Færsluflokkur: Bloggar

Frábærir tónleikar í Höllinni

 Í gærkvöldi fórum við fjölskyldan á tónleika í Höllina að sjá Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt hljómsveitinni Dúndurfréttir flytja verkið The Wall eftir Roger Waters og félga í Pink Floyd.   Þetta voru frábærir tónleikar og hin mesta skemmtun.  Ég ætla mér ekki að setjast í neitt dómarasæti enda skemmti ég mér vel. Þó verð ég að skrifa smá.  Wink Einar Þór Jóhannsson er snillingur á gítarinn og spilaði nánast eins og David Gilmour væri staddur á sviðinu. Svei mér þá, ég held að hann hafi náð treganum í gítarnum sem Gilmour var frægur fyrir.  Matthías Matthíasson og Pétur Örn Guðmundsson frábærir í söngnum.     Hörku  band.

Ég hef nú ekki farið oft á tónleika með Sinfóníunni en það er gaman að sjá Bernharð Wilkinson stjórna í svona léttu verki. Hann lifir sig vel inn í þetta.    Verst hvað allir hljóðfæraleikarnir eru alvörugefnir, það sást ekki neinn hreyfa sig í takt við tónlistina.  Smile En þau hafa vonandi haft gaman eins og ég gerði.   Smá óhljóð 2x í hljóðkerfinu. Ég hefði viljað heyra meira af óvæntri útgáfu af verkinu og klassísku hljóðfærin hefðu mátt koma sterkari inn.    Skólakór Kársness var frábær.

En fyrir rokkunnandann var þetta geggjað.  Krökkunum mínum fannst þetta skemmtilegt og þetta kom þeim virkilega á óvart. Smile

Sem sagt flottir rokktónleikar. Takk Takk.

 


Um farflug gæsa

Ég hef lengi haft áhuga á fuglum og öllu er viðkemur þeim sem og öðrum dýrum þó ég sé stundum hálf fúll út í köttinn eða þannig. Whistling  Smile    En hvað um það.  Ég var ekki byrjaður að blogga í vor þegar farfuglarnir voru að streyma til landsins en þá hefði þessi pæling passað betur við en núna.

Ég hef oft sagt að við sem búum á höfuðborgarsvæðinu þekkjum ekki þá tilfinningu sem landsbyggðarfólkið þekkir þegar farfuglarnir eru að koma til landsins á vorin. Þar er eins og allt vakni til lífsins.  Oft hef ég ekið austur fyrir fjall til að upplifa þessa tilfinningu á vorin en sleppti því að vísu í vor.  Það kemur annað vor.  Þegar ég var yngri þá fannst mér líka alltaf mikill söknuður á haustin þegar fuglarnir voru að yfirgefa landið. Það var eins og landið sofnaði hægt og rólega.

En af hverju leggjast fuglar í farflug? 

Oft hef ég velt því fyrir mér afhverju fuglar leggi í langt farflug á hverju vori norður á bóginn.  Auðvitað vitum við að þessir fuglar sem koma að vori og fara að hausti, gætu ekki lifað af veturinn hér á landi en fuglar ferðast víðar um heiminn án þess að þurfa að flýja kulda.  Fyrir nokkrum árum las ég grein um farflug fugla (gæsa) í Bandaríkjunum.  Þar kom fram að fuglarnir ferðuðust nánast stanslaust dag og nótt þangað til að þeir náðu á áfangastað. Á meðan á ferðinni stóð þá borðuðu þeir jafnvel yfir hánóttina þó aldimmt væri. 

En hvað ætli valdi því að fuglar, jafnt stórir sem litlir, fljúgi langar leiðir til varpstöðva? Til dæmis frá Evrópu til Íslands á hverju ári?  Margæsin fer enn lengra.   http://www.wwt.org.uk/supergoose/Maps.asp

Af hverju halda þessir fuglar sig ekki bara til á vetrarstöðvunum allt árið um kring? Woundering Gæsin gæti dvalið  á Bretlandseyjum allan ársins hring í stað þess að eyða orkunni í langt og áhættusamt flug?  Tala nú ekki um litlu fuglanna sem verða að fljúga í einum áfanga yfir hafið.

Er möguleiki að þessar fuglategundir hafi í upphafi (fyrir langa löngu) flogið norður í fæðuleit þegar þrengja tók að þeim suður frá?

Við vitum að ungir fuglar fylgja foreldrum sínum suður á bóginn á hverju hausti og svo aftur til baka næsta vor. Kannski má segja að þar sé skýringin komin. En samt ekki alveg.

Ég held að hin skýringin sé að fuglar vilji færa sig norðar eftir því sem birtan færist norðar. (Kannski vissu allir þetta nema ég). Smile Fuglinn er öruggari að koma upp ungum í birtu en í myrkri.  Það er bjart allan sólarhringinn norðan við heimskautabaug yfir sumartímann.  Krían er t.d. alltaf stödd þar sem sumarið er og eltir sumarið árið um kring.  Um leið og Spóinn er búin að koma upp ungunum sínum þá er nánast blásið til brottfarar suður á bóginn jafnvel þótt mikið sé eftir af sumrinu hér á landi.   

Oft þegar fuglar eru að leggja í hafið þá hefur það komið fyrir að þeir komi til baka og fresta brottför ef vindátt er ekki hagstæð.    Ég hitti mann frá Skotlandi í fyrra sem sagði mér að fuglinn ætti það til á vorin að fara í prufuflug út frá Skosku eyjunum áður en hann legði af stað norður á bóginn.  Gæsir frá Íslandi dvelja oft við Loch Ness vatnið í Skotlandi yfir vetrartímann.  http://www.lochness.co.uk/livecam/

Einnig hef ég heyrt að fuglapör komi á undan geldfuglum og ungfuglum hingað til lands?  Ætli geldfuglinn nenni af stað strax? Svo er ungfuglinn er trúlega á fullu að para sig á vetrarstöðvunum áður en hann leggur af stað yfir hafið.  Þetta kemur sér að vísu vel fyrir pöruðu fuglanna og kemur einnig í veg fyrir samkeppni um þá litlu fæðu sem er í boði svona snemma á vorin á sumarstöðvunum. 

Því held ég að fuglinn velji að verpa og ala unga sína í sem mestri birtu og hægt er og hana er að fá hér norður frá. Smile

Tek fram að þetta eru bara mínar vangaveltur og gaman að spá í þetta. Whistling


Góður undirbúningur

Þarna er í fyrsta sinn verið að samhæfa mjög marga ólíka aðila í öllu landinu og verður spennandi að fylgjast með hvernig æfingin mun takast.
mbl.is Skrifborðsæfing vegna hugsanlegs inflúensufaraldurs fyrirhuguð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært Jóhanna

Þetta kallar maður að láta verkin tala en ekki tala bara um verkin og gera ekkert nema að tala.   Áfram Jóhanna.
mbl.is Teymi stofnuð til að vinna á biðlistum eftir greiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að mönnum?

Þetta finnst mér ansi lélegt.   Hvað er að mönnum?   


mbl.is HK fánarnir skornir niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ef...

Ætli þeir hefðu komist að annarri niðurstöðu ef þeir hefðu skoðað 250.000 norskar konur í stað karla?  Það er alltaf miðað við elstu eða yngstu. Hvað með þau sem eru í miðjunni?
mbl.is Elsta systkinið gáfaðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott síða Stefán Jón Hafstein

Tek undir með Lindu Ósk.  Flott síða hjá Stefáni Jóni

http://www.stefanjon.is/


Sæhestur

Þarna er kannski komin ein hugmynd í ferðabransann?  Ef ekki verður hægt að sanna hvaðan hann kom þá ætti þessi hestur að fá vottun sem sæhestur. Smile

En eins og einhver sagði forðum: Það var ekki hægt að þekkja hestinn fyrir sama mann, þegar ljóst var að hesturinn yrði lengi að jafna sig. Smile


mbl.is „Sæhestur" nam land í Straumfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólabrettabraut í Fossvogsdal

Framhaldsaga af hjólabrettabrautinni.   Eins og ég sagði frá hér fyrir nokkrum dögum, þá skrifaði strákurinn minn bæjarstjóranum í Kópavogi bréf uppá sitt einsdæmi og bað um eitt stykki braut fyrir hjólabretti í hverfið þar sem við búum.  Smile 

Jæja viti menn. Þegar ég, ásamt börnunum mínum vorum að koma heim í gærkvöld, þá tekur dóttir mín eftir því að það er komin þessi glæsilega braut rétt við Fossvogsskóla niðri í Fossvogsdalnum. Litli kappinn var snöggur í brettabúnaðinn og hlífar og var rokinn af stað niður í dal áður en ég vissi af. Grin

Ég hugsaði: Helv... voru þeir snöggir hjá Kópavogsbæ að svara bón stráksa.  "Sko, hvað sagði ég" Happy  En dóttir mín var nú fljót að átta sig á því að þessi braut væri alls ekki í Kópavogi heldur í Reykjavík.   Jæja, hugsaði ég, Cool Björn Ingi og Vilhjálmur borgarstjóri hafa örugglega lesið bloggið mitt og brugðist skjótt við eða þannig.  SmileGetLost 

Ég þykist vita að það tekur auðvitað sinn tíma fyrir bæjaryfirvöld að fara í gegnum umsóknir og samþykktarferli fyrir svona leiksvæði og Kópavogsbær þarf sinn tíma í það. En þeir gætu nú samt svarað stráknum að málið væri í skoðun.

En hvað um það. Nú röltir hann bara yfir í næsta bæjarfélag til að renna sér í brautinni. Flott að að skreppa yfir Dalinn til að renna sér þarna hjá Villa og co. Smile Þessi braut (Rampur) er rosalega flott.  Hugað að öllum öryggisatriðum.

Flott framtak.

 


Að vera á móti en samt sammála

Það er hálf undarleg afstaða hjá Samfylkingunni að sitja hjá þegar Ragnar Bjarnason söngvar var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur. 

Ég spyr: Er núna allt í einu hægt að vera sammála öllu með því að sitja hjá?

Eða er hægt að vera á móti með því að sitja hjá?

Er hægt að vera alveg sama um allt með því að sitja hjá?

Gat Samfylkingin ekki bara samþykkt Ragnar sem borgarlistamann, þennan flotta listamann sem hefur staðist alla tísku tónlistar og síðan mótmælt vinnubrögðum meirihlutans?  Frekar velja þeir að að reyna að túlka hjásetu sem samþykkt.


mbl.is Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband