Færsluflokkur: Ferðalög

Pæling í lok febrúar

Já ég er hérna ennþá. cool 

Jæja nú fer að styttast í vorkomuna enda held ég að að sé bara í fínu lagi.   Veturinn hefur verið hálf leiðinlegur.   Sveiflur í veðurfarinu hafa verið með eindæmum.  Samt hafa höfuðborgarbúar sloppið vel hvað varðar mjög mikla ófærð. 

Hellisheiðin hefur verið óvenjulega oft lokuð í vetur en ég held að skýringin á því, að hluta, sé vegna þess að vegurinn yfir heiðina er nánast ekkert upphækkaður.   Það liggur við að segja að hann sé niðurgrafinn á köflum.   Enda má aldrei blása, þá er heiðin nánast lokuð um leið. 

Hækka veginn um 1-2 metra sem fyrst.    cool 

 

Hin ástæðan fyrir væntingum fyrir góðu vori er sú að nú ætla ég í víking á bítlaslóðir í fyrsta sinn.   Erindið er að sjá æskustöðvar þeirra félaga í Liverpool.   Fyrir bítlaáhugamann eins og mig verður þetta mikil upplifun og kannski tilefni til skrifa um þá hérna á þessu ágæta bloggi sem ég hef verið alltof latur að nota.  Bítlaferð til London bíður betri tíma.    foot-in-mouth

 


Hvernig verður sumarið veðurfarslega?

Það er alltaf vinsælt að spá í veðrið.  Verður sumarið gott?  Mun rigna mikið eða verður þurrt? Whistling  Af hverju erum við alltaf jafn hissa þegar rignir?   Við búum jú á Íslandi og þar sem allra veðra er von. InLove

Því segi ég: Um að gera að reyna að njóta sumarsins og þeirra fáu daga sem sólin skín. Líka þegar rignir.  Bara klæða sig betur.  Wink

Sumarið varir jú bara í raun í tæpa tvo mánuði.    Meðalhitinn nær varla tveggja stafa tölu í júlí hvort sem er.  Smile  

 


Selfoss

Fór í dag austur á Selfoss (Dallas suðursins).   Hafði ekki komið þangað í tæpt ár.   Ljótt að segja frá.     En nokkrar ástæður liggja að baki heimsóknarleysis míns.  Ekki meir um það.  Smile

En mikið hefur Selfoss stækkað.   Eitt var á hreinu.  Veðrið var hreint út sagt frábært.   


Ljósmyndir frá Gunnari B. komnar inn

Bætti inn myndasíðu frá Gunnari B Ólafs ljósmyndara á Reyðarfirði  inn á hlekkinn Reyðarfjörður hér fyrir neðan.   

 Enn fremur hópur Gönguferðir.


Allir ættu að íhuga að fara út

Það ættu bara sem flestir að að íhuga að skreppa út til Kína. Smile Þetta er bara svona svipað og fljúga til Vestmannaeyja eða þannig.         Hvað???         Ríkið borgar. W00t

Þar fyrir utan, þá eru strákarnir flottir.  


mbl.is Íhugar að fara aftur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugstjórnarklefinn og kaffiveitingar

Flaug austur á land fyrir helgi vegna vinnunnar og kom til baka í gærkvöld, sem er svo sem ekki frásögu færandi en þar sem ég er mikill áhugamaður um flug eins og sumir vinir mínir vita, þá datt mér í hug að segja ykkur frá hugsunum mínum varðandi þjónustu um borð. Enda fylgist ég með öllu sem gerist í fluginu og hvernig vélin flýgur og hagar sér við hinar ýmsu aðstæður.   Auðvitað allt í góðu.      Jæja, hvað um það.  

 Í fluginu fær maður auðvitað kaffi í boði flugfélagsins en kaffið er að vísu oft ódrekkandi.   Í þessu flugi byrjaði flugfreyjan að fara fram í flugstjórnarklefann til að bjóða flugmönnunum kaffi. Enda eins gott að halda sér vakandi við svo ábyrgðarmikið starf.  Þegar flugfreyjan opnaði hurðina, þá blasti við mér flugmenn lesandi Moggann Happy en þeir voru greinilega glaðir að fá sinn kaffisopa.  Síðan skenkti hún okkur hinum sem sátum aftar kaffi og með því og allt rólegt í fluginu.  Eftir smá tíma fór hún að nýju fram í flugklefann til að sækja bollanna eða fylla á ef flugmennirnir vildu meira.   Enn voru þeir að lesa blöðin. Grin

Ég hugsaði með mér: Hvað næst? Joyful  Ætli hún komi ekki aftur í farþegarýmið og spyrji okkur farþeganna hvort einhver kunni ekki á Flight Simulator (flughermi)? Whistling

Alla veganna hefði ég verið fljótur að rétta upp höndina.   LoL

Auðvitað þurfa flugmenn pásur eins og við hin. En að lokum lentu þeir vélinni mjúklega í Reykjavík nokkrum mínútum síðar endurnærðir og með einbeitinguna í lagi enda bestu flugmenn sem völ er á og þjónustan um borð alveg til fyrirmyndar.    En ég fékk ekki að fljúga í þetta sinn enda eins gott, kannski.   Smile

 

Þið getið ekki trúað því hvað ég er fegin að þurfa ekki að dandalast suður í Keflavík til að fara í innanlandsflug eins og sumir þrá en hafa aldrei farið í innanlandsflug. 

Svo er greinilegt að flugið er notað af höfuðbogarbúum því það var nánast ekkert laust bílastæði við Reykjavíkurflugvöll og þó er búið að stækka bílastæðið mikið.


Hver kannast ekki við þetta

Er þetta ekki eitthvað sem þið kannist við þegar þið eruð að fara í flug? Whistling

  1. Ekkert flugfélag er á réttum tíma nema þegar þú sért of sein og þarft á seinkun að halda.  Devil
  2. Ef þú ert oft seinn í flug, þá þarf flugið endilega að vera við brottarhliðið sem er lengst í burtu í flugstöðinni. 
  3. Ef þú mætir tímalega, þá bregst það ekki, að fluginu hefur verið er seinkað.
  4. Hvenær hefur þú séð flug fara frá í  hliði 1 (Gate #1) í flugstöðvarbyggingum?
  5. Ef þú þarft að vinna eitthvað á meðan flugi stendur t.d. að skrifa á blað, þá upplifir þú fljótt ókyrrð. Líka þegar þú færð þér kaffi. 
  6. Ef þú færð miðjusæti, þá getur þú bókað, að þeir sem koma til með að sitja við gluggann eða við ganginn eru ókomnir.   Líttu bara eftir tveimur stærstu mönnunum í röðinni.  Devil
  7. Sá sem situr við gluggann þarf alltaf að skreppa á snyrtinguna.
  8. Öskrandi börn virðast alltaf sitja mjög nálægt þér.
  9. Fallegasta konan/karlmaðurinn situr aldrei nálægt þér.
  10. Eftir því sem plássið er minna í flugvélinni til að koma fyrir handfarangri, þá koma farþegar alltaf með meira og meira með sér um borð.
  11. Þegar flugfreyjan kynnir öryggisatriði í upphafi flugs þá þykist þú kunna þetta allt og lest í dagblaði á meðan.
  12. Eftir að karlmenn hafa farið á snyrtinguna þá er ekki hægt að fara þangað á sokkunum. Devil

sótt héðan og þaðan af netinu en sumt samið.


Reykjanesbrautin dauðagildra!

Mér finnst að Vegagerðin ætti að skammast sín fyrir hörmulegan frágang á vegamerkingum á Reykjanesbrautinni þar sem vegaframkvæmdir hafa staðið yfir en liggja núna niðri.  Devil

Að þeir skuli leyfa sér að vera með lágmarksmerkingar  þarna á brautinni, er í raun fyrir neðan allar hellur.    Við erum jú að tala um mjög umferðamikla götu. 

Ég átti einu sinni leið þarna um eftir að dimma tók og mér fannst mjög erfitt að aka þarna í gegn. Umferðin sem kom á móti, blindaði útsýnið í beygjunum, þannig á ég átti í miklum erfiðileikum að sjá beygjurnar sem búið er að "setja upp".   Þarna hefði átt að vera búð að setja upp vegrið á milli akstursstefnu bíla til að koma í veg fyrir að bílljós blindi ökumenn sem mætast þarna.  

Kannski ætti Vegagerðin að skoða þessar aðstæður í myrkri til að átta sig betur á hversu hættulegt þetta er!   Eitt er að fara þarna um að degi til og annað í myrkri; hvað þá í rigningu eða snjóbyl.  Það er eins og þeir sem settu upp merkingarnar, hafi unnið sína vinnu að degi til.   Angry   

Það virðist vera "lenska" hér á landi að þumbast með gamaldags merkingar í vegavinnu.  Í dag er ekki hægt að ætlast til að allir þekki aðstæður. Svoleiðis merking slapp kannski hér áður fyrr. 

Brautin er allmennt vel upplýst nema þar sem vegaframkvæmdir hafa staðið yfir. Þar er allt í myrkri.

Það þarf að hafa merkingar þannig að bílar aki inn í einskonar trekt sem leiði þá áfram í gegnum hættusvæðið.

Vegamerkingar á Nýbílavegi eru til fyrirmyndar og gott dæmi um góða merkingu þó þar sé mjög þröngt.   Þar hafa starfsmenn verktakafyrirtækisins þurrkað af öllum keilum og glitmerkjum á hverjum einasta degi allt frá því að vinna hófst þar í haust.


Á söguslóðum Bítlanna II

Langar þig ekki að skoða þá staði þar sem Bítlarnir héltu til í London hér áður fyrr?  Er ekki hægt nú þegar að fara í pílagrímsför í miðbæ Reykjavíkur til að sjá hvar Björk hélt til áður en hún varð fræg? Whistling

Til dæmis var upphafsatriðið í Can't Buy Me Love í myndinni A Hard Day's Night tekið í Hammersmith Odeon (Hammersmith Apollo), London.  

Fann þessa slóð http://www.beatlesmapped.com/london.php  þar sem hægt er að smella á merkta staði á kortinu þar sem Bítlarnir koma við sögu í London.  Veljið svo Show All Locations til að sjá alla merkta staði.  

 Primrose Hill, London  Þar sem myndbandið við lagið The Fool on the Hill var tekið árið 1967.


Á söguslóðum Bítlanna í London

Nú verður maður að ljóstra upp smá leyndarmáli.   Hef aldrei komið til Englands.  Grin  Blush En það breytir því ekki að ég hef reynt að lesa sem mest um allt sem tilheyrir Bítlunum, W00t eins þið hafið kannski orðið vör við sem lesið bloggið.  

 Netið getur verið frábært tæki til að fræðast um það sem maður hefur áhuga á.   Ligg oft yfir þessu sem og myndlist.  Whistling

Hér er smá upplýsingar fyrir ykkur sem viljið fara á bítlaslóðir í London.

3SavileRow Byrja á þeim tíma þegar hljómsveitin var að hætta.   Þegar Bítlarnir spiluðu í síðasta sinn saman opinberlega þá komu þeir saman uppá þakinu á Apple fyrirtækinu við 3 Savile Row (map) í janúar 1969. 

 Eins og ég segi þá var þetta í síðasta sinn sem þeir héldu tónleika þó svo að leyfi fyrir tónleikunum hafi ekki verið til staðar.  Þetta óvænta útspil þeirra var í tengslum við heimildarmyndina Let It Be

Ég hefði alveg viljað vera þarna á þessum tíma.    

 

 

Í upphafi bíómyndarinnar "A Hard Day's Night" er hægt að sjá strákanna hlaupa á undan stelpunum niður Boston Place (map) og inn á Marylebone StationBostonPlace2 sjá mynd hér hægra megin.

 

AbbeyRoadZebraCrossingSvo er það auðvitað Abbey Road platan sem kennd er við samnefnda götu og þar sem EMI's Abbey Road hljóðverið er. 

Ef þið eigið leið þarna um þá er um að gera að standa fyrir framan vefmyndavélina sem er staðsett við gangbrautina og hringja heim svo allir geti séð ykkur á þessum sögufrægu slóðum. 

Hér er slóðin á vefmyndavélina við Abbey Road.   http://www.abbeyroad.com/virtual_visit/webcam

Linkur á heimasiðu um bítlaferðir í London.    http://www.beatlesinlondon.com/

 Kannski kemur meira síðar?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband