Vinnuferð

Í gær fórum við starfsfélagarnir saman uppí Borgarfjörð í vinnuferð til að þjappa okkur saman og undirbúa vetrarstarfið.

Þetta var fín ferð.  Fórum á stað sem kallast Fossatún sem Steinar Berg rekur.   http://www.steinsnar.is/  Flottur matur og fín aðstaða til fundahalds. Að vísu full mikið bergmál í matsalnum.   Geggjað að hafa svona veitingastað við árbakkann og horfa á laxanna stökkva í fossinum.

Þess má geta að Kristján stjóri fór að sjálfsögðu með okkur í skoðunarferð í Norðurál mörgum til gleði en hef grun um að ansi margir hafi gerst umhverfissinnar eftir þessa ferð. GrinGrin Fróðlegt samt.  Hrikalega stór vinnustaður. 

Eftir daginn var brunað í Hvanneyri og hlustað á frábæran gestgjafa lýsa staðnum og safngripum og ljúga uppá framsóknarmenn.  T.d. var öllum kúm forðað í burtu í fyrra þegar verið var að taka nýtt fjós í notkun því von var á f.v. landbúnaðarráðherra í heimsókn.   Þessir sunnlendingar kyssa víst allar kýr.  Tounge Verst hvað lopapeysurnar voru dýrar í ullarbúðinni því ég ætlaði að kaupa eina rennda handa stelpunni. Eitt stykki verðlagt á kr. 23 þús.  Hvað er að fólki.  Grin  Svo var farið í smá sveitakeppni milli karla og kvenna.  Konurnar rúlluðu okkur upp.   En það skal tekið fram að það tók sig upp gamalt hæsi og því gat undirritaður ekki tekið þátt í aflraunum þessum.  Held að sumir hafi verið hálf tapsárir he he. Grin  Allir sælir og þreyttir er heim var komið um miðnætti.

Skrifað í miklum flýti til að halda pennanum við og bregðast ekki lesendum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þetta hefur greinilega verið góð ferð hjá ykkur....en þetta með peysuna ...Marinó... veistu hvað það tekur langan tíma að prjóna eitt stk lopapeysu...... og svo hefur þetta örugglega verið einhver hönnun.... iss...prjónarinn hefur ekki verið á neinu sérstöku tímakaupi... hættu þessu röfli og keyptu peysuna á prinsessuna.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 6.9.2007 kl. 19:26

2 Smámynd: arnar valgeirsson

fín ferð já. ekki spurning.

iss, færð fína peysu í rauða kross búðinni á klink.

ekkert bruðl.

þó er verkamaðurinn verður launanna, satt er það.....

arnar valgeirsson, 6.9.2007 kl. 20:23

3 identicon

Var með ykkur í huga...........einhver varð líka að vera á bakvaktinni og hver annar nema ég tók það að sér  Gaman að heyra hvað þetta var vel heppnuð ferð.........enda skemmtilegt fólk á ferð.

Fossatún er fallegur staður, ég lenti á tónleikum þar síðasta sumar og það var bara æðislegt að sitja í grasinu, drekka smá hvítvín, hlusta á góða tónlist og horfa á þetta fallega umhverfi sem þar er að finna

23 þúsund fyrir eina peysu....halló, hvað er í gangi ?

Tek undir með Arnari, þú verslar auðvitað bara í L12...það fást meira að segja oft nýjar peysur þar !

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:47

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hvað ertu að nöldra sem gast bara prjónað eitt st. peysu á einu kvöld á Kalla ef þér datt það í hug.  Ég kann ekki einu sinni að staga í sokka.  Enda kaupi ég bara einnota sokka.

 Þetta er fín ferð.  Það vantaði bara ykkur sem eruð hætt. Þá hefði þetta verið enn skemmtilegra en það var skemmtilegt þó fyrir. 

Eins og maður segir.  Það er ekkert gaman nema maður skemmti sér sjálfur.

Marinó Már Marinósson, 6.9.2007 kl. 21:42

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þar fyrir utan er ekki vogandi að kaupa flík á unglinga nema láta þá velja. Annar liggur flíkin bara í skúffunni ónotuð.  En það er líka gott því RK búiðin nýtur góðs af.  eða þannig 

Marinó Már Marinósson, 6.9.2007 kl. 21:44

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Svo held ég að þessar dömur sem ég vinn með og eru þjálfaðar í að leita af fötum á útsölum hafi grafið sig niður í hrúguna og fundið peysu sem kostaði vel yfir þrjátíuþúsund en ég er ekki vanur að finna gott verð né ofsalega gott verð á flíkum. 

Marinó Már Marinósson, 6.9.2007 kl. 21:47

7 identicon

þær hafa varla keypt peysu á 30 þúsund !!! á hvaða launum eru þessar dömur þá ? hahahahah......ekki á launum framkvæmdastjóra

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 20:42

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Nei nei biddu fyrir þér.    Hef grun um að einhverjar hafi í mesta lagi keypt stífbónaðar kindalappir.   Ég sá Gest skoða þetta mjög vel og einhverja galdraól.  

Marinó Már Marinósson, 7.9.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband