Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Haust
7.10.2007 | 20:14
Við feðgin fórum í göngutúr seinnipartinn í dag í frábæru veðri. Logn, sól og tært loft.
Læt hér fylgja myndir frá Vífilstaðavatni þar sem löbbuðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Crossroads Guitar Festival
5.10.2007 | 18:15
Fyrir þá sem hlusta mikið á tónlist þá bendi ég þeim á frábæran dvd disk. Crossroads Guitar Festival sem Eric Clapton stóð fyrir
Ég er búin að horfa mikið og hlusta á hann og finnst hann frábær.
Ekkert nema snillingar á ferð og geggjaður diskur fyrir gítarunnendur.
Listamenn eins og B.B King, Buddy Guy, Carlos Santana, Joe Walsh, Jonny Lang, Robert Cray Robert Lockwood JR, ZZ Top og fleiri. Bara ein veisla.
Hér er hlekkur inná eitt lag af disknum með Eric Clapton
http://www.youtube.com/watch?v=LOZkHOfrjZs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hluthafi í gufu!
5.10.2007 | 00:26
Nú hefði verið gott að vera í einhverri nefnd hjá Orkuveitunni og sýnt mikinn áhuga á samningnum.
Væri þá ríkur í dag og kannski í Kína að kynna útrás.
En kannski er bara best að horfa yfir Fossvogsdalinn og dást af útsýninu.
Neee. Ætla frekar út í Viðey með Yoko, Palla Mc. og Ringo og kveikja á Star Wars geislanum
til minningar um John Lennon. tja ef ég fæ boðskort.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loksins beygjuljós á Bústaðaveginum
5.10.2007 | 00:21
Loksins er búið að setja beygjuljós við brúnna á Bústaðaveginum. Ég bloggaði um þetta (nöldraði) fyrr í sumar.
Kannski borgar sig að nöldra hér. Kraftaverkin gerast enn.
Allt er gott í hófi. Það er hægt að fara t.d. á fonta-eða litaflipp í tölvunni og stjórnendur í vegamálum virðast ekki kunna neitt annað en að setja niður ljós hér og þar ef upp koma gatnamót. En ljósin á brúnni við Bústaðaveginn voru nauðsynleg. Held að þar hafi orðið árekstur einu sinni í viku áður en ljósin komu (loksins).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Duglegir krakkar og dósasöfnun
2.10.2007 | 23:13


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)