Silfur

Fékk gæsahúð þegar ég horfði á mína menn taka við silfrinu enda ekki á hverjum degi að landinn fær pening á ólympíuleikunum.    Frábært, frábært.    Ég má alveg hafa rangt fyrir mér en ég var bara svo viss um að við myndum vinna leikinn en Frakkar eru bara hreinlega bestir og að sjálfsögðu óskum við þeim til hamingju með sigurinn.   Hvað um það,  hér á að fagna enda yndislegt að hafa náð öðru sæti á svona stóru móti. Að vísu þarf að fægja silfrið reglulega. Smile Við erum bara næst bestir og það er sko ekkert annað.   Smart.   Til hamingju með frábæran árangur. InLove   Nú tölum við ekki um silfurmanninn heldur silfurmenninna.


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Thorst

Þetta er bara alveg geggjað alla leið og ekkert annað,.......þvílíkt stoltur af stráknum, ekkert smá :) Þeir gáfust aldrei upp.

Steini Thorst, 24.8.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

þeir voru snillingar,  ekki þeirra dagur núna en þetta var stórkostlegt

Guðrún Indriðadóttir, 24.8.2008 kl. 14:08

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Silfur en mun flottara en gull

Heiða Þórðar, 24.8.2008 kl. 14:29

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábær árangur!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 15:15

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Silfur er í tísku...... og Strákarnir okkar eru sko inni í dag....

Fanney Björg Karlsdóttir, 25.8.2008 kl. 20:25

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já Fanney.   Þú átt nú einn þeirra í hópnum.   Svo ætlar olafur að gefa þeim gull í mund.  

Marinó Már Marinósson, 25.8.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband