Tuttugu ný sérfræðistörf við álverið í Reyðarfirði

Þetta eru góðar fréttir.   Allt að tuttugu ný sérfræðistörf skapast fyrir austan við álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.     Vonandi verður þetta til að fleiri störf skapist í kringum þetta verkefni fyrir austan.  
mbl.is Allt að tuttugu ný sérfræðistörf fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: brahim

Hvað áttu við að eyða út því sem er óþægilegt fyrir þig. Annað hvort ertu á blogginu og meðtekur alla gagnrýni eða, heldur þig bara alls staðar annarsstaðar. Og með þessa færslu þína um sérfræðistörfin, hvað um verkafólkið ! sérfræðingar eiga auðveldara með störf í öðrum löndum frekar en verkafólk. Ert þú kanski sérfræðingur sem átt auðvelt með að fá starf hér heima eða erlendis. !?

brahim, 13.11.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hvað meinar þú?  Ég hef ekki eytt neinu út.      Ef þú átt við það sem stendur í textanum um mig þá stjórna ég mínu bloggi og vil ekkert skítkast út í aðra hér og mun henda svoleiðis út úr mínu bloggi en hef ekki þurft þess hingað til að mig minnir.  Ég blogga það sem mér sýnist og sé um það sjálfur.   

Mér finnst ekkert að því að sérfræðingastörf skapist út á landi og það er einmitt það sem vantar.   Ég hef ekki séð að verkafólk eigi neitt í vandræðum að fá vinnu erlendis frekar en aðrir og ég held meira segja að það vanti ennþá vinnu fyrir þá hjá Alcoa ef þig vantar vinnu?  

Marinó Már Marinósson, 13.11.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Djeskoti er nafnlausi múslimurinn viðskotaillur. Hann hlýtur að vera stóriðjuandstæðingur!

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 02:54

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Marinó. Það kemur fyrir að maður verður að hreinsa ósómann úr athugasemdunum á sínu eigin svæði. Sem betur fer kemur það sárasjaldan fyrir. Stundum reynir þó á þolinmæðina.

Svona fréttir eru auðvitað mjög jákvæðar.  Ekki bara fyrir sérfræðingana, heldur einnig fyrir aðra starfsmenn. Sérfræðingarnir eiga það nefnilega til að koma með lausnir sem skapa fjölda starfa.  Ekki veitir af.

Ágúst H Bjarnason, 14.11.2008 kl. 10:30

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já já strákar, textinn minn sem var saminn í smá gríni þegar ég stofnaði bloggið, hefur kannski pirrað smá enda margir viðkvæmir nú á dögum.     En maður verður nú að hafa smá fyrirvara ef maður þarf að nota strokleðrið.

Ég fer ekkert ofan af því að þetta með störfin eru bara flottar fréttir á þessum viðsjárverðum tíma  burt séð hvort, á með eða á móti menn takist á um álverksmiðju.    Já svo er um að gera að vera bjartsýnn í lífinu.  

Marinó Már Marinósson, 14.11.2008 kl. 13:12

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Marinó! Ég vil ekki hafa þetta endalausa léttlyndi hér með texta. Eyddu þessu öllu nú - þegar - strax!!

Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 13:55

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

LOL    Langar þig í verksmiðju við túnfótinn og veita Þjórsá yfir í bæjarlækinn? 

Marinó Már Marinósson, 14.11.2008 kl. 14:04

8 Smámynd: brahim

Gunnar TH G. Reyndar er þetta nafn mitt (gælunafn brahim) tekið úr nafninu Ibrahim. Svo ekki gera mér það upp að ég komi hér nafnlaus. Og stóriðjuandstæðingur er ég ekki. Gott mál að hafa þessar verksmiðjur, enda skapa þær góð og örugg störf. Og Marinó þá er ég öryrki og get því miður ekki unnið fyrir Alcoa. Þar fyrir utan þá eru engin störf laus þar að ég best veit. Hvað varðar orðin um að eyða út, þá eru þau nú bara fengin að láni frá þér sjálfum (textinn um þig) 

brahim, 14.11.2008 kl. 20:30

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Leitt að heyra að þú sért öryrki.   

Ég hélt að það vantaði enn starfsfólk fyrir austan.  En hvað um það þá finnst mér að hver og einn bloggari hafi rétt á að hafa fyrirvara á sínu bloggi enda ber ég t.d. ábyrgð á þessu bloggi hér og þú væntanlega á þínu. Ég mun væntanlega halda áfram að skrifa hér það sem mér dettur í hug og reyni að skaða ekki neinn eða særa.  

Marinó Már Marinósson, 15.11.2008 kl. 03:18

10 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

það er flott að lesa að það sé verið að ráða fólk einhvers staðar og ég tala nú ekki um úti á landi en ekki bara rekaog þar að auki að lesa ekki bara hvað margir hafi verið ráðnir til útlanda, þó það sé nú betra að fólk fái vinnu erlendis en enga vinnu hér á landi ef við þurfum á okkar fólki að halda,

áfram ÍSLAND

Guðrún Indriðadóttir, 15.11.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband