Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Engir tónleikar
8.11.2007 | 21:22
Bara svo það sé á hreinu. Það verða ekki neinir tónleikar, hvorki nú né síðar af minni hálfu þó svo að ég hafi verið að monta mig af hljóðfærakaupunum.
Það vera í mesta lagi einkatónleikar fyrir sjálfan mig fyrir framan spegil. Tja... kannski fyrir köttinn en hann forðast mig þessa daganna ef ég tek upp gítarinn.
Nú á að læra að spila
5.11.2007 | 23:05
Jæja, nú á að taka á því. Já haldið ykkur fast.
Keypti mér eitt stykki Madólín, OZARK gerð, og fékk til mín í dag. Strax búin að læra eitt lag.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Spól og hraði
5.11.2007 | 22:54
Ég er búin að skrifa nokkru sinnum um umferðamenningu hér á blogginu. já já Mér var reyndar sagt um daginn að hætta þessu nöldri enda ekkert betri en hinir.
Jæja. Um daginn þegar snjóaði á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem ég og börnin búa er þessi fína brekka (sem liggur upp með blokkinni:) nei bara grín) Þessi brekka reynir oft á kunnáttu ökumanna. Alltaf þarf að vera hálka í henni ef snjóar eða frystir. Þegar snjóaði um daginn þá sat Einar Guðjón út í glugga og skemmti sér alveg konunglega yfir aðförum sumra ökumanna í brekkunni. Hann var viss um að einn gæinn sem var að rembast við brekkuna í ca. hálftíma, væri komin í 4 gír og örugglega á 100 km miðað við hraðamæli. Óhljóðin og lætin í bílnum voru rosaleg. Enda spurði Einar mig hvað myndi gerast ef bíllinn kæmist skyndilega inná autt svæði? Hvort hann tæki bara ekki stökk? Ég sagðist halda það eða þá að drifbúnaðurinn myndi brotna.
Hafi gæinn verið á nýjum sumardekkjum þá held ég að hann hafi klárað munstrið þarna í brekkunni. En þessu hafði Einar húmor fyrir og sagðist ekki geta beðið eftir næsta snjó.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tveir vinir að austan
4.11.2007 | 21:46
Hingað og ekki lengra
2.11.2007 | 01:24
Rakst á þessa boli á netinu.
Frankly my dear, I just dont give a damn.
Fyrir þá sem segja hingað og ekki lengra.
Yes Dear Fyrir JÁ mennina sem vilja halda friðinn.
Gullkorn
2.11.2007 | 01:05
- Leiknum verður sjónvarpað í sjónvarpinu.
- Einum leik er ekki alveg ólokið.
- Hann sprettur úr skónum.
- Skotið ríður af stað.
- Hann varð að fara af leikvelli í leikhléinu.
- Við erum stödd á leik FH og Hauka í Hafnarfirði og það eru Hafnfirðingar sem eru með boltann.
- Nú hafa Lakers loksins fengið nýjan nýliða.
- .... og áhorfendur rísa hér úr fætum.
- .... og áhorfendur baula á leikinn.
- Allir leikmenn liðsins eru á annan meter.
- KR-ingar eiga hornspyrnu á mjög hættulegum stað
- Hann missti boltann jafnóðum strax.
- Þeir skora bara í byrjun á fyrstu upphafsmínútu þessa leiks.
- Fyrrverandi sonur þjálfarans er á leið í annað félag.
- Hann skrúfaði boltann bak við hægra eyrað á markmanninum.
- Þeir eru með bandarískan ameríkana.
- Weah skallaði hann með höfðinu.
sterkar skoðanir!
2.11.2007 | 01:01
Ég hef mínar eigin skoðanir, sterkar skoðanir. En ég er ekki alltaf sammála þeim."
George Bush
Sönn ást
2.11.2007 | 00:58
"Ekkert á jörðinni er eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar hestarnir eru sofnaðir í túnunum".
Halldór Laxness Úr Sölku Völku
Flöskusöfnun
2.11.2007 | 00:52
Jæja þá var flöskusöfnun hjá Guðbjörgu og bekknum hennar fyrr í kvöld og endilega þurfti að rigna með roki og þvílíku. Þau eru að safna fyrir Danmerkurferð næsta vor. Dugleg voru þau. Settu undir sig hausinn og örkuðu af stað út í náttmyrkrið til að safna. Við Einar Guðjón vorum svo á vaktinni og sóttum flöskurnar þegar þau voru búin að fylla pokanna hér og þar í austurbænum. Litli kappinn slær ekkert af við pokaburðinn. Ókum pokunnum uppí skóla þar sem foreldrarnir töldu allt. Innkoman í kvöld var rúmlega fimmtíuþúsund og telst það mjög gott miðað við aðstæður úti við. Hver nemandi fær tvo punkta fyrir að ganga frá kl. 18-22. Einn punkt fyrir að ganga helming af tímanum. Foreldrar sem mæta fá 1 punkt fyrir börnin. Stigin segja til um hve mikið deilst á hvert barn þegar upp er staðið í vor. Svo held ég að þessu sé samt sem áður jafnað á milli barna því sum eiga ekki möguleika að fá jafnmikla hjálp við söfnunina og því eðlilegt að allir njóti góðs af.