Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Ekki gott ef býflugum fækkar

Engin ein orsök hefur fundist fyrir mikilli fækkun býflugna sem hefur orðið vart víða um heim. Í Bandaríkjunum hefur býflugum til að mynda fækkað um þriðjung á hverju ári síðustu þrjú ár, sem veldur áhyggjum af uppskeru sem veltur á því að flugurnar beri frjókorn á milli plantna. (mbl).

 

 Þetta eru ekki góðar fréttir.  Ég hef verið einn af þeim sem vilja kenna GSM símum um þetta.   Bylgjur frá þeim trufla flugurnar og þær rata ekki til baka í búin sín.   En þetta eru getgátur eins og hvað annað.  

Ef býflugur hverfa þá deyja blómin sem þurfa á þeim að halda til að fjölga sér.  Ekki gott mál.  


mbl.is Hafa áhyggjur af fækkun býflugna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með allt sitt á hreinu

Gaman af þessu enda er þessi snaggaralegi fugl mjög skemmtilegur.

Hef horft á sama parið mæta á svæðið í Fossvoginum ár eftir ár og sé að flugsvæðið hjá karlfuglinum er svipað ár eftir ár. Nánast sami flughringurinn floginn aftur og aftur.    Smile

 

 


mbl.is Hrossagaukurinn flaggar til að sýna ást sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er í lagi að þiggja fé?

Jóhönna Sigurðardóttir segir að það sé óþægilegt fyrir Samfylkinguna að hafa tekið á móti háum styrkjum til flokksins. En sagði það þó ekkert óþægilegra fyrir Samfylkinguna en aðra flokka.

En hvað ef þessir peningar hafa komið frá fyrirtækjum sem voru kannski blóðmjólkuð af eigendum sínum fyrir hrun og hafa jafnvel skilið fyrirtækin eftir í sárum?

Er í lagi að þiggja pening úr hendi þjófs og segja að það sé í lagi, svo lengi sem maður stelur þeim ekki sjálfur?


mbl.is Óþægilegt fyrir Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband