Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ekki skemmtilegur

Pæling dagsins

Ég er búin að komast að því að ég er ekkert skemmtilegur.   Skooh.......  Þegar maður getur ekki einu sinni hlegið af vitleysunni í sjálfum sér, þá er full langt gengið.  Whistling


Gjörsamlega límdur við hann

Þetta kallar maður að vera límdur við eitthvað.  En baráttumaður andvígur þriðju flugbrautinni við Heathrow flugvöll límdi sjálfan sig við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í móttöku í Downing Street í gær.   Hefur örugglega notað Grettislím. Whistling  Þetta  er alveg ferlega skondið.

Þarna er komið nýtt baráttutæki við yfirvöld.   Kannski geta krakkarnir límt sig við virkjanir og orkuver hér á landi?   Grin  Ætli forsætisráðherra Íslands þurfi að fara að hugsa sig um í hvaða hönd hann ætlar að taka í þegar verið er að heilsa honum á förum vegi?  Smile   


mbl.is Límdi sig við forsætisráðherrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnuspáin mín

Ég les yfirleitt ekki stjörnuspár Blushen í dag rak ég að sjálfsögðu augun í mína spá í dag.  Hvað annað.  Cool   

Vatnsberi: Það er góður dagur þegar hlutirnir eru þér í hag vegna dugnaðar. Og þar sem þú ert svo vitur, geturðu jafnvel íhugað möguleikann að þannig verði það alltaf.

Svei mér þá, ég held að ég fari eftir þessu.  Whistling    Er að vísu ekkert duglegur  í dag en.................


Léleg rök hjá vinum Bjarkar

Mér finnst vinir Bjarkar skjóta langt yfir markið.   Má Bubbi ekki hafa skoðun á þessu og segja það sem honum finnst?  Hann hefur oft og mörgum sinnum sagt sína skoðun á hvernig farið er með náttúru landsins og hann hefur líka skoðun á virkjunarframkvæmdum.     Ég vil meina að Bubbi hafi verið með þeim duglegri að verja þá sem minna mega sín.    Hann er kjaftfor en hvað með það. Smile   
mbl.is Bubbi liggur undir ámælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur v Karlar

Mátti til með að setja inn þessa teiknimynd sem fjallar á spaugilegan hátt hvernig karlar og konur framkvæma hlutina á sinn hátt.  Bara brosa og hafa gaman af.     Smile

 


Julian Lennon

Fyrir grjótharða Bítla- aðdáendur.   Smile    Var að skoða gömul myndbönd á YouTube og rakst á þetta viðtal við Julian Lennon.  Þetta er mjög einlægt viðtal og kemur margt í ljós sem ekki hefur verið mikið talað um, svo sem skapofsa í pabba hans.  Þeir sem hafa áhuga að lesa aðra sýn á sögu Bítlanna, þá bendi ég á bókina "John"  eftir Cynthiu Lennon,  fyrri konu Johns og móðir Julians, en sú bók styður margt sem kemur fram í þessu myndbandi. 

 

    


Æfingasvæði fyrir bílstjóra

Því miður þá liggur við að maður lesi á hverjum degi fréttir af slysum í umferðinni.   Eitt sem er áberandi yfir sumartímann eru óhöppin sem verða við akstur á malarvegi.    Þegar fólk flykkist í sumarfrí velur það sér oft leiðir sem ekki eru malbikaðir vegir.   Að aka á þannig vegum er ekki það sama og á bundnu slitlagi. Vegir eru oft mjóir og stundum hefur skolast undan malbikinu í vegkantinum.  Víða í USA eru vörubílstjórar sem sérhæfa sig í akstri með stóra tengivagna á malarvegum.   

Mér finnst vera kominn tími á virkilega góða akstursbraut fyrir óvana bílstjóra.   Ég vil sjá braut þar sem hægt er að líkja eftir öllum aðstæðum sem skapast í umferðinni hvort sem það er á malbikaðri braut, malarbraut og framkalla vetraraðstæður.  Samhliða svæðinu mætti byggja aðstöðu fyrir aðrar akstursíþróttir.    Um leið ættu að vera einir 10 bílar til afnota á svæðinu með tilheyrandi öryggisbúnaði.   Ég efa það ekki að bifreiðaframleiðendur myndu vilja bjóða bíla í svona dæmi.

skidmonster

Vatn á vegum 

 

 

 

 

 

Til að svona megi verða að veruleika þá verður ríkið að koma að þessu í byrjun og ætti Vegagerðin að vera þar í forystu og byggja upp svæðið.  Vegagerðin gæti nýtt sér svona svæði til að fá fram aðstæður sem gæti nýst við rannsóknir í vegagerð.  Ökukennarar myndu örugglega notfæra sér aðstæður og fullt af bílstjórum sem vildu fá að prófa akstur við erfiðar aðstæður. 

 

Það er aldrei of varlega farið og aðstæður geta breyst skyndilega. 

vetur

þokaVetraraðstæður

Lélegt skyggni


Gullmóti í frjálsum

Var að horfa á Gullmótið í frjálsum núna í þessum skrifuðum orðum:)   Sem er svo sem ekkert merkilegt en það er hrein unun að hlusta á þá félaga, Valtýr Björn og Sigurbjörn Árna, hjá Rúv lýsa leikjunum.   Sigurbjörn Árni Arngrímsson, annar þulurinn, er frábær og ótrúlega fróður um allt og alla sem eru á þessum mótum. Þegar einhver spennandi hlaup eiga sér stað þá er hann alveg ótrúlegur í æsingnum.   Kapparnir á Stöð tvö komast ekki nærri honum í æsingi og þó er hægt að skilja hvað hann er að segja.  

Á þessu móti er keppt er í fjölmörgum greinum á hverju gullmóti, en tólf þeirra eru gullgreinar ár hvert, sex karla og sex kvenna. Þeir keppendur sem sigra í sinni grein á öllum mótunum hljóta hlut í gullpottinum þar sem eru háar fjárhæðir. Til að fá hlut í gullpottinum þurfa sigurvegararnir líka að keppa á Lokamóti frjálsíþróttamanna sem haldið verður í Mónakó í september.


Vitlaust að halda LG í fjársvelti

Að hafa bara eina nothæfa þyrlu í björgunarmálum er óþolandi ástand.  Það verður að bæta úr þessu og dómsmálaráðherra ætti ekki að vera í vandræðum að laga þetta hjá Landhelgisgæslunni.

Það á líka að nota tækifærið og hafa eina þyrlu staðsetta á Akureyri svo þessi þjónusta  standi öllum til boða.    

Það er sorglegt að það skuli alltaf þurfa hörmulegt slys til að ráðamenn vakni og sýni þessum málum áhuga.    Héldu menn virkilega að það myndi ekki kosta neitt að halda úti þyrluflota?   

Þetta er svona svipað og maður velji sér ódýran tölvuprentara en gerir ekki ráð fyrir að prenthylkin eru oft dýrasti hlutinn í rekstrinum.  Kannski léleg líking en samt....  Whistling   Voða gaman að eiga 3-4 þyrlur ef maður þarf ekkert að gera við þær. 


mbl.is „Farið að hrikta í“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

.

Picture

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband