Eldur við Kleifarvatn

"Slökkviliði Grindavíkur barst óvænt hjálp við slökkvistarf á heiðinni austan við Kleifarvatn eftir hádegið. Starfsmenn Þyrluþjónustunnar eru að búa sig undir að fara í loftið og verður sérstök fata notuð til að freista þess að slökkva gróðureldana. Vatn verður sótt í Kleifarvatn og ausið yfir eldinn".   .... 

og Gæslan búin að eyða öllum peningum. Ekkert þyrluflug að óþörfu.   

Eru þetta kannski ekki stórtíðindin sem sjáandinn sá fyrir að yrðu við Kleifarvatn? Eitthvað stórmerkilegt myndi gerast á þessu svæði.   Spyr sá sem ekki veit.  Whistling


mbl.is Þyrluþjónustan til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Tek undir spurninguna  með þér.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.7.2009 kl. 21:00

2 identicon

Gerir þyrluþjónustan þetta í sjálfboðavinnu eða mun hún búa til reikning; og senda þá á hvern?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 12:23

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Einhvers staðar sá ég að þeir segðust gera þetta í sjálfboðavinnu.  

Marinó Már Marinósson, 29.7.2009 kl. 14:32

4 identicon

Já þetta er mikið góðverk hjá Þyrluþjónustunni og eiga þeir þakkir skyldar fyrir. Að sama skapi er þetta skammarlegt fyrir Landhelgisgæsluna því erfitt er að skýra út fyrir mér afhverju gæslan gat haft þyrlu í nokkrar klukkustundir til aðstoðar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þegar sinueldur logaði ofan við Hafnarfjörð en ekki aðstoðað slökkvilið Grindavíkur. Er eitthvað annað sem býr að baki þeirri ákvörðun en peningaleysi? Nú voru aðstæður mun erfiðari fyrir slökkvilið Grindavíkur og minni mannskap hefur það slökkvilið. Mér finnst að gæslan þurfi að svara þessu því þarna er klárlega verið að mismuna tveimur slökkviliðum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband