Gísli Einars og Sveppi
24.11.2007 | 21:26
Horfði á Laugardagslögin í sjónvarpinu í kvöld. Gísli Einarsson var góður. Svei mér þá ...... held að hann hafi verið jafnvel betri en Spaugstofan. Sveppi og Leifur voru góðir. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er alltaf glæsileg og einlæg og laus við allt dramb.
En innlegg Jóns Gnarr og Sigurjóns er óttalega slappt. Eins og þeir geta nú verið góðir þá hafa þeir hreint ekki passað inní þennan þátt.
Vetrardekk
24.11.2007 | 16:16
Maraþonnám og gæsla
24.11.2007 | 16:02
Krakkarnir í 9 bekk í Hjallaskóla stóðu fyrir námsmaraþoni í gær og í nótt og ég stóð vaktina eins og lög gera ráð fyrir. Eins og ég hef komið að áður þá eru þau að safna fyrir skólaferð til Danmerkur næsta vor. Þau byrjuðu í gærmorgun að læra og hættu ekki fyrr en í morgun.
Það gekk nú á ýmsu á þessum sólarhring eins og gengur þegar svona margir krakkar koma saman. Það markverðasta var að það kviknaði í eldavélahellu í nótt þegar krakkarnir voru að búa til sultu í heimilisfræðiverkefninu svo brunakerfið fór í gang. En sem betur fór þá voru starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar fljót á staðinn með slökkvitæki og komu í veg fyrir að ekki fór verr.
Á meðan voru allir reknir út á hlað. Sumir ansi léttklæddir eftir því sem mér skilst.
En þetta stoppaði sem betur fer ekki maraþonnámið þeirra.
Ég tek það fram að ég var löngu búin með mína vakt og farin heim.
En hvað um það. Það voru alsæl og en þreyttir krakkar sem skriðu heim til sín í morgunsárið og skriðu beint uppí rúm til að ná upp fyrri orku.
Starfsmenn skólans eiga heiður skilið fyrir stuðninginn sem og þeir foreldrar sem komu að þessu og svo auðvitað krakkarnir sjálfir.
Forvarnadagur
21.11.2007 | 00:53
Í dag, miðvikudaginn 21. nóvember er Forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Fræðsla og kynnt verða nokkur heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum.
Hvet alla foreldra að verja sem mestum tíma með börnum sínum. Hvert ár með þeim skiptir máli.
Hetjur
20.11.2007 | 12:36
![]() |
Þyrlan var hætt komin þegar Wilson Muuga strandaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fingrabretti kennslumyndband
19.11.2007 | 13:54
Hérna er smá myndband sem Einar Guðjón bjó til í gær. Kennsla í "fingerskate"
Þessir kettir
19.11.2007 | 00:08
Hlaupahjól
18.11.2007 | 23:18
Bara að prófa og sjá. Einar Guðjón á hlaupahjóli í Fossvogsdal fyrir nokkrum dögum.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikið svifryk á höfðborgarsvæðinu í dag
18.11.2007 | 21:49
Ég sé að á vef mbl.is að þar kemur fram að það er mikið svifryk í loftinu þessa stundina. Mælingin segir 124.2µg/m³. Mér skilst að ef mælist hærra en 50 µg/m3 þá sé það slæmt. Það má víst fara 23x yfir þau mörk á ári,
mælt í sólarhringjum.
Krakkar sem eru að leika sér úti ættu að vera með andlitsgrímur. Ég er ekkert viss um að nagladekkjum sé eingöngu um að kenna núna. Þurrar götur, snjóleysi, kuldi, logn, mikill hraði bíla og pústurrör sem vísa niður, blása upp ryki, eru örugglega líka orsakavaldar?
Ryksuga göturnar strax.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta ekki dæmigert!
18.11.2007 | 15:09

![]() |
Krefjast hefnda gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)