Góður þáttur á RÚV Med slør og høje hæle

Ég hef að undanförnu horft á danskann fræðsluþátt í sjónvarpinu sem heitir "Með blæju á háum hælum" Med slør og høje hæle.   Það er óhætt að segja að þetta eru mjög áhugaverður þáttur.   Eins og segir í kynningu: 

Í þessum dönsku ferðaþáttum er farið um sex ríki í Austurlöndum nær og heilsað upp á ungt fólk í vinnu og frístundum. Anja Al-Erhayem fer með áhorfendur á staði sem fæstir vissu að væru til á þessum slóðum, meðal annars skíðabrekkur í Íran og diskótek og hommabari í Damaskus og Beirút.

Anja Al-Erhayem er 36 ára blaðamaður sem á danska móður og íraskan föður. Hún hefur búið í Danmörku alla ævi en oft farið til föðurlands síns og ræktað tengslin þar. 

Mæli með þessum þáttum en þeir setja okkur inn í menningarheim sem flest okkar þekkjum ekki.    Heillandi þættir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æi nei Marri...á nú að fara að planta manni fyrir framan skjáinn?

Heiða Þórðar, 18.11.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Nei nei. Var þetta ekki hvort eð er síðasti þátturinn?    Ég er alltaf að benda á eitthvað sem þið misstuð hvort sem af.      Taka frekar upp bók og lesa eða blogga eitthvað sniðugt eins og þér er einni lagið.   

Marinó Már Marinósson, 19.11.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband