Færsluflokkur: Menning og listir

Pæling í lok febrúar

Já ég er hérna ennþá. cool 

Jæja nú fer að styttast í vorkomuna enda held ég að að sé bara í fínu lagi.   Veturinn hefur verið hálf leiðinlegur.   Sveiflur í veðurfarinu hafa verið með eindæmum.  Samt hafa höfuðborgarbúar sloppið vel hvað varðar mjög mikla ófærð. 

Hellisheiðin hefur verið óvenjulega oft lokuð í vetur en ég held að skýringin á því, að hluta, sé vegna þess að vegurinn yfir heiðina er nánast ekkert upphækkaður.   Það liggur við að segja að hann sé niðurgrafinn á köflum.   Enda má aldrei blása, þá er heiðin nánast lokuð um leið. 

Hækka veginn um 1-2 metra sem fyrst.    cool 

 

Hin ástæðan fyrir væntingum fyrir góðu vori er sú að nú ætla ég í víking á bítlaslóðir í fyrsta sinn.   Erindið er að sjá æskustöðvar þeirra félaga í Liverpool.   Fyrir bítlaáhugamann eins og mig verður þetta mikil upplifun og kannski tilefni til skrifa um þá hérna á þessu ágæta bloggi sem ég hef verið alltof latur að nota.  Bítlaferð til London bíður betri tíma.    foot-in-mouth

 


Grænafell Reyðarfirði

Grænafellid

Þá er það smá myndlist.   Wink

Grænafell   Vatnslitamynd sem ég málaði sl. vor.   


Myndlist

Hérna eru tvær vatnslitamyndir sem ég málaði á síðasta ári.

 

 

Vatnslitamynd MMM

 

 

 

 

 

mynd2

 


Mr. Skallagrímsson

Skelltum okkur í leikhús upp í Borgarnes um helgina. Ferðin lá inn á Landnámssetrið til að sjá einleikinn Mr. Skallagrímsson. Þegar inn var komið, er gengið upp á söguloftið þar sem gestir sátu, að gömlum sið, undir súð.  

Inn gekk  Benedikt Erlingsson og hóf tilkomumikinn söguleik um Skallagrím Kveldúlfsson og hans fjölskyldu. Þvílík snilld. Gaman að hlusta á hann tengja saman nútímann, fornöld og virkja áhorfendur við leikverkið. Vissulega er farið frjálslega með efnið en það skemmir ekkert.  Hver veit svo sem hvernig þetta var nákæmlega.  Sögur voru oft ritaðar tvö- til þrjúhunduruð árum síðar eftir hvern atburð og oftast af munnmælum.    Smile

 Tilvalið að njóta kvöldsins með því að fá sér léttan málsverð á staðnum, áður en leiksýningin byrjar.

Mæli með þessari sýningu.  Smile


Smá dund í sumarfríinu

Loksins að það gerist eitthvað hérna á blogginu mínu. Wink

 

Set hér inn tvær myndir af málverkum sem ég gerði núna um daginn.

Báðar myndirnar eru í akrýl og unnar nær eingöngu með spaða.  Afsakið að myndin er ekki alveg í fókus þar sem ég notaði gemsann til að mynda þær.   Set kannski inn betri myndir síðar.

Blómahaf

 

 

22072010192_1013501.jpg


Frábærir góðgerðartónleikar hjá Jethro Tull

 Skellti mér á góðgerðartónleika í gærkvöldi hjá Jethro Tull í Háskólabíó.   Allur ágóði af tónleikunum og aukatónleikum rann til fjölskyldna Vildarbarna og Fjölskylduhjálpar Íslands.  

Ég var mjög spenntur fyrir þessum tónleikum og það má svo sannarlega segja að þeir hafi ekki valdið mér vonbrigðum.   Þeir byrjuðu með því að Andersson sjálfur kom fram og kynnti Ragnheiði Gröndal og hljómsveit.   Það var bara forsmekkurinn af því sem koma skildi.   Frábær söngkona Ragnheiður.  

Síðan kom sjálfur Ian Andresson ásamt hljómsveit og skemmti áhorfendum í tvo tíma.   Það sem kallinn er hress.  Hann hljóp um sviðið eins og unglingur og blés ekki úr nös og bara rétt sextíu og tveggja.  Að vísu var hann ekki í ballettbuxunum en svartar gallabuxur dugðu. hehe.   En hann er ótrúlega flottur spilari, bæði á gítar og flautuna.   Það er hreint unun að sjá þessa fullkomnu blöndu spilamennsku, gleði og sviðsframkomu.   Röddin er enn í fínu lagi þó svo að hann nái kannski ekki efstu tónum en hann lagði alltaf lagið svo það hentaði honum og fyrir áhorfendur var þetta bara augnakonfekt þar sem hann tyllti sér á tær og lyfti sér upp í efstu tónunum.  

Ian er klókur tónlistarmaður sem heldur sér á jörðinni.  Er vel að sér í málum þar sem hann kemur.  Hann sagðist hafa kynnt sér íslenska tónlist og finnst margt í gangi hér.   Einhversstaðar las ég að honum þóknaðist betur það sem stelpurnar væru að gera í tónlistinni en strákarnir.  Held reyndar að það sé mikið til í því.  Hvað um það en hann valdi að bjóða þremur stelpum að spila með sér.   Ragnheiður Gröndal hitaði upp.  Síðan kom ungur fiðluleikari Unnur Birna, fram með félögum og lék í nokkrum lögum þeirra.   Dísa söng tvö frumsamin lög og annað í félagi við Andrersson.   Meiriháttar flott.   

 tull_003.jpg

Ég fann á netinu að gítarleikarinn, Florian Opahle , sem er þýskur, sé að leysa Martin Barre af vegna veikinda. Þessi ungi gítarleikari var ótrúlega góður. Allt sólóið hrikalega smart.  Þeir Florian og Ian eru búnir að vinna saman síðan 2003.   Sama má segja um hina í bandinu; Dave Goodier bassaleikari ( búinn að spila með Ian síðan 2002), John O Hara, hljómborðsleikari (byrjaði að spila með Ian 2003) en ég fann ekkert um Mark Mondesir sem er gestatrommari í bandinu.  Allir spiluðu þeir óaðfinnanlega.  

Þessir tónleikar voru að mínu viti skemmtilegir og persónulegir.  Runnu af stað rólega og alltaf gaman að hlusta á Andersson spjalla inn á milli laga og gera grín af sér og félögum sínum í léttum dúr.   Ég er ekki viss um að allir sem voru í salnum hafi áttað sig á hvílík goðsögn þarna var að spila en börnunum mínum þótti þessir tónleikar skemmtilegir.  

Ef ég ætti að setja út á eitthvað þá er það helst að Háskólabíó verður seint talið til tónlistarhúsa.   Einn ókosturinn er að það er ekki pláss fyrir hljóðmeistarann út í sal og hann varð því að vera til hliðar á sviðinu.  Fyrir vikið heyrir hann ekki tónlistina eins og áhorfendur.  Mér fannst heyrast of mikið í bassatrommunni en of lítið í bassaleikaranum.  Ég var búinn að hlakka til að hlusta á hann því bassaspilið í flestum Jethro Tull lögum er djassaður og frekar flókinn.  

En þessir tónleikar voru hreint út sagt frábærir og góð skemmtun.  

Næst vil ég sjá Ian Andersson með Sinfóníusveit Íslands.   Cool

 


Páfagarður "fyrirgefur" John Lennon

"Blað, sem gefið er út í Páfagarði, hefur fyrirgefið John Lennon ummæli, sem hann lét falla fyrir rúmum fjórum áratugum, um að Bítlarnir væru vinsælli en Jesús. Í grein blaðsins er farið lofsamlegum orðum um Bítlana og sagt að Lennon hafi bara verið ungur maður að monta sig".  

Þó fyrr hefði verið.  Er það ekki hluti af kristni að fyrirgefa?  Ég hafði oft og mörgum sinnum hugsað út í þetta.  Af hverju er svona mikil heift í trúarbrögðum?  Er ekki fyrirgefning jafn nauðsynleg og kærleikur?

Þar fyrir utan þá voru í gær 40 ár frá því að Hvíta albúmið kom út og er að mínu mati meiriháttar verk hjá Bítlunum.  


mbl.is Páfagarður „fyrirgefur" Lennon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært myndband

Varð að setja þetta hér inn en Herdís vinkona mín sendi mér þetta frábæra myndband.

 

 


Vonandi tekur þetta aldrei enda

Ég er mjög ánægður með þennan dag. Vonandi verður aldrei hætt að halda þennan dag hátíðlegan.  Mjög hollt fyrir alla að upplifa þennan dag á jákvæðan hátt, enda ekki annað hægt.
mbl.is Flugeldasýning á sundunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmynd verður að veruleika

Set hér inn á bloggsíðuna mína mjög persónulega mynd sem ég málaði handa pabba mínum nú í sumar.   Myndin er máluð (frjálslega) eftir ljósmynd af hljómsveit sem hann spilaði með hér á árunum áður en hún hét IB Quintett og starfaði á Austurlandi í rúm 20 ár. 

  Ég sagði við pabba að hann yrði nú að eiga málverk af hljómsveitinni og skellti mér í verkið. Smile Þar að auki yrði ég að spreyta mig á einni svona eftirhermumynd, enda gaman að breyta til og mála eitthvað annað en landslagsmyndir.     Blush   Andlitsmyndir eru að vísu ekki mín sterkasta hlið í málun svo ég reyndi bara að hafa svipinn af þeim og forðaðist smáatriðin.   Blush Ég var nú ekki viss að ég réði við þetta en hér er myndin svo þið takið viljann fyrir verkið. Ég er mjög ánægður að hafa reynt að mála myndina og má segja að hugmynd hafi orðið að veruleika.  

Þær myndir sem ég hef málað í sumar, (þessi líka) eru nær eingöngu málaðar með spaða í stað pensils og get sagt að það er gaman.  Myndin er máluð með akríl á 50x60 cm striga.   

blogg1   


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband