Varð að blogga um þetta

Þetta er með því betra sem ég hef lesið lengi.  Oft hefur verið talað um að það geti verið betra að vera kvenmaður þegar kemur að bílum;  hvort sem það er að heimsækja bílaverkstæði, skipta um dekk eða fara með bílinn í skoðun.  Whistling  

Þarna virtist virka að líkja eftir karlmannsrödd til að lokka viðgerðarmanninn í heimsókn en Carol þessi Sinclair var búin að hringja 20 sinnum eftir tölvuviðgerðarmanni án árangurs með sinni eigin rödd.  Ég ætla ekkert að réttlæta eftirmálin hjá henni þar sem hún hélt aumingja manninum í gíslingu þar til að hann kláraði að koma nettengingunni í lag.   Grin  Jæja, nú er ég hættur.  


mbl.is Hélt tölvuviðgerðarmanni í gíslingu til að geta tengst netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hún kann ekki sexý nærbuxnatækninna hennar Heiðu Þórðar ;)

Óskar Þorkelsson, 4.9.2008 kl. 12:37

2 identicon

Sæll

Enn og aftur er mbl.is með slæleg vinnubrögð. Hérna er betri umfjöllun um sama mál:

http://www.theglobeandmail.com/servlet/story/RTGAM.20080901.whostage01/BNStory/Technology/

Ég hef tilhneigingu til að trúa betur hlið viðskiptavinarins í þessu tilfelli.

Brynjar (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 12:48

3 Smámynd: braveheart

Góðan dag hér. 

Þarna er tölvufíknin komin með ný fórnarlömb,  mætti kalla í dag bloggfíkn.  Við sjáum þessi fórnarlömb vel hér á Íslandi en þau eru gjarnan konur sem hvað mest kvörtuðu yfir tölvufíkn drengja hér fyrir nokkrum árum.  Nú eru þær sjálfar orðnar tölvu- og bloggfíklar og minnast ekki einu orði á tölvufíkn unglinga í dag.  Mann skal nú ekki undra.

braveheart, 4.9.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Heiða er draumur í dós. 

Brynjar:  Sama.  Þetta er bara fyndið.  Ég brosi alla veganna.

braveheart:  He he

Marinó Már Marinósson, 4.9.2008 kl. 13:19

5 identicon

þetta var mjög brosleg frétt og ég er viss um að þau hér í e-9 hafa lesið þessa frétt, því að hann Ingi hjá Þekkingu hefur verið í gislíngu hjá þeim á alþjóðasviði í allan dag.

Gulla (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:13

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk fyrir frábæra samverustund í gær Marinó, ekki dónalegur saumaklúbbur þetta . Farðu svo vel með þig félagi og haltu áfram að "æfa þig" í málaralistinni, eins og þú nefndir það.... það er nú mín persónulega skoðun að æfingartíminn sé liðinn.

Herdís Sigurjónsdóttir, 5.9.2008 kl. 12:34

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Takk fyrir komuna. Mín var ánægjan.   Er nú þegar byrjaður á lesa bókina.   Ég hef séð sýningu í Halifax sem tileinkuð er fólkinu sem fórst í stóru sprengingunni þar í borg árið 1917. 

Þarna hafa trúlega margir farist sem hjúkruðu farþegum sem komust af þegar Titanic fórst fimm árum áður.   En þetta var svona útúrdúr hjá mér enda niðursokkinn ofan í bókina. 

Marinó Már Marinósson, 5.9.2008 kl. 13:46

8 identicon

Já, þetta var eins og besti saumó Yndislegt að eyða kvöldi með góðum vinum, ekki spurning og takk fyrir það! Farðu svo vel með þig strákur.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:37

9 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Ekki spurning með saumaklúbbinn hans Marinós takk fyrir frábæra kvöldstund og fína köku, þú lætur okkur kannski hafa uppskriftina sjáumst og farðu vel með þig.

Guðrún Indriðadóttir, 5.9.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband