Endurskinsmerkin

Hvar eru glitmerkin? Endurskinsmerkin!    

Ég hef undanfarið hamrað á krökkunum mínum að nota endurskinsmerkin.   Þetta hefst allt með nöldrinu.   Smile

Því miður er alltof mikið um að krakkar noti ekki merkin. Woundering  Ég hef ekið fram á krakka sem sjást mjög illa.  Það bætir ekki úr skák að það virðist vera í tísku að klæðast dökkum fötum. Ninja   

Ef krakki er án endurskins þá sér ökumaður hann ekki fyrr en hann er komin í ca.  25 metra fjarlægð. (Kannski sést hann alltof seint) 

En ef krakkinn notar endurskinsmerki þá sést hann mun fyrr eða í ca. 125 metra fjarlægð.  Svo munar miklu að hafa merkið neðarlega t.d. á ökklanum.  

En því miður eru þessi merki alltof dýr. Ég er á þeirri skoðun að þau eigi að vera ókeypis fyrir alla.  Tryggingafélög ættu að gefa öllum sínum viðskiptavinum merki.       ´

Gerum merkin kúl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

sum merki eru kúl. en þau kosta.

bankarnir hafa oft gefið merki. tryggingafélög og svoleiðis. samt ekkert sérstaklega kúl. en það er kúlara að vera hress en á sjúkrahúsi samt.

arnar valgeirsson, 14.11.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

svo er svo merkilegt að fullorðna fólkið sést ekki síður ílla ef það er ekki með endurskinsmerki á sér...........þannig að ungir sem aldnir.... upp með endurskinið

Fanney Björg Karlsdóttir, 15.11.2007 kl. 09:15

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já það kemur sér STUNDUM vel að nöldra. 

Enda segjast krakkarnir mínir ekki nenna að hlusta á nöldrið í mér lengur   og setja upp merkið með bros á vör.   

Marinó Már Marinósson, 15.11.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband