Flott hjá krökkunum
17.11.2007 | 20:22

![]() |
Keppt í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Endurskinsmerkin
14.11.2007 | 19:17
Hvar eru glitmerkin? Endurskinsmerkin!
Ég hef undanfarið hamrað á krökkunum mínum að nota endurskinsmerkin. Þetta hefst allt með nöldrinu.
Því miður er alltof mikið um að krakkar noti ekki merkin. Ég hef ekið fram á krakka sem sjást mjög illa. Það bætir ekki úr skák að það virðist vera í tísku að klæðast dökkum fötum.
Ef krakki er án endurskins þá sér ökumaður hann ekki fyrr en hann er komin í ca. 25 metra fjarlægð. (Kannski sést hann alltof seint)
En ef krakkinn notar endurskinsmerki þá sést hann mun fyrr eða í ca. 125 metra fjarlægð. Svo munar miklu að hafa merkið neðarlega t.d. á ökklanum.
En því miður eru þessi merki alltof dýr. Ég er á þeirri skoðun að þau eigi að vera ókeypis fyrir alla. Tryggingafélög ættu að gefa öllum sínum viðskiptavinum merki. ´
Gerum merkin kúl.
Opið til lestrar
14.11.2007 | 15:43

Verður að fylgjast með
12.11.2007 | 22:20
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laddi
11.11.2007 | 23:19
Fór með krökkunum í kvöld að sjá Ladda í Borgarleikhúsinu.
Einföld en frábær skemmtun. Kallinn er hörku góður og bestur var hann þegar hann hermdi eftir Bubba.
Engir tónleikar
8.11.2007 | 21:22
Bara svo það sé á hreinu. Það verða ekki neinir tónleikar, hvorki nú né síðar af minni hálfu þó svo að ég hafi verið að monta mig af hljóðfærakaupunum.
Það vera í mesta lagi einkatónleikar fyrir sjálfan mig fyrir framan spegil. Tja... kannski fyrir köttinn en hann forðast mig þessa daganna ef ég tek upp gítarinn.
Nú á að læra að spila
5.11.2007 | 23:05
Jæja, nú á að taka á því. Já haldið ykkur fast.
Keypti mér eitt stykki Madólín, OZARK gerð, og fékk til mín í dag. Strax búin að læra eitt lag.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Spól og hraði
5.11.2007 | 22:54
Ég er búin að skrifa nokkru sinnum um umferðamenningu hér á blogginu. já já Mér var reyndar sagt um daginn að hætta þessu nöldri enda ekkert betri en hinir.
Jæja. Um daginn þegar snjóaði á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem ég og börnin búa er þessi fína brekka (sem liggur upp með blokkinni:) nei bara grín) Þessi brekka reynir oft á kunnáttu ökumanna. Alltaf þarf að vera hálka í henni ef snjóar eða frystir. Þegar snjóaði um daginn þá sat Einar Guðjón út í glugga og skemmti sér alveg konunglega yfir aðförum sumra ökumanna í brekkunni. Hann var viss um að einn gæinn sem var að rembast við brekkuna í ca. hálftíma, væri komin í 4 gír og örugglega á 100 km miðað við hraðamæli. Óhljóðin og lætin í bílnum voru rosaleg.
Enda spurði Einar mig hvað myndi gerast ef bíllinn kæmist skyndilega inná autt svæði? Hvort hann tæki bara ekki stökk?
Ég sagðist halda það eða þá að drifbúnaðurinn myndi brotna.
Hafi gæinn verið á nýjum sumardekkjum þá held ég að hann hafi klárað munstrið þarna í brekkunni. En þessu hafði Einar húmor fyrir og sagðist ekki geta beðið eftir næsta snjó.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tveir vinir að austan
4.11.2007 | 21:46
Hingað og ekki lengra
2.11.2007 | 01:24
Rakst á þessa boli á netinu.
Frankly my dear, I just dont give a damn.
Fyrir þá sem segja hingað og ekki lengra.
Yes Dear Fyrir JÁ mennina sem vilja halda friðinn.