Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Geymsluþol á eggjum

Fór út í búð áðan.  Hljómar eins og ég hafi aldrei farið áður þangað.  Blush  jú, að vísu fór ég fótgangandi. 

Hvað um það.  Eitt af því sem ég verslaði, voru hænuegg (aldrei séð hanaegg). Smile  Auðvitað fór ég að gramsa í hillunni eftir pakka sem hefði lengstu geymsluþolsdagsetninguna.  Tók eftir því að 6 stk. í pakka höfðu dagsetninguna til 4. apríl en 10 stk. höfðu geymsluþol til 11. apríl en voru pökkuð á sama degi.    Merkilegt. (Lesist ekki sem sex egg í pakka).Whistling 

Geymast þá egg lengur eftir því sem þau eru fleiri saman eða er það bara af því að maður er lengur að klára úr stærri pakkningunni en þeim minni?   nei, bara spyr.  Whistling


Neil Aspinall rótari og vinur Bítlanna látinn

Einn af þeim sem komu hvað mest við sögu hjá Bítlunnum, Neil Aspinall, er látinn.   Eins og kemur fram á mbl.is þá var Neil ein aðal gæinn sem hélt Bítlunum saman og einn af þeim fáu sem reyndist vinur þeirra allra sem og auðvitað George Martin og Malcolm 'Mal' Evans (f. 27. maí, 1935 - d. 5. jan. 1976) sem var aðal framkvæmdastjórinn, rótari, lífvörður og vinur þeirra og fylgdi þeim allan ferilinn.

aspinall

Neil var í sama bekk og Paul McCartney þegar þeir voru 12 ára en það var George sem kom honum að sem starfsmanni (fyrst sem bílstjóri).   Neil ætlaði að hætta að vinna með sveitinni þegar Pete Best (trommari) var rekinn úr henni af Brian Epstein og Ringo var ráðinn í staðinn.  Ég las einhversstaðar að Pete Best hefði hvatt Neil til að vera áfram með Bítlunum en Neil var mjög ósáttur við þetta.   Þess má geta að Neil eignaðist barn með Monu Best, systur Pete.    Lítill heimur.  


mbl.is Neil Aspinall látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rólegheit yfir hátíðarnar

Smá dagbókarfærsla 

Tók mér frí tvo daga fyrir páska;  hjálpaði litla bróðir að smíða. Sat upp á þaki í þessu fína sólbaðsveðri á Föstudaginn langa við að negla niður þakplötur.  Ég þykist vera voða góður að smíða enda tala bræður mínir um "YFIRSMIÐINN" þegar verið er að vitna í mig. Devil    ÚFFF og ég kann ekkert að smíða en reyni bara að flækjast mikið ekki fyrir. Whistling

Hélt áfram að smíða á laugardeginum en svo þegar ég kom heim síðar um daginn til að gera mig kláran fyrir tónleikanna þá varð maður auðvitað að "sjæna" sig til. Cool Ætlaði að laga aðeins þessi fáu hár sem eftir eru á kollinum en það stóðu 3 af 25 hárum út í loftið en valdi óvart ranga hæð á klippurnar svo það endaði með því að hárið fékk að fjúka.    Grin  Nú er bara ekkert eftir.  Núna lít ég út eins og alvöru skallapoppari Cool eða páskaegg nema bara aðeins sætari en unginn.  Tounge   Spara sjampó alla veganna.  Bandit  Svei mér þá ef ég lít ekki út fyrir að vera tíu árum yngri núna. Whistling

Eftir umrædda tónleika var stefnan tekin austur fyrir fjall.  En elsti bróðir minn og fjölskylda buðu okkur í bústaðinn.   Komum þangað á laugardagskvöldinu og auðvitað var farið beint í pottinn.  Krakkarnir nutu sín í botn þarna.     

Sá mjög frumlega leið til að opna páskaegg.  Frændi minn (og jafnaldri Guðbjargar),  setti sitt egg á mitt gólfið. Hann var í gönguskóm svo ég hélt að hann ætlaði að trampa ofan á eggið.  Nei nei, hann tók tilhlaup og sparkaði í eggið eins fast og hann gat svo pokinn utan af egginu sprakk og það splundarðist út um allt. LoL  Ég stóð í dyragættinni inn af ganginum og súkkulaðið gekk yfir mig.  Eins gott að pokinn sprakk því annars hefði mér liðið eins og markvörður við að reyna að verja páskaegg.   Krakkarnir sátu í sófanum og opnunin var tekin upp á myndband. Whistling Það var ekkert annað að gera en að taka fram ryksuguna og hreinsa upp súkkulaði.  Það þurfti að gera alhreingerningu á bústaðnum. Grin    Þessir krakkar.  LoL Ég ætla nú ekkert að fara að rifja upp mín uppátæki þegar ég var yngri. 

Maður hljómar eins og miðbæjarrotta en mikið voðalega er nú alltaf gott að komast út fyrir bæjarmörkin.  Svo var auðvitað skimað eftir gæsum.   En mér finnst alltaf svo notalegt að komast á Suðurlandsundirlendið á vorin og horfa eftir farfuglum.  Sá ekkert ennþá en veit að það eru komnar stöku fuglar á svæðið.    En mikið voðalega er nú sinan brún svona á vorin en það sést best þegar komið er austur fyrir fjall.   

Hvað um það, helgin er bara búin að vera fín. Vonandi hjá ykkur líka sem lesið þetta.     


Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band tónleikarnir

Fór með krökkunum á Bítlatónleikanna "Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band" í Háskólabíó á laugardaginn. Smile Þetta var fín skemmtun þó hljómgæðin hafi ekki verið nógu góð.  Enda alltaf erfitt að stilla saman poppurum, með sínum hávaða og fiðlum, með sínum fínu tónum.   Við vorum svo heppin að sitja fremst, vinstra megin í salnum og sátum því nær strengjasveitinni og heyrðum alltaf í henni en ég er ekki viss um að þeir sem sátu hægra megin hafi heyrt eins vel í fiðluleikurunum.  

Ætla svo sem ekkert að gera upp á milli söngvaranna sem stóðu sig vel en voru sumir hverjir lengi í gang.  En verð þó að taka fram að það var hrein unun að hlusta á KK og sinfóníuna (Melabandið) taka lagið She's Leaving Home.   Ekki oft sem maður heyrir þetta lag flutt á tónleikum og hvað þá með heila sinfóníuhljómsveit við undirleik.   Svo má ekki gleyma trompettleiknum í Penny Lane en ég man því miður ekki hvað hljóðfæraleikarinn heitir sem lék en ég get svo svarið það: Hann tók laglínuna nákvæmlega eins og var gert á plötunni.    

Sem sagt, frábær skemmtun. 

Læt fylgja með umrædd lög sem ég fann á YouTube


Tapsár sjómaður!

Ég hef alltaf verið tregur að fara í sjómann. Blush Kannski er ég bara svona tapsár eða ég get ekkert í sjómanni eða hvort tveggja sé. FootinMouth Whistling Nú eða kannski hræddur við að fá einn á kjaftinn ef ég hefði slysast til að leggja einn eða tvo. Pinch 

Nei, eina sem ég stundaði að viti til að kanna krafta mína, var glíma.

Þegar ég var yngri þá stundaði ég glímu af kappi og hafði gaman af. Keppti meira segja nokkrum sinnum.  Held meira segja að engin beri nafnbótina Fegurðarkóngur Austurlands (í glímu) nema ég. Cool LoLLoL   (Það hefur bara verið keppt í þeim flokki einu sinni og síðan ekki söguna meir).   Enda er nóg að hafa einn fegurðarkóng. Whistling  Kannski ættu menn að taka glímuna sér til fyrirmyndar og keppa í fegurðarsjómanni? Það mætti sjá hvernig þeir bera sig að, hversu vöðvastórir þeir eru nú eða þá snöggir að leggja andstæðinginn. Líka gefa stig fyrir hversu hljóðir þeir eru í sjómanninum. Wink

Nei, Glíman er betri íþrótt.  Að stunda sjómennsku er kannski annað mál.  Whistling


mbl.is Þoldi ekki að tapa í sjómanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennilegur dómur

Mér finnst dómur, þar sem móðir ungrar stúlku var dæmd til að greiða kennara tæpar 10 milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd dóttur sinnar, hálf einkennilegur. Ekki misskilja.  Að sjálfsögðu á að bæta kennaranum tjónið, engin spurning. 

En er ekki skólaskylda í landinu?  Eftir því sem ég skil, þá mega börn ekki fara af skólalóðinni á skólatíma nema með leyfi og eru þau þá ekki á ábyrgð skólans á þessum tíma? 

Mun heimilistrygging fjölskyldunnar greiða þessa upphæð, ef fjölskyldan er svo heppin að vera með heimilistryggingu? Spyr sá sem ekki veit.  Whistling

Svona mál verður að vera á hreinu.


mbl.is Spurning um hvort ábyrgðartryggja eigi börn í skólastarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smiður um helgar

Jæja, nú er ég voða duglegur. Whistling  En þessa daganna er ég að (reyna) hjálpa litla bróður og hans fjölskyldu að smíða viðbygginguna sem þau hafa verið að láta smíða hjá sér.   Síðustu smiðir sem komu til hans voru hreint ótrúlegir, þannig að við bræður höfum eytt helginni í að smíða mest allt upp á nýtt það sem "snillingarnir" gerðu í vikunni. Devil 

En mikið voðalega er nú gott að standa upp frá skrifborðinu og breyta til.  Þá meina ég að taka almennilega á.   Blush  LoL  

Næstu helgar eru því vel skipulagðar.


Skólahreysti er frábært framtak

Var að horfa á Skólahreysti sem nú er verið að sýna á Skjá einum.    Andrés Guðmundsson aflraunakappi og skólahreystifrumkvöðull og Lára kona hans eru að gera frábæra hluti með þessari hugmynd og eiga heiður skilið. Ekki skemmir að hafa Jónsa sem kynni en þeir virka mjög jákvæðir út í alla keppendur en greinilegt á þeim að sigur er ekki aðalmálið.  Flest allir grunnskólar hafa tekið þátt í þessari keppni.   Flottir krakkar og hraustir. 

Strákurinn minn situr límdur fyrir framan skjáinn og horfir á og hann segist ætla sko að vera með þegar hann hefur aldur til.   Smile


Kaupa sigur!

".... og þarf Liverpool að greiða tæplega 50 milljónir kr. fyrir markið.", segir í fréttinni.   Eins gott að þeir skori ekki oft, því annars gæti félagið farið á hausinn.  Whistling    Eða fær Torres peninginn? Kannski ættu knattspyrnufélög bara að kaupa sér markkvóta?   Smile  
mbl.is Rándýrt mark hjá Torres í stórsigri Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt mál.

Af hverju fór Watson ekki úr að ofan til að sýna marblettinn?  Ég tel að þá hefði ekki farið á milli mála hvort hann hafi verið í vestinu þegar skotið var í vestið.  Það ætti að vera mikið mar á honum eftir höggið.   Fannst skrítið að sjá þá plokka kúluna svona fljótt úr vestinu. Whistling   

En þetta er orðinn hálfgerður skrípaleikur, bæði hjá friðarsinnum og hvalveiðimönnum og endar því miður ekki fyrr en einhver drepst, þar sem átökin hafa stigmagnast á undanförum mánuðum. 


mbl.is Varð Paul Watson fyrir skoti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband