Færsluflokkur: Menning og listir

.

Picture

Málverk no 5

Smá tilraun með ströndina.

 

Picture 013medAdjustments

 


Málverk

Picture 009m

Mynd frumleg fyrirsögn

Hér er svo mynd sem ég var að klára í dag.  Alltaf gott að mála út í sólinni og hlusta á nýjasta diskinn hjá Sigurrós. Smile Mæli með disknum þeirra.

 Þessi mynd er 20x40 og er málaðuð með spaða og í acryl eins og hinar tvær hér fyrir neðan.

 

Friður og ró


Tvær myndir

Datt í hug að sýna ykkur tvær myndir sem ég var að mála í dag.   Blush

Kannski set ég fleiri myndir inn ef ég verð duglegur en það verður að koma í ljós síðar.

Picture 002

10x15 cm

Picture 004

10x10 cm

Ath. Þetta eru litlar myndir.

 


Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band tónleikarnir

Fór með krökkunum á Bítlatónleikanna "Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band" í Háskólabíó á laugardaginn. Smile Þetta var fín skemmtun þó hljómgæðin hafi ekki verið nógu góð.  Enda alltaf erfitt að stilla saman poppurum, með sínum hávaða og fiðlum, með sínum fínu tónum.   Við vorum svo heppin að sitja fremst, vinstra megin í salnum og sátum því nær strengjasveitinni og heyrðum alltaf í henni en ég er ekki viss um að þeir sem sátu hægra megin hafi heyrt eins vel í fiðluleikurunum.  

Ætla svo sem ekkert að gera upp á milli söngvaranna sem stóðu sig vel en voru sumir hverjir lengi í gang.  En verð þó að taka fram að það var hrein unun að hlusta á KK og sinfóníuna (Melabandið) taka lagið She's Leaving Home.   Ekki oft sem maður heyrir þetta lag flutt á tónleikum og hvað þá með heila sinfóníuhljómsveit við undirleik.   Svo má ekki gleyma trompettleiknum í Penny Lane en ég man því miður ekki hvað hljóðfæraleikarinn heitir sem lék en ég get svo svarið það: Hann tók laglínuna nákvæmlega eins og var gert á plötunni.    

Sem sagt, frábær skemmtun. 

Læt fylgja með umrædd lög sem ég fann á YouTube


Að vera á móti en samt sammála

Það er hálf undarleg afstaða hjá Samfylkingunni að sitja hjá þegar Ragnar Bjarnason söngvar var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur. 

Ég spyr: Er núna allt í einu hægt að vera sammála öllu með því að sitja hjá?

Eða er hægt að vera á móti með því að sitja hjá?

Er hægt að vera alveg sama um allt með því að sitja hjá?

Gat Samfylkingin ekki bara samþykkt Ragnar sem borgarlistamann, þennan flotta listamann sem hefur staðist alla tísku tónlistar og síðan mótmælt vinnubrögðum meirihlutans?  Frekar velja þeir að að reyna að túlka hjásetu sem samþykkt.


mbl.is Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband