Veljum íslenskt

Hafi einhvern tíma verið nauðsynlegt að velja íslenskt, þá á það svo sannarlega við í dag.    Ég hvet alla sem lesa þetta blogg að velja nær eingöngu íslenskar vörur, hvort sem þær eru af náttúru hendi eða unnar vörur.   Allt skiptir máli ef það er hægt að velja á milli.   Veljum íslenskt grænmeti, mjólkurvörur ofl.   Þannig hjálpum við hvort öðru upp úr þessum öldudal.     Verum meira saman og sinnum börnunum.  Svo kostar ekkert að brosa.  

Meira hvað maður er hátíðlegur.    Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já! Það er nú meira hvað þú ert hátíðlegur....

...en hefur, þrátt fyrir það alveg rétt fyrir þér. Ég skal kaupa íslenskt - já takk og sinna börnunum, en fjandakornið að ég fari að taka upp á því að brosa......

Hrönn Sigurðardóttir, 15.10.2008 kl. 14:59

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já Hrönn mín, verst hvað þú ert alveg "drep"fyndinn á blogginu þínu.  Ég á ennþá erfitt með að hlægja út af aðgerðinni en ég læðist samt inn á bloggið þitt til, hið minnsta, að brosa út í annað.      Þannig að ég veit að þú færð aðra til að brosa, engin spurning. 

Marinó Már Marinósson, 15.10.2008 kl. 15:08

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

alveg nýr fítus! Þú verður að senda mér á móti svo ég sjái hvernig þetta virkar.......

En að hinu! Það yrði slæmt ef ég fengi allt RKÍ liðið á bakið fyrir að ganga frá þér. Þú verður bara að vera viðbúinn - eins og sannur skáti - ef þú kíkir inn mín megin

Hrönn Sigurðardóttir, 15.10.2008 kl. 15:22

4 Smámynd: arnar valgeirsson

nú kemur íslenskt brennivín og viking sterkt inn sko...  og 1944, matur fyrir einstæða íslendinga.

arnar valgeirsson, 15.10.2008 kl. 17:37

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Nóg af hreinu vatni og ómengaður Íslenskur matur er með því hollara sem hægt er að fá og skýrir það líklega háan aldur Íslendinga. Japanir borða mikinn fisk og hann eigum við nóg af og er hár meðalaldur þeirra m.a. rakin til mikillar fiskneyslu.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 04:57

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hrönn   Ég er búin að láta félaganna vita af þinni síðu svo fleiri geti notið góðs af. 

Já segðu Arnar 

Rétt Kjartan,  nú drögum við bara fram nýjar uppskriftir af fiskréttum og notum allar þessar bryggjur við Þingvallavatn til að veiða í matinn. 

Marinó Már Marinósson, 16.10.2008 kl. 08:03

7 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

þetta eru orð í tíma tölu íslenskt og aftur íslenskt, varð hissa þegar ég sá að N1 væri að flagg íslenska fánanum og sá síðan að þetta væri til að verkja í okkur þjóðernistilfinningu, áfram Ísland

Guðrún Indriðadóttir, 16.10.2008 kl. 20:40

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heyrðu Marri minn....þetta umhverfi er alveg nýtt fyrir mér....

Heiða Þórðar, 19.10.2008 kl. 22:32

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Nú er það Heiða mín.   Þú ferð nú ekki að taka upp á því að verða feimin úr þessu, ha?    

Marinó Már Marinósson, 19.10.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband