Getur verið hættulegt að vera tillitssamur í umferðinni?

Á brúnni við Bústaðaveg á móts við Kringlumýrarbraut eru alltof tíðir árekstrar. Þrátt fyrir að þarna séu mislæg gatnamót þyrfti að bæta við beygjuljósum til að fyrirbyggja þær hættur sem orsaka langflesta árekstra á þessum stað. 

Þeir sem aka austur Bústaðaveginn og ætla að beygja til vinstri í áttina að Kringlunni þekkja þetta vandamál. Oft hef ég séð góðviljaða bílstjóra á vinstri akrein sem eru á leið til Kópavogs ætla að gefa þeim sem bíða, eftir að komast yfir vegin, tækifæri að skjótast þvert yfir Bústaðaveginn í áttina að Kringlunni.  Þetta gerist oft á álagstímum.

Þá gleymist eða þá að menn athuga ekki að á hægri akrein koma bílar á fullri ferð á leiðinni vestur Bústaðaveginn í átt að miðborginni. Þeir lenda á þeim sem aka þvert yfir í veg fyrir þá, en sáu þá ekki koma vegna þess að bílarnir á vinstri akrein (þeir sem eru á leið í Kópavoginn) hindra sýn.  

Með tiltölulega litlum tilkostnaði eða breytingum væri hægt að minnka verulega þessa hættu sem þarna skapast daglega, ekki síst á álagstímum. Tryggingafélögin mættu fjárfesta í umferðarljósum á þetta götuhorn til forvarnarstarfs.

Sjálfur íhuga ég stundum hvort ég eigi að velja aðra leið, þó ég þyrfti starfsins vegna að fara þarna um daglega. Woundering Sérstaklega á álagstímum.

 Svo á það að vera sjálfsagður hlutur að gefa öðrum vegfarendum tækifæri að komast leiðar sinnar en þarna getur það hefnt sín.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband