Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Árangur

Vissuð þið að það er sterk fylgni milli árangurs og vinnubragða.

Yndislegur morgun

Fór með bílinn í viðgerð í morgun og gekk í vinnuna.  Loksins fann maður að sumarið er komið.  Helgin var að vísu mjög fín, sól og fallegt en samt var frekar kalt í lofti.  En í morgun var lofthitinn greinilega hlýrri.  Vonandi fáum við fleiri svona morgna í sumarSmile

Sauðburður og tófan

Sá áðan í fréttum að tófa hefur lagst á nýfædd lömb.  Þar var sagt að nú þegar sé búið að skjóta 8 tófur á svæðinu en drápin á lömbum stoppa ekki.  Það er því greinilegt hér er dýrbítur á ferð sem veldur þessum óskunda.  Sært eða gamalt dýr.

Þegar ég var yngri

Það er annars alveg merkilegt hvað þarf oft að segja krökkum hvað sé hægt að gera sér til dundurs nú til dags án þess að það kosti peninga.  Oft kemur fyrir að þegar stákurinn minn nennir ekki að fara út með vinum sínum þá ber hann því við að það sé ekkert hægt að gera úti.  Jú, að vísu fer hann oft í  fótbolta og körfubolta, á hjól eða hlaupabretti. En ef þessi upptalning er ekki áhugaverð þá verður oft erfitt um vik.   Þegar ég var ungur (sem ég er enn) þá var alltaf eitthvað hægt að gera eða finna upp á einhverju nýju. (já já ég veit að sumir muna meira en ég). Smile Ég á kannski eftir rifja upp síðar hvað ég og vinir mínir gerðum heima á Reyðarfirði.   Sigurbjörn bróðir minn skemmtir sér og örðum ansi oft með frásögnum af mér þegar hann þarf að segja frá einhverju spaugilegu. Grin  Annars held ég að hann bæti ansi miklu við frásöguna.   En hvað um það.  Ef rigndi þá var oft farið út að stífla læki sem mynduðust á götum. Reynt að búa til stórar (Kárahnjúka) stíflur.  Eins var vinsælt að smíða trébíla með góðum fjöðrum og reynt að líkja eftir alvöru bílum og sjá hvað þeir þyldu mikinn halla. Bestu bílarnir þóttu þeir sem var hægt að sléttkeyra yfir holóttar götur með fullfermi. Ég man alltaf eftir því þegar Einar bróðir minn smíðaði fyrsta bílinn handa mér og kenndi mér að búa til fjaðrir undir hann.  Eftir þetta áttu allir vörubílar að vera eins og bílarnir í Árbæ eða GSM trukkarnir hjá KHB og ég tala nú ekki um Man trukkanna sem kaupfélagið átti.  Í dag er öllu reddað með því að fara út í búð og kaupa leikföngin.   Ég þekki vel þegar eitthvað æði grípur krakkanna og allir þurfa að eignast þetta og hitt. Þegar Hringadrottinssaga var sýnt. Þá þurftu allir að eignast sverðin eða boga eins og hetjurnar í myndinni notuðu. Sverðin í Hringadrottinssögu voru vinsæl og gott dæmi um þetta.  Auðvelt að redda. Bara farið í út í búð og keypt eitt stykki plastsverð. Þegar strákurinn minn vildi eignast eins sverð og Aragon var með í umræddri mynd þá var að sjálfsögðu skundað út í búð. En því miður var sverðið annaðhvort uppselt eða fékkst ekki. Ég varð því að drattaðist niður í kjallara og smíða eitt stykki sverð eftir nákvæmum lýsingum hjá kappanum unga og viti menn: Sverið þótti það flottast af öllum sverðum á svæðinu. Vafið með leðri og bandi og smíðað úr tré en ekki eitthvað plastdraslsverð. Grin Þannig að margt gott fólst í þessu.  Ég drattaðist til að gera eitthvað fyrir hann. Svo var þetta einfalt og ódýrt en um leið skemmtilegt fyrir krakkanna. (Mig líka)  Þess má geta að sverðið er ennþá til í dag og stráksi passar það eins og gull.  En ég er ekki viss um að hann hefði passað plastsverðið svona vel. (keypt úr búð)?

 


Lennon píanó

Píanóið hans Lennons er á  ferð og flugi um heiminn en trúlega engin fær að spila á það.

Jæja, nú á að prófa að blogga smávegis

Datt í hug að prófa að blogga eins og öll hin.  Sjá hvernig þetta virkar.  Kannski á ég eftir að skella inn myndum. Smile   En annars er þetta mest til að bulla og hafa gaman af.  Alltaf þegar sól skín þá verður allt svo skemmtilegt.

Flestir virðast hafa skoðun á öllu og ætli ég sé ekki eins.   Vera bara nokkuð sáttur við nýja ríkisstjórn. Hún er alla veganna ekki búin að gera neitt af sér ennþá he he.   Eða eigum við ekki að bíða og leyfa henni að láta verkin dæma hana?

Fór í útskriftarveislu hjá Möggu frænku minni í gær og það var gaman. Mikið hlegið og skrafað.

Sumarið leggst vel í mig.  Stefni að því að fara með strákinn á fótboltamót í sumar en hann er að blómstra í boltanum. Þetta hefðbundna ár eftir ár, fara austur, ganga í fjöllum á fullu, mála og bara gera ekki neitt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband