Eru nagladekk miklir mengunarvaldar eins sumir halda fram?
6.12.2007 | 23:19
Í nýjasta tölublaði FÍB (Félag íslenskra bifreiðaeigenda) er grein frá rannsóknastofnuninni VTI í Svíþjóð (Statens väg- och transportforskningsinstitut) þar sem stofnunin efast um gagnsemi þess að banna negld vetrardekk í borgum og bæjum.
Ég hef oft haldið því fram að nagladekk séu það góð og örugg í umferðinni að það séu vafasamt að ætla fara að banna notkun þeirra. Held að hraði bíla í umferðinni sé meiri mengunarvaldur en naglarnir sjálfir. Öryggi nagladekkja t.d. í hálku er meira virði en kostnaður bæjaryfirvalda við að endurnýja t.d. malbik. En þetta er bara mín skoðun.
Samt held ég að það sé mikið til í þessu.
Þeir sem hafa áhuga geta lesið þessa skýrslu VTI á heimasíðu Auto Motor Sport í Svíþjóð.
En þar koma fram alvarlegar athugasemdir við fyrirætlunum um bann við nagladekkjunum og dregur stórlega úr fullyrðingum ýmissa aðla, þar á meðal sænsku vegagerðarinnar og borgaryfirvalda í Stokkhólmi, um að fólki stafi alvarleg heilsufarsógn af nagladekkjum.
En vissulega er svifrykið mikið og hættulegt en mér sýnist það fylgi frekar mikilli umferð samhliða þurrum götum.
Greinin:
http://www.vti.se/epibrowser/Webbdokument/Remissvar/Dnr%202007%200300%20J-E%20Nilsson.doc
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flott hús
4.12.2007 | 16:24
Það hafa alltaf verið góðir smiðir í minni ætt. Smart hús.
Það má alls ekki færa það til eins og sumir hafa talað um. Gera umhverfið bara fallegt í kringum það.
![]() |
16 milljóna styrkur til að endurbyggja Sómastaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
50/50
2.12.2007 | 13:49

![]() |
Þjóðin klofin í afstöðu til sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jólahvað !
1.12.2007 | 21:33
Laugardagslögin
1.12.2007 | 21:11
Var að horfa á Laugardagslögin áðan. Öll lögin flott. Held að lag Magnúsar Þórs eigi eftir að heyrast oft. En mér finnst Hafdís Huld Þrastardóttir vera lagahöfundurinn sem á flottustu lögin í keppninni. Eitt besta lag sem ég hef heyrt lengi lengi er einmitt eftir hana og heitir Boys and Perfume og var flutt í 1. þættinum. Meiri háttar lag. Og hef ég nú oft heyrt flott lög. En tek það fram að lagið The Girl in the Golden Dress er líka flott.
http://www.ruv.is/laugardagslogin/ Endilega hlustið á Boys and Perfume og njótið.
http://youtube.com/watch?v=wRonjql3si4
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gáfur
26.11.2007 | 08:48



![]() |
Rannsókn: Karlar eru málgefnari en konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jólamaturinn
25.11.2007 | 23:34





Má bjóða þér á refaveiðar Macca?
25.11.2007 | 14:47



![]() |
Paul McCartney fékk ekki að lenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svona er þetta
25.11.2007 | 14:37

![]() |
Lög Zeppelin endurútsett vegna aldurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað eru góð dekk?
25.11.2007 | 01:58
Af því að ég er alltaf að tala um umferð og dekk þá er best að skrifa um það dekk eina ferðina enn. Lét skipta um dekk á bílnum í dag (örðu nafni, umfelga).
Held að það fari að snjóa annað kvöld. Nenni ekki að spóla eina ferðina enn upp brekkunna hér heima. Ég meina nokkrar ferðir enn. Lét setja undir bílinn nagladekkin sem ég keypti í fyrra. Já já nagladekkin, manni líður eins og glæpamanni að aka um að nagladekkjum.
Ætla að keyra út þessi dekk í vetur og næsta sumar. Planið er að kaupa lofbóludekk haustið 2008. Það verður spennandi að prófa þau.
Þegar ég spyr atvinnubílstjóra hvaða dekk þeir telji best, þá fæ ég engin svör eins. Sem segir mér að allir hafa rétt fyrir sér. Ég vil samt dekk sem haldast mjúk þó kuldinn sé mikill. Sum dekk verða alltof hörð í kuldanum.
Næst skrifa ég um eitthvað annað.