Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Sendur úr landi eftir sex ár

Ég er ekki alveg að fatta þetta en Mark Cumara, 23 ára Þorlákshafnarbúi, hefur verið úrskurðaður af landi brott um miðjan september vegna þess að hann hefur ekki sótt um landvistarleyfi. Móðir hans og uppeldisfaðir eru bæði íslenskir ríkisborgarar og hafa búið á Íslandi síðasta áratug. Systir hans, amma hans og afi á Íslandi eru líka íslenskir ríkisborgarar. Sjálfur hefur hann búið í Þorlákshöfn hjá foreldrum sínum í fimm ár.  

Hann kemur hingað til lands þegar hann var 17 ára en foreldrar hans hafa búið hér í 10 ár og eru íslenskir ríkisborgarar.  Ennfremur eru afi og amma líka íslenskir ríkisborgarar. Hann eða foreldrar hans hafa greinilega ekki gætt sín á að sækja um tilskilin leyfi og nú á að vísa honum úr landi. Sjálfsagt bera foreldrar ábyrgð á því að börn hafi dvalarleyfi þar til þau eru lögráða og eftir það beri þau ábyrgðina sjálf en þarna er orðinn svo langur tími liðinn frá því að hann kom til landsins. Sjálfsagt er þetta athugunarleysi eða trassaskapur í fjölskyldunni.   Það hlýtur að vera hægt að leysa þetta mál með smá vilja?    Þetta er nú bara mín skoðun.   


mbl.is Kom 17 ára – sendur úr landi 23 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varð að blogga um þetta

Þetta er með því betra sem ég hef lesið lengi.  Oft hefur verið talað um að það geti verið betra að vera kvenmaður þegar kemur að bílum;  hvort sem það er að heimsækja bílaverkstæði, skipta um dekk eða fara með bílinn í skoðun.  Whistling  

Þarna virtist virka að líkja eftir karlmannsrödd til að lokka viðgerðarmanninn í heimsókn en Carol þessi Sinclair var búin að hringja 20 sinnum eftir tölvuviðgerðarmanni án árangurs með sinni eigin rödd.  Ég ætla ekkert að réttlæta eftirmálin hjá henni þar sem hún hélt aumingja manninum í gíslingu þar til að hann kláraði að koma nettengingunni í lag.   Grin  Jæja, nú er ég hættur.  


mbl.is Hélt tölvuviðgerðarmanni í gíslingu til að geta tengst netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband