Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Bitur Dani sem hatar okkur!
3.12.2008 | 16:02
Þar er alltaf sárt að heyra og lesa svona viðhorf um okkur þegar flest okkar gátum ekkert af þessu gert hvernig komið er hér á landi. Í rauninni er þetta ömurlegt hvernig reiði og illur hugur beinist að þjóðinni sjálfri. Fyrir mér jaðrar þetta við illgjarnan hroka í Uffe og ég vona svo sannarlega að aðrir hugsi ekki svona um heila þjóð.
Ekki tók ég frekar en flest ykkar þátt í þessu banka- eða fjárfestingaævintýri.
Mér finnst eiginlega alveg ömurlegt að finna þá reiði og illhug gegn Íslendingum eins og kemur fram í greinaskrifunum í Ekstra Bladet. Kannski bara bitur Dani? Vonandi hætta menn að kenna heilli þjóð um hvernig komið er fyrir okkur.
![]() |
Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meira af John Lennon
3.12.2008 | 09:10
Hérna er merkilegt viðtal sem fjórtán ára strákur að nafni Jerry Levitan tók við John Lennon en Jerry komst inn á hótelherbergi Johns er hann var staddur í Toronto í Kanada árið 1969. Að sjálfsögðu var rætt um friðarboðskap og á hann líka vel við í dag. Þess má geta að þetta myndband var nýlega sett á netið.
Til gamans má geta þess að í ævisögu Erics Clapton kemur fram hans hlið á tónleikum með Lennon í Toronto (trúlega á sama tíma og þetta viðtal á sér stað?) en honum var ekki skemmt þegar Lennon yfirgaf bandið strax eftir tónleikanna og skildi þá farlausa eftir í borginni. Hvet alla til að lesa bók Claptons.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fullveldisdagurinn 1. desember
1.12.2008 | 14:12
Í dag er 1. desember og Fullveldisdagur okkar Íslendinga. Þegar ég var krakki þá var alltaf gefið frí í skólanum á þessum degi en við spáðum ekkert sérstaklega af hverju verið var að gefa okkur frí. En það er ekki að marka enda ég yfirmáta latur í skólanum. Það var svo þegar amma sýndi mér skírnarvottorðið hennar frá kónginum, að ég áttaði mig á allt í einu hve stutt var síðan Danir höfðu stjórnað hér. Það þurfti auðvitað að vera eitthvað nærtækt til að vekja áhugann.
Hvað er eitt fullveldi á milli vina?
Árið 1918 þegar þjóðin varð fullvalda hafði gengið á ýmsu þetta ár þegar sambandslögin tóku gildi og við höfðum áfram danskan konung. Þetta ár gaus Katla og eyddi bæjum á Suðurlandi. Veturinn 1917-1918 var sá kaldasti í manna minnum og hefur gengið undir nafninu frostaveturinn mikli. Það var meira en Katla sem gaus á þessu ári. Spánska veikin herjaði um landið þennan vetur. Var það skæð inflúensa sem lagði mörg hundruð manns í gröfina, aðallega í Reykjavík og nágrenni. Það má segja að fullveldinu hafi verið fagnað hljóðlega í skugga þeirra hamfara er fylgdu spánsku veikinni árið 1918. Kannski ekkert skrítið að þjóðin hafi valið 17. júní sem þjóðhátíðardag?
Sem betur fer er ástandið núna ekkert í líkingu við það sem þjóðin þurfti að upplifa þá. En vonandi sjáum við til sólar fljótt og endurmetum verðgildi okkar að nýju.