Engin mótframboð komu fram á fundinum.
Steingrímur er eitthvað svo settlegur og rólegur eftir að hann gerðist ráðherra. Annað þegar hann var bara þingmaður; þá kreppti hann hnefa og æsti sig nokkrum sinnum.
Annars var ég bara að velta fyrir mér hvar endurnýjunin væri hjá flokknum þó þetta væri allt fyrirsjáanlegt.
Steingrímur kjörinn með lófataki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)