Alvarlegt ef rétt reynist

Ég trúi því ekki að utanríkisráðherra sé að vinna svona á bak við tjöldin en ef rétt reynist þá er þetta mjög alvarlegt mál.  

Ég spyr bara í ljósi nauðungasamninga varðandi Icesave: Haldið þið virkilega að Evrópusambandið verði betra við okkur þegar við erum komin inn í ESB?

bretar verða fljótir að heimta aðgang að fiskimiðum okkar og ég tala nú ekki um hugsanlega olíu.

Ég er hikandi varðandi EVRU og ESB eins og er miðað við hvernig komið er fram við okkur.    Icesave og lánið voru tveir óskildir hlutir en við þvinguð til að njörfa þetta saman að undirlagi breta.   

 


mbl.is Drög lögð að umsókn um ESB-aðild?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við verðum að axla ábyrgð í IceSave miðað við samninga og skuldbindingar sem við höfum undirritað. Heldurðu að 27 þjóðir ESB hafi staðið saman gegn okkur af einhverrri illkvitni? Nei, það var með ólíkindum að þjóð sem að var búin að reka góðæri til nokkura ára með erlendri skuldsetningu ætlaði ekki að bera ábyrgð á lágmarks tryggingarfé samkvæmt samningum. Það var ekki umflúið fyrst við vorum ekki búin að koma því í dótturfélag. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.11.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sæll Gunnlaugur.   Gaman að sjá þig hér. 

Líklega er það rétt hjá þér að við verðum að axla ábyrgð.

En,  já, ég held að okkur hafi verið stillt upp við vegg vegna þess hversu fámenn við erum og ímynd okkar var hreinlega sturtað ofan í klósett.   Mér heyrist á þeim Evrópubúum sem hafa tjáð sig um þetta að hrokinn í okkur Íslendingum hafi komið okkur í þessa stöðu og það sé bara gott að láta okkur finna fyrir því í einhvern tíma.    Má vera rétt.   En sem venjulegum Íslending finnst mér þetta ekki vera réttlátt og er reyndar viss um að svona hefði aldrei verið komið fram við t.d. Spánverja eða Frakka ef þeir hefðu verið í svipaðri stöðu.   Bankar t.d. í Sviss eru með mun hærri skuldabagga en ríkið þar í landi myndi ráða við ef allt færi á annan endann.   En samt er það látið óáreitt.  

Líklega verður sótt um aðild þó svo að ég sé hikandi eins og er. 

Marinó Már Marinósson, 19.11.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband