Lífð og tilveran

Öll stöndum við einhverntíma frammi fyrir því í lífinu að líta til baka og skoða hvað maður hefur áorkað og hvað maður hefði viljað gera betur.  Þetta á við mig eins og flesta aðra.  

Lífsleiðin er eins og landslag.  Það eru sléttar grundir og það eru lækir og hæðir og fjöll.   Sumir hafa siglt lygnan sjó en aðrir ekki.  Þessa stundina upplifi ég smá klifur sem vonandi tekur enda.  En það er svo skrítið að þegar maður lendir í smá klöngri þá fer maður að hugsa um lífið á annan hátt.  Var þetta ekki heimspekilegt hjá mér?   Smile   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gangi þér vel Marinó!

...og jú þú ert afar heimspekilegur - en ef ekki á klifurstundum, hvenær þá?

Hlakka til að heyra í þér næst

Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Þú kemst á toppinn...gangi þér allt í haginn

Brynja Hjaltadóttir, 25.8.2008 kl. 22:40

3 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta var heimspekilegt já. en engin uppgjöf sko, engin uppgjöf. maður kemur sterkari út úr svona príli og ánægður með sig.

arnar valgeirsson, 26.8.2008 kl. 12:28

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þessi var flott! Og finn ég mig í henni þessa dagana. Takk fyrir mig Marri minn og góða nóttina.

Heiða Þórðar, 26.8.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þetta var mjööög heimspekilegt hjá þér..... en allveg rétt eigi að síður.... gangi þér vel kallinn minn og ég tek undir með Arnari.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.8.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband