Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Let it Be

Beatles x2   Þetta er nú bara fyndið.   Af hverju ættu þeir að fara núna?   Ísraelsk ungmenni hafa trúlega alla tíð hlustað á lög Bítlanna.  Líka þeir sem eru við stjórnvölin í dag.  Gamlir brottfluttir hippar. Smile  


mbl.is Bannfærðum Bítlum boðið til Ísraels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nota trefil í kuldanum

Jæja þá er bara að dúða sig betur.    Drekka kakó og brosa út í annað.
mbl.is Kuldatíð framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að sækja að fuglalífinu?

Ég hef alltaf talið það mikinn plús að Vatnsmýrin skuli vera í miðri Reykjavík enda griðastaður fugla af Tjörninni.   Það þarf að hugsa vel um hvort gáfulegt sé að byggja þarna.  Þéttari byggð gæti skaðað fuglalífið.  Kannski finnst stjórnmálamönnum ekkert varið í fuglalíf þarna.  Whistling   Sumir fuglar sem halda til við Tjörnina þurfa margir hverjir hreiðurstæði í Vatnsmýrinni.   Best væri að gera svæðið sérstaklega umhverfisvænt ef á að byggja þarna. Wink
mbl.is Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alfreð hættir með landsliðið - því miður

Það gekk ekki vel hjá okkar mönnum í handboltanum á EM í Noregi í dag.   Verst þótti mér að heyra að Alfreð Gísla skyldi tilkynna að hann væri hættur sem þjálfari landsliðsins.   Hann er einn besti þjálfari sem við höfum haft lengi lengi að mínu mati og ég hefði viljað sjá hann áfram sem þjálfara liðsins fram yfir keppnina um sæti á ólympíuleikanna í Kína.

En það kemur svo sem ekki á óvart að hann hafi ákveðið að hætta með liðið enda vinsæll í Þýskalandi.  Vonandi fáum við góðan eftirmann og hann hafi reynslu að stjórna stórliðum og um leið að byggja upp gott lið frá byrjun.


Kastljós eins og besta skemmtun í kvöld

Eftir að hafa horft á strákanna sigra í handboltanum í kvöld þá sit ég hér fyrir framan sjónvarpið og horfi á flottan Kastljósþátt sem er sjónvarpað að þessu sinni frá Vestmannaeyjum í tilefni þess að 35 ár var frá því að gos hófst þar.  Vestamannaeyingar eru sko hressir og skemmtilegir.  Smile

Ég man mjög vel eftir því þegar gosið hófst þennan þriðjudagsmorgun 1973.  Það var skrítin tilfinning að vera vakin upp með þessum fréttum. Frown  Það var lítið gert annað í skólanum á Reyðarfirði þennan morgun en að tala um gosið og fólkið sem þurfti að flýja eyjuna.

 Smá hlekkur á sögu gossins:

http://www.eyjar.is/eyjar/gos1973.html


Gegn mansali

Sé að Félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað sérstakan starfshóp sem á að koma með tillögur að heildstæðri áætlun gegn mansali á Íslandi.   Flott hjá honum.

Í nefndinni er valin maður í hverju rúmi, t.d. vinnufélagi minn hún, Paola Cardenas, sem var tilnefnd af Rauða krossi Íslands.  Hún og Guðrún Arnardóttir bæjarfulltrúi, sem er formaður hópsins, munu eflaust leggja fram góðar tillögur ef ég þekki þær rétt af störfum þeirra.


mbl.is Aðgerðir gegn mansali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreyfa sig meira

Allt er nú hægt. LoL  Eða.... er ekki allt gott í hófi?  Whistling  Það er í lagi að leika smá við börnin.    Police


mbl.is Tilfellum Wii heilkennis fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta tilviljun eða hvað?

Það gekk greinilega mikið á í gær.  FootinMouth

Meirihlutinn sprakk í borgarstjórn Reykjavíkur. Undecided   Bobby F. jarðaður í kirkjugarði nokkrum án þessi að staðarpresturinn vissi  af.   Halo     Svona er þetta. 


mbl.is Versti dagur ársins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá fróðleikur um fugla

Það virðast allir vera að skrifa um sirkusinn í stjórnmálum þessa daganna. Pinch

Þá er bara að skrifa um eitthvað annað eins og t.d. fugla.  Whistling

Ég hef alltaf haft gaman að fuglum.  

Ef þið hafið áhuga að sjá hvar Starrinn á náttstað hér á höfuðborgarsvæðinu þá get ég sagt ykkur hvar hann heldur til þegar fer að skyggja.     Best er að fara niður í Fossvogsdalinn fyrir neðan Landspítala háskólasjúkrahús. Það er hægt að aka af Bústaðaveginum niður Eyrarland og til vinstri inn Fossvogsveg og leggja bílnum fyrir ofan skógræktina þar.   

Best er að vera komin fyrir ljósaskiptin og til að sjá þegar fuglinn kemur í flokkum inn á svæðið.  Mjög gaman að sjá þetta.  Einnig gaman að hlusta á fuglinn þarna seint á kvöldin.

Bendi hér á skemmtilega heimasíðu. Félag fuglaáhugamanna Hornafirði. http://www.fuglar.is/

Þar er hægt að lesa um far- eða flækingsfugla sem sést hafa hér á landi í vetur.

Þess má geta að heiðlóa hefur sést undanfarið í Sandgerði og á milli 50-60 grágæsir hafa sést við Höfn í Hornafirði svo eitthvað sé nefnt.


Ég segi líka: Hvað dettur þeim í hug næst

Sjaldan hef ég heyrt aðra eins vitleysu.  Þó svo að Fischer hafi verið einn mesti skáksnillingur sem upp hefur verið, þá er ég nokkurn veginn viss um að honum hefði aldrei langað að búa hér ef allt hefði verið með feldu.

Íslendingar mega vera stoltir af því að hafa boðið Bobby Fischer að gerast íslendingur og það má líka þakka Davíð Oddssyni að það skyldi gerast, þegar allt var komið í hnút á sínum tíma.  Það var mikil mannúð að hjálpa blessuðum fársjúkum manninum að losna úr fangelsinu í Japan.   Ég var alla veganna stoltur af því. 

Ég man að þegar Bobby var að koma til landsins þá spurði ég sjálfan mig; En hvað með alla hina sem eru í svipaðri stöðu? Á bara að hjálpa þeim sem eru frægir og láta hina eiga sig.  

En hvað um það.

Það á að jarða manninn með látlausri en virðulegri athöfn og leyfa manninum að verða að ósk sinni að hafa þetta einfalt.  Þannig var Bobby Fischer.  

Verum stolt að því að bjóða landflótta fólki ný tækifæri hér á landi eins og t.d. Bobby og látum þar við sitja. 


mbl.is Ekki rætt um að fleiri verði jarðsettir á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband