Bloggheimur yfir strikið?

Þessa daganna hefur mér fundist fólk fara hamförum á blogginu og sumir hverjir eru virkilega dónalegir.  Furðulegt að sjá fullorðið fólk í siðmenntuðu þjóðfélagi detta niður á það plan sem jaðrar við að sé villimennska.  

Mér finnst þetta sérstaklega áberandi hjá þeim sem koma inn í bloggið sem gestir og þora ekki að gera grein fyrir sér.  Þeir eru ónærgætnir í orðavali og oft verulega dónalegir.  Halda að þeir komist upp með að svívirða allt og alla, bara af því að þeir eru ekki með bloggsíðu.  

Vil bara segja:  Bloggsíðan mín er ekki vettvangur til að skrifa óhróður og skítkast út í allt og alla.  

Menn mega vera ósammála mér í skoðunum en það verður að gæta þess hvað menn láta út úr sér. Sjálfur á ég börn og er sífellt að brýna fyrir þeim að orð geta skaðað.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já orð í tíma töluð en þeir sem virkilega eiga að taka þetta til sín gera það ekki yfir það hafnir eða annað og verra

Lára (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: Offari

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.  Ég verð samt að viðurkenna að ég á oft mjög erfitt með að stilla mig því reiðin viriðst alltaf vera að magnast þannig að ég skil suma hverja sem missa sig yfir strikið. 

Offari, 25.1.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband