Nýja hjólið mitt

Haldið þið ekki að ég hafi keypt mér reiðhjól í dag. Whistling  Trek 6500 og að sjálfsögðu voru nagladekk sett undir gripinn.  Nú skal haldið af stað á hjólastíganna.   Cool   

Við förum ekkert að minnast á hvað hjólið kostaði.  Whistling 

 

Trek6500 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

tókstu ekki bara lán hjá lýsingu. hjólið kostar eina komma tvær þegar þú verður búinn að borga.

arnar valgeirsson, 12.2.2009 kl. 18:46

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Reyni alla veganna að hjóla án þess að hugsa mikið um hvað það kostaði.  

Marinó Már Marinósson, 12.2.2009 kl. 18:50

3 Smámynd: Steini Thorst

Til hamingju með hljólið,....flottur gripur. Kannski maður fari að grípa í hjól sjálfur þar sem ég var líka að eignast þetta fína fjallahjóla :)

Steini Thorst, 12.2.2009 kl. 20:37

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Allir sem eiga Trek eru flottir :)

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 08:32

5 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

til hamingju með nýja hjólið  hjálpar örugglega upp á heilsuna bara fara varlega í hálkunni sem er núna trúlega að fara

Guðrún Indriðadóttir, 13.2.2009 kl. 11:55

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Takk öll sömul.  

Sko!  Ég lét að sjálfsögðu setja nagladekk undir gripinn.    Flottastur á nagladekkjum og lang lang stórastur í Kópavoginum. 

Marinó Már Marinósson, 13.2.2009 kl. 14:56

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Við settum eins konar keðjur á reiðhjólin í mínu ungdæmi. Reyndar voru þetta svokallaðir gardínugormar sem við vöfðum utan um dekkin.

Svo festum við spil á gaffalinn með þvottaklemmu og létum spilið snerta teinana til að búa til mótorhljóð



 

Ágúst H Bjarnason, 13.2.2009 kl. 20:25

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já Ágúst.  Gardínugormarnir voru vinsælir í minni sveit líka.  Ég var bara búinn að gleyma þessu. Þótti alltaf voða töff að vera vel gormaður og spóla vel.   Spilin eru ennþá vinsæl hjá ungdómnum í dag.  

Marinó Már Marinósson, 13.2.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband