Tek til baka orðin Þorgerður

Þetta var geggjað.    Var með hjartastuðtækið við hliðina á mér enda spennan líka ótrúleg en ljúf.   Geggjaður leikur.    Ég tek til baka orðin sem ég hafði um hugsanlega ferð Þorgerðar Katrínar til Kína.   Hún á pottþétt að fara út og vera viðstödd þegar við munum vinna Frakkanna.   Engin spurning og það er á hreinu að það munu koma með ca 15 gull- eða silfurpeninga til landsins.   Ekkert smá.   Áfram Ísland
mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já félagi, var að hugsa um að koma í Efstaleitið en ég hitti Sólborgu á skólasetningu og sagði hún mér af leiknum. En átti góða stund hér heima með strákunum mínum .... Áfram Ísland !

og ég ætla rétt að vona að hún Þorgerður fari til Kína.

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.8.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það var víst lítið unnið í dag, skilst mér enda var þannig ástandið á öllum heimilum og vinnustöðum á sama tíma.   Viss um að það hafi verð öskrað hátt um allt land á sama tíma eftir leikinn.  

Marinó Már Marinósson, 22.8.2008 kl. 18:23

3 identicon

Þorgerður fer til Kína enda það eina rétta. Við Kópavogsdömur pöntuðum okkur sæti í salnum gegn því að mæta með eitthvað gott að narta í og það hefði svo sannarlega verið gaman að hafa ykkur með í dag. Stemmingin í E9 var frábær..............smá æsingur, hiti og öskur í liðinu, bara eins og það átti að vera

Vona að þú hafir það gott og allt gangi vel.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: gudni.is

Mikið er ég sammála þér með þetta Marinó. Auðvitað átti Þorgerður að fara og það er bara gott mál að svo fór. Hún (ríkið) er búin að eyða svo miklum peningum í ÓL nú þegar að nokkrir hundraðþúsundkallar í viðbót breyta ekki öllu. Og hún þarf að vera viðstödd þegar við vinnum gullið..!!

gudni.is, 24.8.2008 kl. 01:32

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

nú erum við að tala Guðni   Ætla ekki einu sinni að sofna fram að leik.    

Marinó Már Marinósson, 24.8.2008 kl. 04:32

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég vona að Þorgerður hafi sjálf borgað ferðina til Kína. Ég skil svo sem að hún vildi vera þarna en þar sem Ólafur er þegar á staðnum þá höfðum við þegar fulltrúa á svæðinu. Við erum ekki svo stór þjóð að við þurfum bæði forseta og menntamálaráðherra til að representera Ísland (man ekki íslenska orðið).

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.8.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband