Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Allir ættu að íhuga að fara út
20.8.2008 | 12:43
Það ættu bara sem flestir að að íhuga að skreppa út til Kína. Þetta er bara svona svipað og fljúga til Vestmannaeyja eða þannig. Hvað??? Ríkið borgar.
Þar fyrir utan, þá eru strákarnir flottir.
![]() |
Íhugar að fara aftur út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað þýðir að segja okkur þetta fyrst núna?
19.8.2008 | 14:41
Eitt skil ég ekki. Af hverju er verið að segja okkur fyrst núna að svifryk hafi farið yfir heilsuverndarmörk á sunnudaginn vegna mengunar frá meginlandi Evrópu?
Að vísu er loft í Reykjavík í dag hreint, sem er gott. Væri ekki nær að senda út viðvörun um leið og hennar verður vart svo það væri hægt að halda börnunum inni? Bara spyr, eða þannig.
![]() |
Svifryk yfir heilsuverndarmörkum á sunnudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Félagsskipti
19.8.2008 | 13:37
Það ætti að hafa reglur í pólitíkinni eins og í fótboltanum þegar menn hafa félagsskipti á miðju keppnistímabili.
Nei ég bara segi svona.
![]() |
Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það ætti að friða helsingja
18.8.2008 | 16:04
Nú þegar veiðitímabilið á grágæs og heiðargæs er að hefjast þá finnst mér að veiðimenn ættu að forðast að skjóta helsingja. Það má að vísu ekki veiða þá fyrr en 25. september. Blesgæs er alfriðuð og það ætti líka að alfriða helsingjann. Ástæðan fyrir þessari skoðun minni er sú að stór hluti stofnsins er geldfugl og mikil afföll unga á hverju ári. Stofninn er um 35.000 sem er ekki stór stofn.
mynd sótt af http://www.britannica.com/
![]() |
Gæsaveiðitímabilið að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugmynd verður að veruleika
16.8.2008 | 21:00
Set hér inn á bloggsíðuna mína mjög persónulega mynd sem ég málaði handa pabba mínum nú í sumar. Myndin er máluð (frjálslega) eftir ljósmynd af hljómsveit sem hann spilaði með hér á árunum áður en hún hét IB Quintett og starfaði á Austurlandi í rúm 20 ár.
Ég sagði við pabba að hann yrði nú að eiga málverk af hljómsveitinni og skellti mér í verkið. Þar að auki yrði ég að spreyta mig á einni svona eftirhermumynd, enda gaman að breyta til og mála eitthvað annað en landslagsmyndir.
Andlitsmyndir eru að vísu ekki mín sterkasta hlið í málun svo ég reyndi bara að hafa svipinn af þeim og forðaðist smáatriðin.
Ég var nú ekki viss að ég réði við þetta en hér er myndin svo þið takið viljann fyrir verkið. Ég er mjög ánægður að hafa reynt að mála myndina og má segja að hugmynd hafi orðið að veruleika.
Þær myndir sem ég hef málað í sumar, (þessi líka) eru nær eingöngu málaðar með spaða í stað pensils og get sagt að það er gaman. Myndin er máluð með akríl á 50x60 cm striga.
32-32= Sigur
16.8.2008 | 14:39



![]() |
Jafntefli gegn Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flottur sigur í handboltanum í dag
12.8.2008 | 23:08
Smá blogg frá mér.
Hef horft töluvert á ólympíuleikanna að undanförnu enda ekki annað hægt. Okkar fólk er að standa sig mjög vel. Taugarnar eru eitthvað að trufla suma en hvað með það.
Handboltaleikurinn í dag gegn Þjóðverjum var hreint frábær sem og leikurinn gegn Rússum í fyrradag. Það er auðséð að okkar menn ætla sér stóra hluti á þessu móti og láta verkin tala. Hópurinn virðist vera vel samhentur og mikil breidd í honum.
Áfram Ísland.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)