Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Snjall dómari?
30.6.2008 | 22:59
Hvað ef nemandinn hefði skrifað önnur tvö orð? Mér finnst þessi dómari klókur, enda gott að einblína ekki of á það neikvæða. Um að gera að draga fram það jákvæða í öllum.
En stráksi klaufi að gleyma punktinum, úr því að hann vandaði sig svona mikið að setja tvö orð á blað.
Skildi hann hafa setið allan tímann inni í stofunni á meðan aðrir voru að klára sínar ritgerðir? neeeee
Fékk einkunn fyrir tveggja blótsyrða ritgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að rekja slóð eða fela
20.6.2008 | 11:21
Ja hérna. Það væri nú eftir öðru. Slóðameistarar á ferð. Nú væri gott að hafa Crocodile Dundie með í för.
Hérna er myndband sem náðist af ísbirninum í gær, þar sem hann var að fela förin eftir sig við Hveravelli, þegar hann frétti að verið væri að leita af sér.
Leit að hálendisbirni heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru fleiri dýr á lífi?
17.6.2008 | 23:24
Nú er spurningin hvort ekki fleiri dýr einhversstaðar á vappi þarna fyrir norðan?
Leitt hvernig þetta fór í dag og eitthvað hefur þetta kostað. En ég segi bara: Eins gott að ekki varð stórslys áður en dýrið fannst. En hvernig komu dýrin til landsins og hve lengi ætli þau séu búin að vera hér á landi? Hvenær var ísinn síðast hér við land?
Hvað ætli Árni Finns og félagar segi við þessu núna?
Ísbjörninn að Hrauni dauður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig er heyið verkað?
13.6.2008 | 13:55
Var að horfa á og lesa fréttina um bændur í Eyjafirði sem hafa tekið upp nýstárlegar, en jafnframt gamaldags, aðferðir við að verka hey. (Hefði alltaf átt að gerast bóndi því ég hef svo gaman af öllu þessu tengt).
Annað hvort er ég svona utan við mig varðandi þessa frétt eða það hefur gleymst að taka fram tilganginn með fréttinni; ég sá aldrei nákvæmlega hver breytingin var í fréttinni varðandi verkunina?
Jú... þeir saxa heyið og keyra því í hauga en hvernig geyma þeir það ef rúlluplastið heyrir brátt sögunni til? Vissulega frábært að menn leiti leiða til að gera reksturinn hagkvæmari.
Nýjungagjarnir bændur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eitt mesta klúður
12.6.2008 | 23:15
Ég veit ekki hvað menn voru að hugsa þegar fjölbýlishúsinu við Lundarbraut 1 var troðið niður þar sem það sendur í dag?
Það má kannski líka spyrja sig hvað Vegagerðarmenn voru að spá í þegar þeir færðu Nýbýlaveginn norðar en hann var áður og þar að leiðandi ofan í íbúðahverfið? En kannski er þetta eins og með eggið og hænuna. Hvort kom á undan? Vegagerðin eða byggingaverktakarnir?
Svo finnst mér eins og að Nýbýlavegurinn hafi verið hækkaður upp óþarflega mikið, miðað við gamla veginn. Virkar eins og byggðin norðan megin við Nýbýlaveginn sé ofan í lægð eftir þessar framkvæmdir.
Til að komast af Nýbýlaveginnum inná Kringlumýrarbrautina, á móts við Skeljabraut, þarf núna að aka yfir malbikaðan hól sem þarna er kominn og þar að leiðandi niður brekku til að halda áfram í vesturbæ Kópavogs, en kannski eiga þeir eftir að breyta þessu!
En fyrirtækin sem eru sunnan við Nýbýlaveginn mega una glöð við sitt. Mér sýnist að nú séu allt í einu komin stór bílastæði þar.
En hvað um það, mér finnst þetta eitt stórt klúður eins og þetta lítur út í dag. Vonandi læra bæjaryfirvöld af þessum mistökum og láti ekki framkvæmdaaðila valtra yfir allt og alla, bara af því að þeir eru að byggja upp hverfin.
Kópavogur bregst við óánægju íbúa við Lundarbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stærsti þjóðgarður Evrópu stofnaður
7.6.2008 | 16:34
Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs styrkir byggð allt í kringum þjóðgarðinn...." segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra þegar stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar fór fram við formlega athöfn í Skaftafelli í dag. Gott mál, en ég spyr: er landið allt umhverfis þjóðgarðinn?
Á svo að láta landann og aðra ferðamenn vaða yfir þjóðgarðinn á skítugum skónum?
Ég sé reyndar ekki alveg hvað þessi þjóðgarður gerir mikið gagn? Það er búið að virkja fyrir austan og byggðin sunnan jökla breytist ekkert úr þessu.
Er þá ekki næsta skref að gera Ísland að einum stórum þjóðgarði og fá svo undanþágu til að búa hér?
Stór áfangi í náttúruvernd" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frábært hjá Jóhönnu Sigurðar
7.6.2008 | 14:33
Mér finnst hún bera af ef ég á að gefa ráðherrum prik. Hún er sú eina sem virkilega hefur brugðist við ef einhver hópur hefur þurft virkilega á hjálp að halda. Lætur verkin tala. Vonandi geta þolendur skjálftasvæðanna nýtt sér þessar reglur.
Aðstoð við þolendur náttúruhamfara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fossvogstúnin slegin og mófuglum fækkar!
7.6.2008 | 12:58
Nú er ég fúll. Í morgun voru túnin í Fossvogsdalnum slegin. Þar hafa trúlega starfsmenn Kópavogsbæjar verið líklega að framfylgja skipunum um að halda bænum "hreinum". Þar með hafa þeir líklega mokað upp þeim fáu ungum sem voru komnir á legg, á svæðinu. Ég þykist vita að grasið verði ekki notað sem fóður, þar sem það var slegið í helli rigningu og mokað upp í kerru jafnóðum.
Sama gerðist í fyrra og eftir að þeir höfðu slegið túnin sást varla mófugl í dalnum það sem eftir var af sumri.
Hræddur er ég um að sama hafi gerst núna!
Af hverju þarf endilega að slá grasið svona snemma?
Má ekki bíða fram í júlí, svona til að vera viss um að ungarnir séu flognir úr hreiðrum?
Hvað ef?
4.6.2008 | 11:37
Það er alltaf gott að vera gáfaður eftir á. En það er líka gott að vera skynsamur. Hvað ef þeir hefðu misst sjónar af bangsa?
Ekki veit ég hvað þokan var mikil þar sem ísbjörnin var en ég hefði ekki viljað mæta honum ef ég hefði verið þarna í fjallgöngu. Það er sko á hreinu.
Kannski hefði mátt doka smá og meta hvort skynsamlegast væri að reyna að svæfa hann með agni eða byssu. Alltaf sorglegt að þurfa að drepa dýr sem eru í útrýmingarhættu.
En ég skil þessa menn sem felldu dýrið í gær. Var ekki hálfur bærinn mættur á svæðið til að horfa á? Það segir mér svo hugur að ísbjörninn hafi verið langsoltinn, nema það hafi drepið hesta þarna í nágrenninu? Það mun koma í ljós við krufningu.
Mér skilst að fólk hafi verið búið að vera á þessum slóðum við að veiða silung í vatni ekki langt frá þeim stað þar sem dýrið var drepið í gær.
En það er gott til þess að vita að nú sé ljóst að dýraverndunarsamtök séu tilbúin að kosta til nokkrum milljónum til að flytja Ísbjörn til norður Grænlands eða Svalbarða ef svona gerist aftur. Sem er bara fínt. En þá verða að vera til græjur til að svæfa dýrin um leið og vart verður við þau.
En ég hefði ekki tekið sjensinn á að láta dýrið fara úr augsýn ef ég hefði stjórnað aðgerðum. Þeir voru ekki með nein deyfilyf á staðnum og því ekki margt í stöðunni. Ef svona dýr gengur á land hér á landi þá má og á að skjóta hann en ef það er á ís við landið þá er það friðað. Ísbirnir hafa alltaf verið álitnir hættulegir mönnum og það hefur ekkert breyst. Íslendingar kunna ekki að umgangast þessi dýr og því eru þau hættuleg okkur.
Harma ísbjarnardrápið" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 5.6.2008 kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Slapp í gegnum síu Moggans
3.6.2008 | 13:27
Ég er ekki viss um að nýji ritstjórinn á Morgunblaðinu hafi verið mjög kátur í dag þegar hann uppgötvaði að umrædd mynd hafi ratað á útsíðu Moggans í dag. Blaðinu barst nefnilega mynd Þar sem kría sat á kollinum á álft einni. Ég hafði meira segja aldrei séð svona áður. Kannski var þetta fyrsta ákvörðun ritstjórans unga varðandi mynd á forsíðu blaðsins?
Plastálftir vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |