Vikan og tilveran
16.5.2008 | 22:44
Jæja þá er þessi vinnuvika liðin og helgin framundan. Það hefur verið mikið að gera hjá mér í vinnunni. Svo var stór stund hjá Guðbjörgu Arney dóttur minni en hún er stödd í Danmörku í skólaferðalagi. Vikuferð. Mikið rosalega var daman spennt rétt áður en hún lagði af stað. úff held að ég hafi verið farin að taka þátt í spenningnum með henni. En það gengur vel hjá henni en smá heimþrá rétt svona þegar hún er að fara að sofa en þetta er heilmikið ævintýri og krakkarnir í bekknum hennar alltaf að verða meiri og meiri vinir enda er sagt að þau fari út sem krakkar og komi heim sem heimsborgarar.
Aðalfundur Rauða kross Íslands er á morgun og ég verð auðvitað þar (til að þvælast fyrir), tölvumál og önnur tæknimál. Enda var mikið að gera í dag við undirbúning og þess háttar enda er sumt sem þarf að gera strax svo allt gangi upp.
Við feðgarnir erum heima og það er voðalega rólegt og fínt hjá okkur. Ekki það að Guðbjörg sé einhver ólátabelgur þegar hún er heima. Bara eitthvað svo rólegra þegar það vantar einhvern á heimilið. Tala nú ekki um þegar ég er ekki heima, þá hafa þau það rosalega gott eða þannig. Tja........ rífast af og til en er það ekki háttur systkina? En geta svo ekki án hvors annars verið þess á milli?
Vinnufélagar mínir hafa verið rosalega dugleg að hjóla í vinnunna þessa vikuna en ég reyni að sýna viðlit og tek allar beygjur á tveimur hjólum á bílnum mínum; alla veganna segi ég þeim það þegar þau eru að stríða mér á hjólaleysinu og leti. Ekki skrítið að þau striði mér enda var ég manna roggnastur að plana hjólakaup í vor en keyri bara Passat ennþá. Svona er þetta bara. Þykist vera voða snjall þegar ég segi þeim að það sé nú betra að hjóla í heilt ár en nokkra daga á ári.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Góða skemmtun á morgun Marinó ég vona að þú þurfir ekki að þvælast mikið fyrir. hvað segir þú ætlarðu að hjóla allt næsta ár ekki mundi ég nenna því góða skemmtun
Guðrún Indriðadóttir, 16.5.2008 kl. 23:05
Drög Rúna, Bara drög
Marinó Már Marinósson, 16.5.2008 kl. 23:19
mig vantar hjól. notað og ódýrt.... en gott.
einhver???
annars er minn eldri að fara til köben í skólaferðalag og hann heppinn því faðir hans fer með sömu vél út.
og kemur með sömu vél heim....
kaupi ekki fyrir hann bjór sko.
getur gert það sjálfur. alveg að verða sextán hehe
arnar valgeirsson, 17.5.2008 kl. 00:08
Góða helgi.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.5.2008 kl. 06:10
Þú gerðir allt annað en að þvælast fyrir sýndist mér góðurinnnnnnnnnnnn
Góður fundur og ekki laust fyrir að maður sé bara hálf þreyttur eftir þessa törn......kvöldið endaði á smá pöbbarölti og ótrúlegt hvað hópurinn þynnist út á leiðinni.
Já, heimilið er öðruvísi þegar einhvern vantar, það er rétt en þetta verður án efa spennandi ferð hjá skottinu þínu og gott fyrir ykkur feðgana að eiga stund saman
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 18:08
hef grun um að hópurinn hafi þynnst heldur betur upp morgunin eftir linda mín....
en hver ætlar að redda mér hjóli??
tek bara þátt í "labbað í vinnuna" með þessu áframhaldi.
arnar valgeirsson, 19.5.2008 kl. 23:13
Það er rosa hættulegt að hjóla í vinnuna.....
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 22:39
Nei nei það er ekkert hættulegt að hjóla í vinnu, bara pínu hættulegt að hjóla út í búð .....úps. Marinó, tveir daga eftir af átakinu svo ekki of seint að vera með :)
Anna Beee (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:54
Marinó Már Marinósson, 22.5.2008 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.