Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Gáfur

Konur eru og verða alltaf gáfaðri en við karlmennirnir. Smile   En við karlmennirnir erum samt að bæta okkur.  Smile   Ætli þær noti ekki bara augun meira.  Whistling
mbl.is Rannsókn: Karlar eru málgefnari en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólamaturinn

Jæja þá er það á hreinu hvað ég ætla að borða um jólin.   Ég var búin að tala oft um að fara austur á land og rölta til fjalla en einhvervegin datt það nú upp fyrir.  Crying     Svo til að róa suma þá rölti ég inn í Nóatún í dag og keypti mér nokkrar Skoskar rjúpur (borðist fyrir 09.09).  Tounge   Já já  GetLost   ég veit að sumum finnst þetta hálfgert guðlast. En þegar veiðibannið var hér um árið þá smakkaði ég þær skosku og með réttri meðferð þá eru þær næstum því eins góðar og okkar rjúpur.   Svo er ég greinilega farin að linast í þessari sérvisku minni að það VERÐI AÐ VERA EKTA FJALLARJÚPUR í jólamatinn. Smile    En eins og Hjölli sagði hérna um árið og ég vitna oft í:  "Það er sósan sem er aðalmálið". Grin  

Má bjóða þér á refaveiðar Macca?

Komdu bara til Íslands, Macca.  Wink Færð örugglega að lenda allsstaðar.  Hér er allt til alls. Smile   Fjallgöngur, veiði, góður matur og aðstaða til að semja tónlist.  Svo mætti alveg koma upp svona ein stór grænmetisverksmiðja fyrir grænmetisætur.  Má kannski bjóða þér á refaveiðar?   Whistling
mbl.is Paul McCartney fékk ekki að lenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona er þetta

Þetta er ekki dans á rósum. Whistling Sá einmitt Duran Duran á Skjánum í gær.  Var einmitt að hugsa um hvað þetta er oft vandræðalegt fyrir þess kalla, sem reyna og reyna í stað þess að sætta sig við aldurinn.   Af hverju endurútsetja þeir ekki lögin svo þau passi getu þeirra?
mbl.is Lög Zeppelin endurútsett vegna aldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru góð dekk?

Af því að ég er alltaf að tala um umferð og dekk þá er best að skrifa um það dekk eina ferðina enn. Smile   Lét skipta um dekk á bílnum í dag (örðu nafni, umfelga). 

Held að það fari að snjóa annað kvöld.  Nenni ekki að spóla eina ferðina enn upp brekkunna hér heima.  Ég meina nokkrar ferðir enn. Whistling Lét setja undir bílinn nagladekkin sem ég keypti í fyrra.   Já já nagladekkin, manni líður eins og glæpamanni að aka um að nagladekkjum.  Bandit  Ætla að keyra út þessi dekk í vetur og næsta sumar.  Planið er að kaupa lofbóludekk haustið 2008.   Það verður spennandi að prófa þau.   

 Þegar ég spyr atvinnubílstjóra hvaða dekk þeir telji best, þá fæ ég engin svör eins. Sem segir mér að allir hafa rétt fyrir sér.  Smile Ég vil samt dekk sem haldast mjúk þó kuldinn sé mikill.  Sum dekk verða alltof hörð í kuldanum.

Næst skrifa ég um eitthvað annað.  Smile


Gísli Einars og Sveppi

Horfði á Laugardagslögin í sjónvarpinu í kvöld.  Gísli Einarsson var góður.  Svei mér þá ......  held að hann hafi verið jafnvel betri en Spaugstofan. Grin  Sveppi og Leifur voru góðir. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er alltaf glæsileg og einlæg og laus við allt dramb. Whistling  En innlegg Jóns Gnarr og Sigurjóns er óttalega slappt.  Eins og þeir geta nú verið góðir þá hafa þeir hreint ekki passað inní þennan þátt.


Vetrardekk

Setti upp smá skoðanakönnun um dekkjanotkun.  Endilega taka þátt í þessari könnun.   

Maraþonnám og gæsla

Krakkarnir í 9 bekk í Hjallaskóla stóðu fyrir námsmaraþoni í gær og í nótt og ég stóð vaktina eins og lög gera ráð fyrir.    Eins og ég hef komið að áður þá eru þau að safna fyrir skólaferð til Danmerkur næsta vor.  Þau byrjuðu í gærmorgun að læra og hættu ekki fyrr en í morgun.

Það gekk nú á ýmsu á þessum sólarhring eins og gengur þegar svona margir krakkar koma saman.   Smile  Það markverðasta var að það kviknaði í eldavélahellu í nótt þegar krakkarnir voru að búa til sultu í heimilisfræðiverkefninu svo brunakerfið fór í gang.  En sem betur fór þá voru starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar fljót á staðinn með slökkvitæki og komu í veg fyrir að ekki fór verr.  Police   Á meðan voru allir reknir út á hlað.  Sumir ansi léttklæddir eftir því sem mér skilst.   Frown   En þetta stoppaði sem betur fer ekki maraþonnámið þeirra.

Ég tek það fram að ég var löngu búin með mína vakt og farin heim.   

En hvað um það.  Það voru alsæl og  en þreyttir krakkar sem skriðu heim til sín í morgunsárið og skriðu beint uppí rúm til að ná upp fyrri orku.   Happy

 Starfsmenn skólans eiga heiður skilið fyrir stuðninginn sem og þeir foreldrar sem komu að þessu og svo auðvitað krakkarnir sjálfir.


Forvarnadagur

Í dag, miðvikudaginn 21. nóvember er Forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Fræðsla og kynnt verða nokkur heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum.

Hvet alla foreldra að verja sem mestum tíma með börnum sínum.  Hvert ár með þeim skiptir máli.    

 http://www.forvarnardagur.is


Hetjur

Engin spurning. Þessir menn hjá Landhelgisgæslunni voru og eru mjög hugaðir. Oft sýnt ótrúlega færni þegar á reynir.  Held að engin hafi gert sér grein fyrir því hversu erfiðar aðstæður voru þarna þessa nótt þegar Wilson Muuga strandaði.  
mbl.is Þyrlan var hætt komin þegar Wilson Muuga strandaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband