Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Enn um snillinga í umferðinni
12.1.2008 | 23:15
Þegar ég var að fara í vinnuna á föstudagsmorguninn þá ók einn voða góður bílstjóri fram úr mér á Nýbýlaveginum og gerði það með stæl. Tróð sér inn í röðina með frekju. Ég sá hann svo taka Hafnafjarðarveginn í stjórasvigi á fullri ferð. Hann fór lengst til vinstri og sveigði svo síðan alveg til hægri sitt og hvað á milli bíla til að komast sem fyrst. Sá að hann skellti sér síðan upp brekkuna í áttina að Bústaðaveginum. En þegar ég kom upp í brekkuna þá beið greyið þar ennþá á rauðu ljósi.
Mér varð hugsað til þekktrar persónu hér í bæ sem var mikill bílaáhugamaður.
Hann átti að hafa sagt að það skipti sig engu hvort hann legði af stað í vinnuna klukkan tíu mínútur í átta eða tíu yfir átta. Hann væri alltaf komin í vinnuna klukkan átta. Þess bera að geta að þessi maður átti bara BMW bíla að dýrari gerðinni. Í þá daga var að vísu annað viðhorf til hraðaksturs en nú er og minni umferð.
Þetta eru snillingar.
Jóla.... hvað?
12.1.2008 | 22:51
Sit hér við tölvuna eftir gott spjall við góðan vin í kvöld. Er að spá í "Jóla-afvötnun" eða fráhvarfseinkenni, tja.... ég meina hvort ég eigi að klára að taka niður jóladótið eða leyfa því að vera uppi svona fram að þorranum.
Eða bara taka eina og eina kúlu niður af og til. Þá verður verður tiltektin minna áberandi. Kemur allt í ljós á morgun. Ekki það, að tiltektin hafi þvælst mikið fyrir mér.
Annars hef ég verið voðalega duglegur að fara í ræktina að undanförnu með dóttur minni. Frábært að geta farið saman. Hún gefur mér sko ekkert eftir. Erfiðast var að byrja, en núna er þetta bara gaman.
Er það nú
11.1.2008 | 16:58
Vilja aukaakrein meðfram Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsetaframboð
5.1.2008 | 01:33
Ég er að hugsa um að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands.
Ég heyrði í sjónvarpinu í kvöld að það þyrfti að endurskoða lögin til að koma í veg fyrir að ákveðnir menn í þjóðfélaginu geti boðið sig fram til embættis forseta Íslands.
Hvað er fólki? Á nú allt í einu að búa til reglur sem koma í veg fyrir að hver sem er geti boðið sig fram! Ekki það að ég myndi aldrei kjósa Ástþór. Er þá bara ekki best að banna öðrum að bjóða sig fram ef sitjandi forseti vill halda áfram?
Ekkert að því að endurskoða lögin um framboðsmálin. Ekki bara allt í einu núna af því að Ástþór ætlar að bjóða sig fram. Það hafa áður komið fram kandídatar sem ætluðu að velta úr stalli kjörnum forseta sem kaus að bjóða sig fram aftur.
Við hvað eru menn hræddir. Er bara ekki fínt að fá úr því skorið hvað þorri manna vill, þegar endurnýja þarf persónu í embættið.
Mér finnst að það eigi að breyta svona lögum á miðju tímabili svo það halli ekki á neinn.
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.1.2008 kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)