Þegar ég var yngri

Það er annars alveg merkilegt hvað þarf oft að segja krökkum hvað sé hægt að gera sér til dundurs nú til dags án þess að það kosti peninga.  Oft kemur fyrir að þegar stákurinn minn nennir ekki að fara út með vinum sínum þá ber hann því við að það sé ekkert hægt að gera úti.  Jú, að vísu fer hann oft í  fótbolta og körfubolta, á hjól eða hlaupabretti. En ef þessi upptalning er ekki áhugaverð þá verður oft erfitt um vik.   Þegar ég var ungur (sem ég er enn) þá var alltaf eitthvað hægt að gera eða finna upp á einhverju nýju. (já já ég veit að sumir muna meira en ég). Smile Ég á kannski eftir rifja upp síðar hvað ég og vinir mínir gerðum heima á Reyðarfirði.   Sigurbjörn bróðir minn skemmtir sér og örðum ansi oft með frásögnum af mér þegar hann þarf að segja frá einhverju spaugilegu. Grin  Annars held ég að hann bæti ansi miklu við frásöguna.   En hvað um það.  Ef rigndi þá var oft farið út að stífla læki sem mynduðust á götum. Reynt að búa til stórar (Kárahnjúka) stíflur.  Eins var vinsælt að smíða trébíla með góðum fjöðrum og reynt að líkja eftir alvöru bílum og sjá hvað þeir þyldu mikinn halla. Bestu bílarnir þóttu þeir sem var hægt að sléttkeyra yfir holóttar götur með fullfermi. Ég man alltaf eftir því þegar Einar bróðir minn smíðaði fyrsta bílinn handa mér og kenndi mér að búa til fjaðrir undir hann.  Eftir þetta áttu allir vörubílar að vera eins og bílarnir í Árbæ eða GSM trukkarnir hjá KHB og ég tala nú ekki um Man trukkanna sem kaupfélagið átti.  Í dag er öllu reddað með því að fara út í búð og kaupa leikföngin.   Ég þekki vel þegar eitthvað æði grípur krakkanna og allir þurfa að eignast þetta og hitt. Þegar Hringadrottinssaga var sýnt. Þá þurftu allir að eignast sverðin eða boga eins og hetjurnar í myndinni notuðu. Sverðin í Hringadrottinssögu voru vinsæl og gott dæmi um þetta.  Auðvelt að redda. Bara farið í út í búð og keypt eitt stykki plastsverð. Þegar strákurinn minn vildi eignast eins sverð og Aragon var með í umræddri mynd þá var að sjálfsögðu skundað út í búð. En því miður var sverðið annaðhvort uppselt eða fékkst ekki. Ég varð því að drattaðist niður í kjallara og smíða eitt stykki sverð eftir nákvæmum lýsingum hjá kappanum unga og viti menn: Sverið þótti það flottast af öllum sverðum á svæðinu. Vafið með leðri og bandi og smíðað úr tré en ekki eitthvað plastdraslsverð. Grin Þannig að margt gott fólst í þessu.  Ég drattaðist til að gera eitthvað fyrir hann. Svo var þetta einfalt og ódýrt en um leið skemmtilegt fyrir krakkanna. (Mig líka)  Þess má geta að sverðið er ennþá til í dag og stráksi passar það eins og gull.  En ég er ekki viss um að hann hefði passað plastsverðið svona vel. (keypt úr búð)?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband