Færsluflokkur: Spaugilegt
Risa Spói
28.3.2011 | 21:54
Haförn, sem komið var með á grænlensku náttúrufræðistofnunina í Nuuk á Grænlandi nýlega, er hugsanlega stærsti örn sem vitað er um.
Hafi goggurinn verið 6,3 metrar á lengd eins og prentvillan í fréttinni gefur til kynna og klærnar 21,1 sentimetri þá er þetta örugglega Spói. Risa Spói.
Stærsti haförn sem sést hefur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað get ég sagt?
25.3.2011 | 19:47
iPad-æði á Laugaveginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skondin frétt en samt alvara á ferð
10.5.2010 | 17:43
"Aska hefur fundist í hreyflum tveggja þota Ryanair flugfélagsins á flugvellinum í Belfast á Norður-Írlandi. Var fjórum flugferðum Ryanair til Englands aflýst í gær. Í fyrstu gaf flugfélagið þá skýringu að ótengdar bilanir hefðu komið upp í vélunum tveimur".
Þetta er nú hálf fyndið. Halda Ryanair-menn að þeirra vélar séu ónæmar fyrir ösku? Kannski eru þeir fúlir yfir því að geta ekki nýtt vélarnar undir farþega úr því að þær þyngjast af völdum ösku frá Íslandi? Kannski má ekki nefna ösku hjá félaginu, gæti fælt farþega frá?
Var ekki einhvern tíma frétt um að þetta félag hefði viljað fá flugvélar afgreiddar klósettlausar frá Boeing?
Ekki vil ég fljúga með félagi þar sem sætanýting er tekin fram yfir öryggismál.
Aska fannst í hreyflum þota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leit
6.8.2009 | 13:11
Ætli lögreglan hafi kallað út aukamannskap til að leita að þessum gæja, sem misnotar matvælin svona?
Sást skvetta málningu á húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stöðumælasektir
22.3.2009 | 16:56
Stöðumælasektir!
Ætli hann hafi aldrei verið með klink í vasanum? Eða var það kannski lenska að fá allt að láni? Spyr sá sem ekki veit.
Newcastle með kröfu í bú Baugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veðurfræði
14.2.2009 | 19:03
Var að hlusta á veðurþul Stöðvar tvö. Hún var auðvitað að vanda sig voða mikið og gerði þetta skilmerkilega.
"Það eru margar lægðir á leiðinni" sagði hún. Ætli það séu mörg veður eða margar rigningar á veðurkortinu?
Nei bara spyr.
Það er sko ekkert u í orðinu pylsa.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Af ljósastaurum og bæjarstjórum
18.11.2008 | 08:27
Tók mig til og skrifaði viðeigandi yfirvöldum í borginni bréf og bað þau vinsamlegast að koma sér hingað og laga ljósastaurinn sem er hér beint fyrir framan húsið mitt.
Málið er, að fyrir mörgum árum bjó hér náugni í stigaganginum, á neðstu hæðinni, sem skrifaði sömu yfirvöldum bréf, og heimtaði að skipt yrði um þennan staur því hann truflaði sig svo mikið þegar hann væri að horfa á fréttir. Ljósið barast inn um gluggann.
Þetta hefur alltaf pirrað mig enda eini staurinn sem er með ljósatýru fyrir lítinn göngustíg. Hef verið að horfa út þegar myrkrið hellist yfir og sé að minn staur er miklu lélegri en hinir staurarnir. Það gengur ekki að hér sé myrkur enda enginn snjór til að spara lýsingu.
Þannig að ég skrifaði bréfið og bað um að þessu yrði kippt í liðinn STRAX. Nú er að bíða og sjá hvort þetta virkar.
Ekki það að ég sé bjartsýnn á að bæjaryfirvöld séu snögg til. Drengurinn minn skrifaði Gunnari bæjarstjóra í Kópavogi einu sinni bréf og bað um hjólabrettapall á svæðið en fékk aldrei svar. Gunnar hefur kannski metið það svo að þarna væri ekki atkvæði á ferð og ekki séð ástæðu að svara drengsa.
Já ég sá að Kópavogsbær auglýsir viðtalstíma bæjarfulltrúa: Gunnar er til viðtals kl. 18-19 þann 20. nóvember nk.. Ekki var það nú mikill tími. Ein klukkustund!
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Dabbi á seðil!
5.11.2008 | 13:04
Þetta er brandari ársins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú sérstætt peningafölsunarmál. Hvað var fólkið að hugsa sem tók á móti blaðinu?
Strákurinn minn (12 ára) á einn svona seðil og hann hengdi hann upp á vegg því honum fannst þetta svo flottur seðill og hann er hér enn. Ætli ég verði ekki að hringja í lögguna og skila inn fölsuðum seðli? Það er allaveganna komin ný króna sem Evrópa gæti fallið fyrir.
Notaði seðil með mynd af Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frétt dagsins
30.10.2008 | 14:34
Þetta er nú besta umfjöllun á frétt sem ég hef séð lengi. Tja .... Ekkifréttdagsins?
Miklu betra fyrir MBL að taka þessa frétt út, nú eða skrifa upp á nýtt svo skilningslaus lesandi eins og ég skilji þessa frétt.
Meiðyrðamáli vísað frá dómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúðurinn alltaf jafn góður
22.10.2008 | 17:10
Ætla að horfa á Trúðinn í kvöld. Alltaf jafn uppátækjasamur og skemmtilegur.