Haustið og Hrærekur konungur

Skrapp norður til Ólafsfjarðar í dag.  Flugvélin hoppaði og skoppaði bæði á leiðinni norður og eins þegar ég kom suður.  Það er greinilegt að haustið er komið þó svo að nánast ekkert næturfrost sé komið að sögn þeirra sem hafa legið í berjamó. Rigning og kuldi og græni liturinn farin af gróðri.

 Alltaf gaman að koma til "Akureyris" sagði einhver.   Whistling

Keyrði fram hjá sveitabæ sem heitir Kálfskinni er rétt innan við Dalvík. Sagt er að þar hvíli eini konungurinn á Íslandi, Hrærekur konungur. Alltaf þegar ég hef sagt frá þessu við ferðafélaga mína þegar við eigum leið þarna um þá virðist þetta koma mörgum óvart. Cool

....Tók Guðmundur vel við Hræreki fyrir sakir konungs orðsendingar og var hann með Guðmundi vetur annan. Þá undi hann þar eigi lengur. Þá fékk Guðmundur honum vist á litlum bæ er heitir á Kálfskinni og var þar fátt hjóna. Þar var Hrærekur hinn þriðja vetur og sagði hann svo að síðan er hann lét af konungdómi, að hann hefði þar verið svo að honum hafði best þótt því að þar var hann af öllum mest metinn. Eftir um sumarið fékk Hrærekur sótt þá er hann leiddi til bana. Svo er sagt að sá einn konungur hvílir á Íslandi.  

Heimskringla eða Sögur Noregs Konunga Snorra Sturlusonar

http://lind.no/nor/index.asp?lang=&emne=&vis=s_i_olav_haraldsson3

Ekki það að ég hafi verið neitt sérstakur í sögu hér áður fyrr en það verður nú að nefna eitthvað og bæta smá við.   Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

Sveinn á Kálfskinni er mikill snilli og prýði árskógsstrandar. ég er nú hálfur árskógsstrendingur, pabbi frá litlu hámundarstöðum sem er þarna nokkurn veginn hinum meginn við veginn. sami pabbi sko og var á stíganda og þið austfirðingar hirtuð upp úr hafinu, nánast. svo er mamma svarfdælingur þannig að maður er þvílíkur norðlenskur hnullungur, væni minn.

kakó, gata, svaka, kók í bauk.

ýta og skíta.

arnar valgeirsson, 10.9.2007 kl. 22:55

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ekki amalegt það Arnar minn

Marinó Már Marinósson, 10.9.2007 kl. 23:52

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Wo ho Marinó minn...gamli seigur..

Góður Arnar...kemur sterkur inn í sögunni ..... vil bara bæta einu við....það er allt gott sem kemur að Norðan

Herdís Sigurjónsdóttir, 12.9.2007 kl. 21:38

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Arnar við segjum GOLLI.. .... ekki hnullungur

Herdís Sigurjónsdóttir, 12.9.2007 kl. 21:40

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

He he ég hef nú aldrei skilið þessa norðlensku. Held að hún harðni í sérvisku eftir því  sem norðar dregur.  Allt fyrir norðan Hrísey. Tja Höfum einn kílómetra sunnan við Hrísey með, svo Arnar teljist með.

Nú er ég hræddum um að einhverjir frændur og vinir á Húsavík fari af stað.  hehe

Marinó Már Marinósson, 13.9.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband