Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Hvar varstu áður?
4.3.2008 | 23:17
Hafið þið ekki einhvern tíma fundið fyrir þeirri tilfinningu þegar þið hafið komið t.d. á nýjan stað, að ykkur finnist eins og þið hafið komið þangað áður?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrirsögn hálf skondin
4.3.2008 | 19:31
Var að lesa fréttna "Sekt fyrir að keyra ölvaður á brunahana" hér á mbl.is
Maður veltir því fyrir sér hvort viðkomandi hefði hugsanlega sloppið við sektina ef hann hefði ekki ekið á?
Sekt fyrir að keyra ölvaður á brunahana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stöðugleikastýring
4.3.2008 | 13:16
Hver kannast ekki við vandamál að halda sjónauka stöðugum þegar horft er fríhendis úr honum.
Rakst á þessa síðu. www.skyandtelescope.com/howto/diy
Flott fyrir mig.
Afmælisdagur
3.3.2008 | 00:45
Aftur skrifa ég um afmæli.
Í dag (3. mars) á pabbi minn Marinó Ó. Sigurbjörnsson afmæli en hann er fæddur 3. mars 1923 og er því 85 ára. Ekki er ég nú viss um að hann verði kátur ef hann fréttir af þessu pári mínu hér. En hann hefur alltaf verið mín fyrirmynd svo ég verð að minnast aðeins á afmælisdaginn.
Pabbi er eldhress þótt aldurinn sé farinn að færast yfir. Hann er eins og fjallageit upp um öll fjöll, og hefur skotið rjúpur ofan í mannskapinn undanfarin ár en hann skildi samt ekkert í mér núna fyrir síðustu jól þegar ég sagði honum að ég væri búin að kaupa mér skoskar rjúpur og hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af mér. En hann var fljótur að gera gott úr þessu og sagði að þær væru alveg eins góðar og íslenskar rjúpur, en vantaði bara rjúpnalaufið í sósuna.
Einu atviki man ég vel eftir þegar ég var ungur en þá vorum við strákarnir í fótbolta á lóðinni heima eins og gengur og gerist. Malarvellir voru í drullu langt fram á sumar á þessum tíma og Leiran innst í firðinum (Reyðarfjörður) var því oft notuð sem fótboltavöllur.
Þess vegna var stundum stolist til að leika fótbolta í lóðum hér og þar í þorpinu og var lóðin heima vinsæl, þar sem pabbi var duglegur að slá grasið og hún var líka stór og slétt. Á þessum tíma var trjárækt að verða vinsæl en kannski ekki endilega markviss. Pabbi hafði nefnilega sett niður grenitré á miðri lóðinni þar sem við lékum okkur oft og þar með var ævintýrið um góðan fótboltavöll úti en við reyndum þó að notast við völlinn þó svo að grenitrén væru að þvælast fyrir okkur. Svo var það einn daginn að pabbi kom heim í hádegismat og sá okkur í fótbolta. Hann varð auðvitað að skella sér með í boltann eins og hann gerði oft og gaf okkur sko ekkert eftir. En helvítis grenitrén voru alltaf að þvælast fyrir. Hann var fljótur að "snagga" sér inn í bílskúr til að sækja stóru sögina og sagaði öll trén í burtu sem hann hann hafði gróðursett árið áður. Mamma var sko ekki parhrifin af þessu uppátæki hans en hann sagði að við yrðum nú að aðstöðu til að spila fótbolta. Svona er pabbi; alltaf tilbúin að redda öllu.
Til hamingju með daginn.
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.3.2008 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kuldahrollur við Upptyppinga
2.3.2008 | 22:24
Var bara ekki partý veðurstofunni í gær og gleymst að slökkva á tónlistinni? Jarðskjálftamælinn dansandi á borðinu! 300-400 slög á sólarhring.
Nema það sé kuldahrollur við Upptyppinga. Snæfell er gamalt eldfjall.
320 smáskjálftar við Upptyppinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Úti að ganga
1.3.2008 | 15:40
Nú er gott að vera á skíðum. Alveg sama hvar maður kemur þá eru allir að nýta sér góða veðrið. Fékk mér góðan göngutúr í morgun. Sá mest eftir að hafa ekki skellt mér á gönguskíðin en það verður bara næst.
Svo er greinilegt að vorið enda ekki nema ca. 18 dagar í að grágæsin fari að sjást við suðurströndina en hún er ca. 16 klukkustundir að fljúga frá Bretlandseyjum til Íslands. Ég hef séð nokkrum sinnum þegar farfuglar koma af hafi inn til landsins og það er alltaf jafn gaman að sjá þá koma.