Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Sönn ást
2.11.2007 | 00:58
"Ekkert á jörðinni er eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar hestarnir eru sofnaðir í túnunum".
Halldór Laxness Úr Sölku Völku
Flöskusöfnun
2.11.2007 | 00:52
Jæja þá var flöskusöfnun hjá Guðbjörgu og bekknum hennar fyrr í kvöld og endilega þurfti að rigna með roki og þvílíku. Þau eru að safna fyrir Danmerkurferð næsta vor. Dugleg voru þau. Settu undir sig hausinn og örkuðu af stað út í náttmyrkrið til að safna.
Við Einar Guðjón vorum svo á vaktinni og sóttum flöskurnar þegar þau voru búin að fylla pokanna hér og þar í austurbænum. Litli kappinn slær ekkert af við pokaburðinn. Ókum pokunnum uppí skóla þar sem foreldrarnir töldu allt. Innkoman í kvöld var rúmlega fimmtíuþúsund og telst það mjög gott miðað við aðstæður úti við. Hver nemandi fær tvo punkta fyrir að ganga frá kl. 18-22. Einn punkt fyrir að ganga helming af tímanum. Foreldrar sem mæta fá 1 punkt fyrir börnin. Stigin segja til um hve mikið deilst á hvert barn þegar upp er staðið í vor. Svo held ég að þessu sé samt sem áður jafnað á milli barna því sum eiga ekki möguleika að fá jafnmikla hjálp við söfnunina og því eðlilegt að allir njóti góðs af.
Ráðstefna í dag og vegamerkingar
31.10.2007 | 19:48
Alltaf verður maður svo merkilega alþjóðlegur þegar maður situr fund þar sem bara er leyft að tala útlensku.
Fór suður í Bláa lónið í dag og sat þar fund í allan dag um sjúkraflutninga á norðlægum slóðum.
Að sjálfsögðu var bara talað á ensku og stöku sinnum heyrði maður sænsku og smá íslensku. Svei mér þá ef það hafi ekki verið bara hálfskrítið að heyra ástkæra tungumálið þegar fundurinn var búinn.
Nei bara smá.
Þó að veðrið hafi verið fallegt í dag þá ætla ég að nöldra smá yfir lélegum vegamerkingum á Reykjanesbraut vegna vegagerðar þar. Það er eins og það sé ekki gert ráð fyrir að fólk eigi að ferðast þar um í myrkri eða slæmu skyggni. Meina: það er eins og merkingar séu bara gerðar fyrir dagsbirtu.
Flott CocoRosie
29.10.2007 | 23:58
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir þá sem eru að deyja úr forvitni
29.10.2007 | 20:41
Hér er bráðsniðugur linkur sem Gauti bróðir benti mér á.
Eitthvað fyrir þá sem eru að deyja úr forvitni, nei ég meina þrá að vita allt um tölur s.s hve margir eru að deyja, fæðast, hvað jörðin er gömul.
Viltu vita hve margir dóu úr krabbameini eða hungri? Hvað jörðin er þung? Allt þarna.
Smelltu á myndina.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
George Bush Job Interviews
28.10.2007 | 20:41
Vinir og fjölskylda | Breytt 29.10.2007 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjallganga og veiðar
28.10.2007 | 19:35
Jæja það styttist í rjðupnaveiðina. Þá er að bara að spá í hvert eigi að fara?
Eitthvað austur fyrir fjall?
18 dagar hmmmmmmm
Svo er á dagskránni að fara austur á æskuslóðirnar og rölta uppí svona 1000 metranna og halda sér í formi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Never Get over You
28.10.2007 | 17:47
I know Ill never geto over you
So deep this felling that I have for you
Your eyse pierce through my heart
Your smile tears me apart
I knew it, its so true
Ill never get over you
You touch me making my heart race
So much was written on your face
I knew when you arrived
That no words could describe
What your love made me do
Ill never get over you
Girl, youer so much heart and soul
Girl, was a moonlit night you came into my life
And now this feeling has grown
And if you leave me alone I know
Ill never get over you
So hide the moments when I feel blue
You warm the coldest feet
Can cool me in the heat
And all though love was new
Ill never get over you
My understanding grew
But Ill never get over, never get over you
George Harrison
Please speak slowly I am a baby in English
25.10.2007 | 00:09
Þar sem ég er oft (meina annað slagið) að skoða flugvélar þá datt mér í hug að henda þessu hér inn.
O'Hare Approach: USA212, cleared ILS runway 32L approach, maintain speed 250 knots.
USA212: Roger approach, how long do you need me to maintain that speed?
O'Hare Approach: All the way to the gate if you can.
USA212: Ah, OK, but you better warn ground control.
------
ATC: Pan Am 1, descend to 3,000 ft on QNH 1019.
Pan AM 1: Could you give that to me in inches?
ATC: Pan Am 1, descend to 36,000 inches on QNH 1019
------
Cessna 152: "Flight Level Three Thousand, Seven Hundred"
Controller: "Roger, contact Houston Space Center"
-------
BB: "Barnburner 123, Request 8300 feet."
Bay Approach: "Barnburner 123, say reason for requested altitude."
BB: "Because the last 2 times I've been at 8500, I've nearly been run over by some bozo at 8500 feet going the wrong way!"
Bay: "That's a good reason. 8300 approved."
-------
Tower (in Stuttgart): "Lufthansa 5680, reduce to 170 knots."
Pilot: "This is here like Frankfurt. There is also only 210 and 170 knots...But we are flexible."
Tower: "We too. Reduce to 173 knots."
-------
Pilot Trainee: "Tower, please speak slowly, I am a baby in English and lonely in the cockpit"
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Talandi um svartsýni
24.10.2007 | 23:49
