Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Jólin nálgast

Jæja, þá nálgast jólin.  já já ennþá tími fyrir ykkur að klára jólainnkaup og allt það.  Annars eru ótrúlega margir búnir að skreyta nú þegar jólatréð.  W00t  

Í þetta sinn ætla ég og krakkarnir austur á land og njóta jólanna með foreldrum mínum að þessu sinni.   Ætla að lána húsið á meðan, svo blómin verða í góðum höndum.   Smile  Ætla að njóta þess að halda áfram að gera ekki neitt nema að vera ekki fyrir neinum.   Reyna að lesa góða bók, vera duglegur að hreyfa mig og gera eitthvað gott.  Jú og reyna að sinna einhverju andlegu líka.  Smile  Stefni að því að byrja að vinna að nýju eftir áramótin eftir langt frí ef allt gengur upp.

Vonandi komið þið til með að eiga góða stund um vinum og vandamönnum, hvar sem þið verðið stödd um hátíðarnar.   

Þó það séu enn fimm dagar til jóla þegar þetta er skrifað þá óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og þakka ykkur fyrir stundirnar hér á blogginu.  

Næstu skref á blogginu verða bara að koma í ljós síðar.    

Gleðileg jól    


Nóg komið

Já þetta er gott í bili.  Fer mér ekki vel að vera skáldlegur.    LoL

Minningar

Enn held ég áfram að spuklera út í loftið.  Whistling Smile

Ég held að við getum ekki breytt minningum en við gætum breytt þýðingunni sem það liðna hefur boðið okkur. 


Myndlist

 

Það sem mér finnst svo heillandi við myndlist er að hún lifir í núinu og hún lifir áfram eins og góð bók.   Hver og einn upplifir hana á sinn hátt eins og lífið sjálft. 


Lífið er mikils virði

Af hverju sjá sumir ekki hversu mikils virði lífið er fyrr en þeir lenda í áfalli eða verða fyrir einhverju?  

Nú get ég alla veganna spurt svona. Smile  Kannski er ég að verða eins og "krúttkynslóðin". Whistling   Vil taka afstöðu áður en það er of seint.  


Ferðalag

Alltaf þegar ég fer í ferðalag þá skil ég við eins og ég vil koma að aftur.  Það auðveldar svo margt.   Heart

 


Að vera með fæturna á jörðinni

 

Það er sko í lagi að horfa á stjörnunar en mundu bara að hafa fæturna á jörðinni.     Whistling   

 


Stjórnmál

Það versta við stjórnmál er að þeir sem kunna í raun að stjórna eru uppteknir í öðru, t.d.  á sjónum,  klippa hár,  sinna sjúklingum og við kennslu.

 

 


Val

Að hafa val

Er lífið ekki eins og seglskip í vindi? Öll siglum við á ská á móti vindinum eða undan vindi.   Fáir sigla beint á móti.  (Nema þeir sem kaupa sér rándýra mótorbáta) Smile

Svo er þetta með að hafa tvær leiðir að velja og kannski báðar slæmar.   Manni langar alltaf að velja þá leið sem aldrei hefur verið valin áður.  

Mín speki dagsins.  Whistling 


Dagbókin segir

Dagbókin segir í dag:

Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt 
viðkomandi líki ekki við þig.

Ef þér finnst heimurinn hafa snúist gegn þér, líttu þá tilbaka 

Mundu alltaf eftir hrósinu sem þú færð.   Það kostar ekkert að gefa hrós.


Mohandas K. Gandhi:

Forgiveness is choosing to love. It is the first skill of self-giving love.
 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband