Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Sæhestur

Þarna er kannski komin ein hugmynd í ferðabransann?  Ef ekki verður hægt að sanna hvaðan hann kom þá ætti þessi hestur að fá vottun sem sæhestur. Smile

En eins og einhver sagði forðum: Það var ekki hægt að þekkja hestinn fyrir sama mann, þegar ljóst var að hesturinn yrði lengi að jafna sig. Smile


mbl.is „Sæhestur" nam land í Straumfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólabrettabraut í Fossvogsdal

Framhaldsaga af hjólabrettabrautinni.   Eins og ég sagði frá hér fyrir nokkrum dögum, þá skrifaði strákurinn minn bæjarstjóranum í Kópavogi bréf uppá sitt einsdæmi og bað um eitt stykki braut fyrir hjólabretti í hverfið þar sem við búum.  Smile 

Jæja viti menn. Þegar ég, ásamt börnunum mínum vorum að koma heim í gærkvöld, þá tekur dóttir mín eftir því að það er komin þessi glæsilega braut rétt við Fossvogsskóla niðri í Fossvogsdalnum. Litli kappinn var snöggur í brettabúnaðinn og hlífar og var rokinn af stað niður í dal áður en ég vissi af. Grin

Ég hugsaði: Helv... voru þeir snöggir hjá Kópavogsbæ að svara bón stráksa.  "Sko, hvað sagði ég" Happy  En dóttir mín var nú fljót að átta sig á því að þessi braut væri alls ekki í Kópavogi heldur í Reykjavík.   Jæja, hugsaði ég, Cool Björn Ingi og Vilhjálmur borgarstjóri hafa örugglega lesið bloggið mitt og brugðist skjótt við eða þannig.  SmileGetLost 

Ég þykist vita að það tekur auðvitað sinn tíma fyrir bæjaryfirvöld að fara í gegnum umsóknir og samþykktarferli fyrir svona leiksvæði og Kópavogsbær þarf sinn tíma í það. En þeir gætu nú samt svarað stráknum að málið væri í skoðun.

En hvað um það. Nú röltir hann bara yfir í næsta bæjarfélag til að renna sér í brautinni. Flott að að skreppa yfir Dalinn til að renna sér þarna hjá Villa og co. Smile Þessi braut (Rampur) er rosalega flott.  Hugað að öllum öryggisatriðum.

Flott framtak.

 


Að vera á móti en samt sammála

Það er hálf undarleg afstaða hjá Samfylkingunni að sitja hjá þegar Ragnar Bjarnason söngvar var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur. 

Ég spyr: Er núna allt í einu hægt að vera sammála öllu með því að sitja hjá?

Eða er hægt að vera á móti með því að sitja hjá?

Er hægt að vera alveg sama um allt með því að sitja hjá?

Gat Samfylkingin ekki bara samþykkt Ragnar sem borgarlistamann, þennan flotta listamann sem hefur staðist alla tísku tónlistar og síðan mótmælt vinnubrögðum meirihlutans?  Frekar velja þeir að að reyna að túlka hjásetu sem samþykkt.


mbl.is Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju konur

Í dag er kvennréttindadagurinn. Óska öllum konum til hamingju með daginn. 

Það eru aðeins 92 ár síðan konur fengu kosningarétt og það voru aðeins konur sem voru orðnar 40 ára og eldri sem fengu kosningarétt en það var 19. júní árið 1915 sem danski konungurinn staðfesti kosningarrétt kvenna. Með því urðu íslenskar konur þær fyrstu í heimi til að fá almennan kosningarrétt og kjörgengi.

Því miður er enn langt í land hvað varðar jafnrétti kynja í heiminum í dag.

Áfram konur  


17. júní

Gleðilega hátíð. 

Fastur liður hjá Kópavogsbæ á 17. júní er að brassbönd Skólahljómsveitar Kópavogs ekur um bæinn á pallbíl og spilar fyrir bæjarbúa. Þetta er skemmtilegur siður og kemur öllum í gott skap. Mjög margir rjúka út að glugga eða út á hlað til að njóta tónlistarinnar.  Reyndar fannst mér þeir keyra full hratt um hverfið þetta árið. Smile

 


Getur verið hættulegt að vera tillitssamur í umferðinni?

Á brúnni við Bústaðaveg á móts við Kringlumýrarbraut eru alltof tíðir árekstrar. Þrátt fyrir að þarna séu mislæg gatnamót þyrfti að bæta við beygjuljósum til að fyrirbyggja þær hættur sem orsaka langflesta árekstra á þessum stað. 

Þeir sem aka austur Bústaðaveginn og ætla að beygja til vinstri í áttina að Kringlunni þekkja þetta vandamál. Oft hef ég séð góðviljaða bílstjóra á vinstri akrein sem eru á leið til Kópavogs ætla að gefa þeim sem bíða, eftir að komast yfir vegin, tækifæri að skjótast þvert yfir Bústaðaveginn í áttina að Kringlunni.  Þetta gerist oft á álagstímum.

Þá gleymist eða þá að menn athuga ekki að á hægri akrein koma bílar á fullri ferð á leiðinni vestur Bústaðaveginn í átt að miðborginni. Þeir lenda á þeim sem aka þvert yfir í veg fyrir þá, en sáu þá ekki koma vegna þess að bílarnir á vinstri akrein (þeir sem eru á leið í Kópavoginn) hindra sýn.  

Með tiltölulega litlum tilkostnaði eða breytingum væri hægt að minnka verulega þessa hættu sem þarna skapast daglega, ekki síst á álagstímum. Tryggingafélögin mættu fjárfesta í umferðarljósum á þetta götuhorn til forvarnarstarfs.

Sjálfur íhuga ég stundum hvort ég eigi að velja aðra leið, þó ég þyrfti starfsins vegna að fara þarna um daglega. Woundering Sérstaklega á álagstímum.

 Svo á það að vera sjálfsagður hlutur að gefa öðrum vegfarendum tækifæri að komast leiðar sinnar en þarna getur það hefnt sín.  


Þetta er flott

Eitt ár dugar ekki til að sjá hvort þetta gengur.  En þetta er flott hjá Kópavogsbæ og vonandi samþykkja fleiri bæjarfélög gjaldfrjálst verð í Strætó.  Annars verður gaman að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík svarar þessu útspili Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Smile   Er ekki bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Kópavogi líka stjórnarformaður Strætó?
mbl.is Frítt í strætó fyrir Kópavogsbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru hljóðvarnarveggir við vegi of háir?

Oft hef ég velt því fyrir mér hvort þörf sé á að hafa hljóðvarnarveggi meðfram vegum eins háa og þeir eru í dag t.d. í íbúðahverfum.   Ég get vel skilið að þeir sem búa nálægt miklum umferðaþunga þrái meira næði. Umferð er hávær, um það þarf ekki að deila.  Ég veit að Vegagerðin og örugglega fleiri hafa látið gera rannsóknir á hljóðvarnarveggjum. (www.vegagerdin.is/hljoðvarnir).   

Hljóðvarnarveggir eru um þessar mundir byggðir í allt að 2ja metra hæð ef ekki hærra.  (Grasveggir) Vandamálið er að með svo háum veggjum er oft útsýni fórnað. Fjallasýn hreinlega hverfur.

Dæmi um þetta má sjá t.d. í Áslandshverfinu í Hafnarfirði, á Arnarneshæðinni og víðar.

Fleiri úrlausnir mætti skoða til að leysa þennan vanda.  Ég tel að víða dygði að hafa þessa veggi það háa að þeir næðu rétt upp fyrir dekkin á bifreiðum eða upp að rúðum á venjulegum bílum. 

Malbikið á Íslandi er gróft miðað við annarsstaðar sem gerir það háværara.  Kannski er það nauðsynlegt til að auka veðrunarþol malbiksins.  Eflaust eru heilmikil fræði sem tengjast þessu. 

Er ekki stundum of miklu fórnað með þessum háu veggjum þegar fallegt útsýni hreinlega hverfur?


Flottar myndir hjá Erró

Ég brá mér í Hafnarhúsið í Tryggvagötu í dag og skoðaði nokkrar sýningar sem þar eru í gangi.

Loksins sá ég flottar myndir eftir ErróW00t Erró er reyndar algjör snillingur en hann hefur bara ekki verið í uppáhaldi hjá mér. 

http://www.listasafnreykjavikur.is

Eins og segir á heimasíðu safnsins um Errósafnið þá var það að beiðni Parísarborgar að Erró gerði stóra veggmynd á fjölsbýlishús við götuna Baron Le Roy í Bercy hverfinu árið 1993. Veggmyndin er samantekt myndanna átta, Gauguin, Matisse, Magritte, Picasso, Otto Dix, Portrett Expressjónistanna, Léger og Miro frá árunum 1991-1992 sem Erró gaf Reykjavíkurborg um svipað leyti.

Gaman að sjá þessi verk þar sem hann fjallar um t.d. Gauguin og Matisse.  Þetta eru risamyndir og ekki eins ruglingslegar eins og oft áður.  Reyndar finnst mér svörtu línurnar of áberandi í sumum myndunum og taka of mikla athygli.

Hvet alla sem geta að sjá þessa sýningu.

Sýningin My Oz, Roni Horn í Hafnarhúsinu er líka skemmtileg.  


Til hamingju Reyðfirðingar og aðrir Austfirðingar

Ég vil óska öllum íbúum Austurlands og þá sérstaklega Reyðfirðingum til hamingju með daginn.  Þetta er mikill gleðidagur fyrir mína gömlu heimabyggð.   

Það er gleðilegt að sjá hve góð framtíð Reyðfirðinga er í dag. Uppbygg staðarins síðustu ár hefur verið með ólíkindum.  Það er augljóst að ungt fólk hefur tekið ákvörðun um að búa í Fjarðabyggð t.d. eftir framhaldsnám.  Þá er gaman að sjá að hve margir brottfluttir Reyðfirðingar sem og aðrir fyrrverandi íbúar Austurlands hafa tekið ákvörðun um að flytja aftur heim. 

Engir vita það betur en íbúar staðarins hve mikil lyftistöng þetta verkefni er fyrir Austurland.

Áður en álverið kom voru tækifærin ekki mörg.  Íbúar voru orðnir langþreyttir á að bíða eftir tækifærum sem alltaf voru innan seilingar.  En um það má örugglega deila.  

Það eitt að álverið skyldi koma á staðinn hefur leitt til margra góðra hluta.  Fólk trúir á að það sé framtíð í því að búa á Austurlandi. Íbúðaverð hefur hækkað og almennt er meiri bjartsýni hjá fólkinu.

Ég held að leitun sé að öðrum stað þar sem jafnmikil stakkaskipti hafa átt sér stað á jafn skömmum tíma.

Stærsti sigurinn er að hugarfar íbúa Austurlands hefur breyst, jákvæðni og framkvæmdagleði er ríkjandi. 


mbl.is Álverið á Reyðarfirði opnað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband