Þjóðmál og mínar vangaveltur

Ég er einn af þeim sem hugsa mikið um þjóðmálin í dag. Skrítið.  Whistling   Ekki það að ég hafi mikið vit á þeim en ég hef skoðun eins og allir aðrir.  Woundering

Ég vil ekki að ríkið taki stórt lán.    Ég er hræddur við alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þau öfl sem þar eru á bak við.    Ég vil að þjóðin reyni að skapa eins mikil verðmæti og hægt er reyni að snúa vöruskiptum við.   Seljum meira en við kaupum.  Cool

Ég vil að við skoðum inngöngu í ESB gaumgæfilega áður en sú ákvörðun verður ofan á.   Hverju munum við ráða með eitt atkvæði af tuttugu og átta?    bretar munu greinilega þjösnast á okkur eins og þeir geta. Dæmin hafa sýnt það. Angry   Ég vil setja íslensku krónuna á flot svo við fáum raunhæfa krónu í takt við veruleikann þó svo að það verði sárt en það mun jafna sig og við munum ná okkur upp úr þessu.  

Ríkið á að draga úr framkvæmdum nema þar sem mannþörf er  svo ekki verði meira atvinnuleysi.  

Svo vil ég kosningar en ekki fyrr en næsta haust því annars fáum við bara sama fólkið í stjórn.   Flokkar munu ekki ná að skipta út ef kosið yrði t.d. í vor.   Það á að skipta út forustufólki í Seðlabankanum, á alþingi og Fjármálaeftirlitinu því að peningastefnan hér á landi hafi brugðist hrapalega eins og allir vita.    

Við getum komist út úr þessu ástandi en það mun kosta sitt.   Kaupum íslenskt ef við getum.   Við getum þetta.

Áfram Ísland.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nú?! ég sem hélt að þú hugsaðir bara um mig...hehe

Heiða Þórðar, 16.11.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Heill og sæll félagi

Ég er líka búin að hugsa mikið að undanförnu og hlusta á marga spekinga. Sá besti að mínu mati var Gylfi Zoëga sem talaði á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Sjáðu glærurnar hans hér.

Herdís Sigurjónsdóttir, 16.11.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

úff.... hvað þú hugsar maður.....

... en svo sem ekkert vitlaust við þessar hugmyndir ..... nema ef vera skyldi.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Heiða mín,  maður verður stundum að fara út fyrir rammann.    

Sammála þér Herdís. Hann er flottur.  Bara of alvörugefinn    Maður verður líka að hafa gaman af þessu. 

 Fanney:   Það var loksins.....      að maður færi að hugsa að viti eða þannig.  .... ef vera skyldi að virkja eina smá sprænu fyrir austan ..borg.     Fá svona smá innspýtingu skoooh 

Marinó Már Marinósson, 16.11.2008 kl. 14:03

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta var svona smá innlegg í umræðuna því ég hef ekki komist niður á Austurvöll.    Maður verður að hafa góða samvisku.  

Marinó Már Marinósson, 16.11.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband