Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Singing in the Rain
22.10.2007 | 22:27
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hamagangur í öskjunni
20.10.2007 | 19:20
Skrapp í dag með krökkunum í Toys"R"Us , eina stærstu leikfangabúð landsins. Stelpan vildi að vísu ekki fara inn. Ég sagði Einari að við hlytum að geta fundið svona eina biðröð eða svo, til að fara í, þegar hann var að biðja mig um að koma með sér þarna inn. Allir vinir hann voru víst búnir að kaupa allt mögulegt þarna að hans sögn.
Hvað er að landanum? Það voru allir gjörsamlega brjálaðir þarna inni. Fólk nánast hljóp á milli rekka til að skoða vörur sem allir voru að bíða eftir. En vöruverðið er ágætt þarna. Gott fyrir barnafólk.
Mesti sigurinn var að við Einar fórum jafnléttir út úr búðinni og við komum inn án þess að vera í neinni fýlu eða nöldra yfir því. Held að honum hafi blöskrað hamaganginn í fólki.
Sú var tíðinn að það var varla hægt að fara í leikfangabúð.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Erfitt að losna við „skutlið
20.10.2007 | 14:20
Smá um um "skutl" með börnin vegna tómstundaiðkunnar og í og frá skóla. Ég var lesa í morgun á mbl.is þar sem Oddný Sturludóttir, nýskipaður formaður Menntaráðs Reykjavíkurborgar er að segja frá sínum sjónarmiðum. Ég er alveg sammála henni um að hafa skólatímann til kl. 17 og þetta "skutl" er þreytandi og í raun óþolandi. En hvað gerir maður ekki fyrir börnin. Þau eru ekki að gera neitt viltaust á meðan.
Ein leiðin eins og hún segir er að að hafa skóla og íþróttamannvirki í göngufæri frá hvort öðru. Tónskólanna líka. En þetta eru kannski draumórar en fyrsta skrefið er að skipuleggja skólasvæðin þannig að þetta sé gerlegt. Þetta á sérstaklega við um tómstundir að vetri til, samhliða skólagöngu. Bæjaryfirvöld eiga að setjast niður og skipuleggja þetta með sínum skólum og félagasamtölum. Það er líka góð grein um þetta í blaðinu "24 stundir" í dag.
Eitt er skrítið í Kópavogsbæ. Núna eru tvö stór íþróttahús staðsett í bænum. Fífan í Smáranum og nýlega var Kórinn opnaður í Kórahverfi. Stóru íþróttafélögin Breiðablik og HK hafa haft aðstöðu í Fífunni sameiginlega hingað til og Breiðablik hefur verið að byggja upp aðstöðu þar bæði inni og úti. HK hefur verið að byggja upp smá aðstöðu í Fossvogsdalnum rúmlega 100 metrum frá næsta félagi sem er Víkingur. HK svæðið nýtist vel að sumri til.
Þegar Kórinn var svo opnaður þá úthlutaði Íþrótta- og tómstundaráð Kópavogs Kórnum á bæði félögin. Hefði ekki verið nær að úthluta t.d. Kórnum til HK og Breiðablik hefði verið áfram með Fífuna?
Já það er erfitt að losna við skutlið" enda er örugglega gott að vinna á besta skreppivinnustað bæjarins.
Vetrardekk með nöglum eða hvað?
20.10.2007 | 12:48
Jæja þá fer að koma að því að skipta þarf um dekk undir bílnum. Setja vetrardekkin undir. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að setja nagladekkin aftur undir bílinn minn eða bara venjuleg vetrardekk? Hefði svo sem ekki verið í neinum vafa ef ég byggi út á landi.
En samt finnst mér nú oft vera slabb hér á höfuðborgarsvæðinu. Rigning, slydda, frost, hálka, rigning sitt á hvað.
Oft hefur verið talað um að láta þá sem nota nagladekk greiða sértaklega fyrir naglanna.
Ef ég ætti að ráða þá myndi ég frekar verðlauna þá sem sleppa nöglum í vetur. Því ef maður bogar fyrir naglanotkun þá er samviskan um naglanotkun í fínu lagi.
Bara vangaveltur. Veit að þetta er ekki framkvæmanlegt enda miklu auðveldara að sekta okkur sem nota nagladekk en þá keyrum við bara áfram á okkar nöglum.
En sem betur fer þá ræð ég þessu ekki.
Það á að verlauna þá sem vilja sleppa nöglum. Saltnotkunin á höfuðbogarsvæðinu er svo annað mál.
Útlit á síðunni minni
20.10.2007 | 00:28
Jæja, ég er alltaf að breyta útlitinu á síðunni minni enn og aftur. Svona er þetta þegar maður skrifar ekki mikið. Þá fer maður að fikta í einhverju öðru. Svarta síðan sem ég var með síðast var hvort sem er of drungaleg. Vonandi hangir þessi eitthvað inni.
67 ár frá Petsamoför afa með Esju
15.10.2007 | 23:14
Í dag eru 67 ár liðin frá því að strandferðaskipið Esja fór til Petsamo í Norður-Finnlandi til að sækja 258 Íslendina sem höfðu orðið fastir í Danmörku i upphafi seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag er Petsamo rússnesk borg. Ég held að þetta sé eina borgin í Finnlandi sem bandamenn gerðu loftárás í stríðinu.
Ástæðan fyrir því að ég er skrifa um þessa ferð Esju er sú að afi minn, Einar Guðmundsson frá Skáleyjum f. 29.2.1888 d. 24.1.1975, var í áhöfn hennar á þessum árum.
Þetta þótti hin mesta glæfraför á þeim tíma þó svo að bæði bresk og þýsk hernaðaryfirvöld hefðu gefið henni fararleyfi. Ferðin hófst í Reykjavík föstudaginn 20. september 1940 og lauk með heimkomu þriðjudaginn 15. október 1940.
Mikið gekk á á leiðinni heim. Esjan var hertekin af þýskum herflugvélum sem skipuðu áhöfn til að sigla skipinu til Þrándheims í Noregi. Þar þurfti skipið að vera í fjóra daga áður en það fékk að halda áfram. Þegar Esjan var lögð aftur af stað þá hertóku Bretar skipið og skipuðu áhöfninni að sigla því niður til Skotlands. Þeir hafa trúlega haldið að um borð væru þýskir njósnarar eftir að skipið hafði verið hertekið af Þjóðuverjum En að lokum eftir að hafa legið í höfn í Skotlandi fékk það heimild til að halda áfram og kom til Reykjavíkur 15. október 1940 við mikinn fögnuð ættingja og í raun allra Íslendinga sem höfðu fylgst með ferðinni milli vonar og ótta. Ferðin tók alls 25 daga.
Þegar ég var lítill þá þótti mér alltaf mjög gaman að fara til afa og ömmu niður í Ásbyrgi og fá að skoða heiðurspeninginn sem afi fékk frá ríkisstjórninni fyrir þessa ferð.
Það þótti í raun stórmerkilegt að Íslendingum skildi takast að semja við báða stríðsaðila um að leyfa íslendingum á erlendri grundu að fara heim á þessum tíma.
Velta má fyrir sér nokkrum atriðum:
Af hverju varð að byrja heimferðina í Norður-Finnlandi en ekki t.d. í Stokkhólmi?
Svo er gaman að velta því fyrir sér afhverju skipið var hertekið af báðum aðilum.
Er hugsanlegt að Bretar hafi ætlað sér að láta Þjóðverja sökkva skipinu þegar það sigldi meðfram ströndum Noregs og ætlað sér að notfæra sér það í áróðursskyni?
Kannski má líka segja að á sama tíma hafi Þjóðverjar ekki þorað að ráðast á það af sömu sökum?
Af hverju var Esja látin liggja í höfn í Skotlandi án þess að nokkur væri yfirheyrður?
Ég las einhversstaðar að það hafi verið einkennilegur svipur á hernámsaðilum í Reykjavík morguninn þegar Esja birtist skyndilega í Reykjavík.
Hún fékk ekki að leggjast strax að bryggju þar sem yfirheyra átti alla farþega áður en þeir fengju að fara í land og það var ekki fyrr en að ríkisstjórnin skarst í leikinn að Esju var hleypt að bryggju.
Upplýsingar sóttar hér og þar og frásagnir að austan og vangaveltur mínar.
Smá fróðleikur um aðra björgun í Petsamo í ágúst 1940:
American Refugee Ship in Port
After a rough voyage the U.S. refugee ship "American Legion," which left Petsamo, in Finland on August 16, arrived safely in New York harbour on August 28. Among her 900 passengers she carried the Crown Princess of Norway and her three children, and a number of American diplomatists, including' Mrs. Borden Harriman, U.S. Minister to Norway. Germany had done her best to make propaganda out of this rescue mission, denouncing the voyage as "wanton" and as "criminal folly," and predicting certain destruction of the ship. While in the danger zone life belts were worn the whole time except during eating and sleeping, the number of look-outs was doubled, and constant lifeboat drills were held. On the last 500 miles two American destroyers provided an escort in honour of Princess Martha, and to indicate that the exiled Royal family are still recognized as the rulers of Norway.
http://www.war44.com/forum/1940-short-news/261-september-1940-news-reports.html
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.10.2007 kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vinnan
13.10.2007 | 23:03
Þessa daganna eru allir í vinnunni að útbúa fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Ég er búin að liggja yfir minni og spá í hvað þarf að gera fyrir næsta ár. Alltaf gott að hugsa 12 mánuði fram í tímann. Ætli áætlunin gangi eftir eða verður eitthvað sem skekkir svona áætlun?
En mikið verð ég feginn þegar ég klára þessa vinnu.
Er ekki vinnan dásamleg?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Afmælisdagur Lennons
9.10.2007 | 14:35
John Lennon hefði orðið 67 ára í dag hefði hann lifað.
Strax árið 1969 byrjaði John að hvetja Yoko til að útbúa listaverk í þágu friðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Meira af tónlist - Wishbone Ash
7.10.2007 | 21:41
Wishbone Ash
Ein af mínum uppáhalds böndum hérna í den.
- Throw Down The Sword
http://www.youtube.com/watch?v=z9ldlqr8ZQE
http://www.youtube.com/watch?v=biG5CNlu3dM&mode=related&search=
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Háhýsi sjónmengun eða hvað!
7.10.2007 | 20:26
Hér er mynd af Smáralind og nýja háhýsinu norðan megin við verslunarmiðstöðina.
Ég er vissum að skugginn frá háhýsinu hafi náð 500 metra frá húsinu. Hvað ætli íbúum við grend við nýja turninn sem á að rísa á gamla bílastæðinu við Smáratorg finnist þegar hann verður risinn?
Nýtt skuggahverfi að rísa í Kópavogi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)