Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Það sem ég segi
13.7.2008 | 15:02


![]() |
Bush gefur gult ljós á árás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Slæm hugmynd
13.7.2008 | 14:55
Þetta er það vitlausasta sem ég hef lengi heyrt. Erum við ekki að tala um löggæslu eða er bara verið að bjóða út gæslu? Á að bjóða út gæslu 2-6 tíma á dag? Eigum við að hringja í þessa verktaka og tilkynna ef við sjáum eitthvað "gruggugt"?
Hvað svo. Eiga þeir síðan að mæta á staðinn til að kalla út lögreglu? Eða verða þetta svona gæjar sem eiga að keyra um sérvalin svæði, svona hálfgerðir "rúntarar". Sennilega eigum við ekkert að hringja í þá, þeir eiga bara að þefa uppi allt sem ekki er í lagi.
Nei! Mér finnst þetta fyrirfram dauðadæmt. Þetta mun bara gefa falskt öryggi og virkar eins og atvinnuskapandi fyrir öryggisfyrirtæki sem nú eru starfandi og vinna sína vinnu sjálfsagt vel. Við myndum hvort eð er tilkynna allt í 112 ef eitthvað fer öðruvísi en það á að vera og viljum enga milliliði. Þarna er bara verið að sóa peningum að mínu mati.
Ég vil bara hafa menntaða lögreglu við þessi störf eins og í Reykjavík.
![]() |
Hverfagæsla boðin út í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Málverk no 5
11.7.2008 | 18:55
Gaman af þessu hjá áhöfninni
11.7.2008 | 11:38
Gaman að heyra af þessu. Kannski ættum við að fá dátanna til að laga fleiri staði? En áhöfn breska tundurspillisins HMS Exeter gerði upp og lagfærði minnismerki um samvinnu Íslands og Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni í Fossvoginum í gær.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á seinni heimsstyrjöldinni og sögunni hér á landi tengd henni enda urðu æskustöðvar mínar, Reyðarfjörður, heldur betur fyrir þeim tíma.
![]() |
Floti hennar hátignar til bjargar í Fossvogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott framtak
10.7.2008 | 12:16
Það pirrar mig oft að sjá bifreiðar loka gangstéttum. Þetta er mjög áberandi á gangstéttum hér þar sem ég bý, t.d. í Ástúni. Ætli Gunnar bæjarstjóri (hinn mikli) láti ekki útbúa svona miða fyrir Kópavogsbæ til að líma á bíla sem er lagt ólöglega? Ekki nema hann láti útbúa fleiri bílastæði, í stað göngustíga?
Það er hvort er er svo dýrt að moka snjó af göngustigum.
En þetta er gott framtak og verður gaman að sjá hvernig viðbrögðin verða.
![]() |
Gangstéttir eru ekki ætlaðar fyrir bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mynd frumleg fyrirsögn
7.7.2008 | 23:16
Hér er svo mynd sem ég var að klára í dag. Alltaf gott að mála út í sólinni og hlusta á nýjasta diskinn hjá Sigurrós. Mæli með disknum þeirra.
Þessi mynd er 20x40 og er málaðuð með spaða og í acryl eins og hinar tvær hér fyrir neðan.
Tvær myndir
6.7.2008 | 01:05
Datt í hug að sýna ykkur tvær myndir sem ég var að mála í dag.
Kannski set ég fleiri myndir inn ef ég verð duglegur en það verður að koma í ljós síðar.
10x15 cm
10x10 cm
Ath. Þetta eru litlar myndir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Pása
3.7.2008 | 22:17
