Evra, $ eða króna?

Íslensk stjórnvöld hyggjast ganga í ábyrgðir fyrir Icesave-reikninga fyrir upphæðir upp að 21.000 evrum, um 3,6 milljónum króna, á hverjum reikningi.   Þetta var sennilega skásta setningin sem ég fann í dag á útskýringu á fyrirhugaða lántöku ríkisins.  

Það er svolítið fyndið að hlusta á ráðamenn okkar tala um lán sem þarf að taka á næstunni en þeir tala alltaf um milljarða en við þurfum oftast að geta í eyðurnar hvor þeir eiga við evru, dollar eða krónu. 

Annars held ég að þeir vilji ekki tala um krónur því það stuðar fólk því þá er upphæðin svo há og meiri sársauki að heyra sannleikann.   Alla veganna fyrir þá.   Whistling  Kannski eiga þeir í smá vandræðum að þylja upp alla þessa upphæð í krónum? Smile  Einnig held ég að þeir vilji bara venja sig á að tala í evrum eða dollar.   Smile    Enda sagði ég að krónan kæmi upp um skuldafenið sem við eru föst í, enda engin smá upphæð.     Það er ekki öll vitleysan eins.   Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já Vala.  Rétt

Marinó Már Marinósson, 18.11.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband